Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 12:35 Samherji dregur nú saman seglin í Namibíu eftir að engin skip dótturfyrirtækjanna fengu kvóta þar. Vísir/Sigurjón Allar skyldur Samherja gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir fyrirtækjasamstæðuna verða uppfylltar áður en fyrirtækin hætta alfarið starfsemi í Namibíu. Í tilkynningu frá Samherja fagnar fyrirtækið að mál gegn íslenskum skipstjóra í landinu hafi verið til lykta leitt í gær. Namibískir skipverjar hafa búið við óvissu um störf sín eftir að Samherji ákvað að flytja tvö skip frá landinu, Geysi og Sögu. Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, hefur vísað til þess að skipin hafi ekki fengið úthlutað kvóta í Namibíu til að réttlæta ákvörðunina. Saga er nú sögð á leið í slipp til viðhalds og lagfæringa og Geysir er við veiðar við Máritaníu. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í dag er fullyrt að dótturfyrirtæki samstæðunnar muni uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þau áður en samstæðan hætti alfarið starfsemi þar. Fulltrúar Samherja hafi fundað með sjómönnunum og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Reynt verði að veita eins mörgum þeirra vinnu áfram og mögulegt er. Í því samhengi vísar Samherji til verksmiðjutogarans Heinaste sem er eina skipið sem samstæðan átti eftir í Namibíu. Fyrirtækið segist vinna að því að gera Heinaste út í Namibíu og vinni að því að finna lausnir í samráði við þarlend stjórnvöld. „Að minnsta kosti tímabundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu. Samherji leggur ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafnarmeðlimum skipsins, namibísku samfélagi og minnihlutaeigendum eignarhaldsfélags Heinaste,“ segir í tilkynningunni. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, var dæmdur til að greiða tæplega átta milljóna króna sekt fyrir ólöglegar veiðar í namibískri lögsögu í gær. Samherji fangar því að málinu sé lokið í yfirlýsingu sinni og segir það skapa ný tækifæri í rekstri skipsins. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Allar skyldur Samherja gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir fyrirtækjasamstæðuna verða uppfylltar áður en fyrirtækin hætta alfarið starfsemi í Namibíu. Í tilkynningu frá Samherja fagnar fyrirtækið að mál gegn íslenskum skipstjóra í landinu hafi verið til lykta leitt í gær. Namibískir skipverjar hafa búið við óvissu um störf sín eftir að Samherji ákvað að flytja tvö skip frá landinu, Geysi og Sögu. Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, hefur vísað til þess að skipin hafi ekki fengið úthlutað kvóta í Namibíu til að réttlæta ákvörðunina. Saga er nú sögð á leið í slipp til viðhalds og lagfæringa og Geysir er við veiðar við Máritaníu. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í dag er fullyrt að dótturfyrirtæki samstæðunnar muni uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þau áður en samstæðan hætti alfarið starfsemi þar. Fulltrúar Samherja hafi fundað með sjómönnunum og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Reynt verði að veita eins mörgum þeirra vinnu áfram og mögulegt er. Í því samhengi vísar Samherji til verksmiðjutogarans Heinaste sem er eina skipið sem samstæðan átti eftir í Namibíu. Fyrirtækið segist vinna að því að gera Heinaste út í Namibíu og vinni að því að finna lausnir í samráði við þarlend stjórnvöld. „Að minnsta kosti tímabundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu. Samherji leggur ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafnarmeðlimum skipsins, namibísku samfélagi og minnihlutaeigendum eignarhaldsfélags Heinaste,“ segir í tilkynningunni. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, var dæmdur til að greiða tæplega átta milljóna króna sekt fyrir ólöglegar veiðar í namibískri lögsögu í gær. Samherji fangar því að málinu sé lokið í yfirlýsingu sinni og segir það skapa ný tækifæri í rekstri skipsins.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15
Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21