Alfreð Gíslason nýr landsliðsþjálfari Þýskalands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 15:54 Alfreð Gíslson fagnar titli með Kiel Getty/Martin Rose Alfreð Gíslson var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari þýska landsliðsins í handbolta en hann mun taka við starfinu 9. mars næstkomandi. Fyrsti landsleikur Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs verður „Íslendingaslagur“ en Þjóðverjar mæta þá Hollandi 13. mars. Erlingur Richardsson er þjálfari Hollendinga. Alfreð Gíslason hætti með Kiel síðasta vor eftir ellefu ára starf. Hann hafði þjálfað í þýsku deildinni samfellt frá árinu 1997. +++ Breaking News +++ Trainer-Wechsel beim DHB: Alfred Gislason ist neuer Bundestrainer der Männer-Nationalmannschaft. Alle Infos ⤵ #aufgehtsDHB#Handballhttps://t.co/1ORxJbqe53— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) February 6, 2020 Fyrsta stóra verkefni Alfreðs með þýska landsliðið verður að koma þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland er í riðli með Svíþjóð, Slóveníu og Alsír í umspilinu og tvær þjóðir komast áfram. Umspilið fer fram frá 17. til 19. apríl og ferill riðill Þjóðverja fram í Berlín. Þetta verður annað landsliðsþjálfarastarf Alfreðs á þjálfaraferlinum en hann stýrði íslenska landsliðinu frá 2006 til 2008. Samningur Alfreðs er til tveggja ára eða fram yfir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í ársbyrjun 2022. Alfreð er einn sigursælasti þjálfari í sögu þýsku deildarinnar. Hann vann þýska titilinn sjö sinnum með Kiel (6) og Magdeburg (1) og þýsku bikarkeppnina sex sinnum þar af á síðasta tímabili sínu með Kiel. Alfreð vann einnig Meistaradeildina þrisvar sinnum, árið 2002 með Magdeburg og árin 2010 og 2012 með Kiel. Alfreð Gíslason er annar Íslendingurinn sem þjálfar þýska landsliðið því Dagur Sigurðsson þjálfaði það frá 15. september 2014 til 31. janúar 2017. Dagur gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016 og liðið vann brons á Ólympíuleikunum sama ár. Alfreð tekur við starfi Christian Prokop sem hefur farið með þýska landsliðið á síðustu þrjú stórmót. Þjóðverjar lentu undir hans stjórn í 9. sæti á EM 2018, í 4. sæti á HM 2019 og nú síðast í 5. sæti á EM 2020 eftir sigur á Portúgal í leiknum um fimmta sætið. Handbolti Íslendingar erlendis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Alfreð Gíslson var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari þýska landsliðsins í handbolta en hann mun taka við starfinu 9. mars næstkomandi. Fyrsti landsleikur Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs verður „Íslendingaslagur“ en Þjóðverjar mæta þá Hollandi 13. mars. Erlingur Richardsson er þjálfari Hollendinga. Alfreð Gíslason hætti með Kiel síðasta vor eftir ellefu ára starf. Hann hafði þjálfað í þýsku deildinni samfellt frá árinu 1997. +++ Breaking News +++ Trainer-Wechsel beim DHB: Alfred Gislason ist neuer Bundestrainer der Männer-Nationalmannschaft. Alle Infos ⤵ #aufgehtsDHB#Handballhttps://t.co/1ORxJbqe53— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) February 6, 2020 Fyrsta stóra verkefni Alfreðs með þýska landsliðið verður að koma þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland er í riðli með Svíþjóð, Slóveníu og Alsír í umspilinu og tvær þjóðir komast áfram. Umspilið fer fram frá 17. til 19. apríl og ferill riðill Þjóðverja fram í Berlín. Þetta verður annað landsliðsþjálfarastarf Alfreðs á þjálfaraferlinum en hann stýrði íslenska landsliðinu frá 2006 til 2008. Samningur Alfreðs er til tveggja ára eða fram yfir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í ársbyrjun 2022. Alfreð er einn sigursælasti þjálfari í sögu þýsku deildarinnar. Hann vann þýska titilinn sjö sinnum með Kiel (6) og Magdeburg (1) og þýsku bikarkeppnina sex sinnum þar af á síðasta tímabili sínu með Kiel. Alfreð vann einnig Meistaradeildina þrisvar sinnum, árið 2002 með Magdeburg og árin 2010 og 2012 með Kiel. Alfreð Gíslason er annar Íslendingurinn sem þjálfar þýska landsliðið því Dagur Sigurðsson þjálfaði það frá 15. september 2014 til 31. janúar 2017. Dagur gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016 og liðið vann brons á Ólympíuleikunum sama ár. Alfreð tekur við starfi Christian Prokop sem hefur farið með þýska landsliðið á síðustu þrjú stórmót. Þjóðverjar lentu undir hans stjórn í 9. sæti á EM 2018, í 4. sæti á HM 2019 og nú síðast í 5. sæti á EM 2020 eftir sigur á Portúgal í leiknum um fimmta sætið.
Handbolti Íslendingar erlendis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita