Stjórnvöld vilja bregðast við vaxandi atvinnuleysi með framkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2020 19:30 Hátt í tvö þúsund fleiri voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta árs en á sama tímabili í fyrra og spáð er að það aukist enn frekar. Fjármálaráðherra segir samdrátt í ferðaþjónustu, fjárfestingum fyrirtækja og loðnubrest helstu orsökina. Ríkið verði að auka útgjöld til framkvæmda. Á meðfylgjandi mynd frá Hagstofunni sést atvinnuleysi eftir ársfjórðungum, frá vinstri allt frá árinu 2011 til 2019 lengst til hægri á súluritunum. Hér má sjá atvinnuleysi eftir ársfjórðungum undanfarin ár.grafík/hafsteinn Atvinnuleysi fór að aukast strax á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrra og hélst hærra út árið en það var þrjú ár þar á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 6.800 manns án atvinnu eða að jafnaði 3,3 prósent á landinu öllu hjá fólki á aldrinum 16 til 74 ára. Hins vegar var atvinnuleysi mun meira á Reykjanesi eða hátt í 9 prósent. Til samanburðar voru um 4.900 manns atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2018. Atvinnulausum milli ára á þessum tíma árs fjölgaði því um 1.900 manns, eða um hundrað fleiri en búa í Sandgerði. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt mætti aðallega rekja til samdráttar í annars öflugri ferðaþjóustu, loðnubrests og að fyrirtæki væru að bregðast við launahækkunum undanfarin ár með samdrætti í framkvæmdum. Ríkisstjórnin hefði þegar brugðist við með auknum útgjöldum og Seðlabankinn með lækkun vaxta. „Ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði Bjarni. Og eftir vaxtalækkun gærdagsins sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bankann reiðubúinn til að fara með vexti allt niður í núll prósent til að örva hagkerfið. En verulega hefur dregið úr lánveitingum banka til fyrirtækja að undanförnu. „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi,“ sagði Ásgeir. Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Hátt í tvö þúsund fleiri voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta árs en á sama tímabili í fyrra og spáð er að það aukist enn frekar. Fjármálaráðherra segir samdrátt í ferðaþjónustu, fjárfestingum fyrirtækja og loðnubrest helstu orsökina. Ríkið verði að auka útgjöld til framkvæmda. Á meðfylgjandi mynd frá Hagstofunni sést atvinnuleysi eftir ársfjórðungum, frá vinstri allt frá árinu 2011 til 2019 lengst til hægri á súluritunum. Hér má sjá atvinnuleysi eftir ársfjórðungum undanfarin ár.grafík/hafsteinn Atvinnuleysi fór að aukast strax á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrra og hélst hærra út árið en það var þrjú ár þar á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 6.800 manns án atvinnu eða að jafnaði 3,3 prósent á landinu öllu hjá fólki á aldrinum 16 til 74 ára. Hins vegar var atvinnuleysi mun meira á Reykjanesi eða hátt í 9 prósent. Til samanburðar voru um 4.900 manns atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2018. Atvinnulausum milli ára á þessum tíma árs fjölgaði því um 1.900 manns, eða um hundrað fleiri en búa í Sandgerði. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt mætti aðallega rekja til samdráttar í annars öflugri ferðaþjóustu, loðnubrests og að fyrirtæki væru að bregðast við launahækkunum undanfarin ár með samdrætti í framkvæmdum. Ríkisstjórnin hefði þegar brugðist við með auknum útgjöldum og Seðlabankinn með lækkun vaxta. „Ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði Bjarni. Og eftir vaxtalækkun gærdagsins sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bankann reiðubúinn til að fara með vexti allt niður í núll prósent til að örva hagkerfið. En verulega hefur dregið úr lánveitingum banka til fyrirtækja að undanförnu. „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi,“ sagði Ásgeir.
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira