Tímamótarannsókn talin geta gerbreytt krabbameinsmeðferðum Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2020 21:24 Þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Getty/SCIEPRO Ný rannsókn er sögð veita skýra heildarmynd af þróun flestallra tegunda krabbameins í mannslíkamanum og geta leitt til nýrra framfara í meðferð þeirra. Talið er að niðurstöðurnar gætu gert læknum kleift að sníða krabbameinsmeðferðir sérstaklega að æxli hvers og eins sjúklings eða hjálpað til við að þróa nýjar aðferðir til þess að greina krabbamein fyrr en áður var mögulegt. Yfir þúsund vísindamenn tóku þátt í verkefninu sem fól í sér að greina erfðalykill alls 2.658 mismunandi tegunda krabbameins. Rannsóknarniðurstöðurnar, sem birtar voru í hinu virta vísindariti Nature í dag, eru afrakstur yfir áratugalangrar vinnu rannsóknarteyma í alls 37 löndum. Þessi vinna hefur leitt í ljós hversu flókin fyrirbæri krabbamein geta verið en þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Lincoln Stein, sem starfar við krabbameinsrannsóknir í Ontario í Kanada, segir að fram að þessu hafi læknar átt erfitt með að meðhöndla um þriðjung krabbameinssjúklinga í ljósi þess að ómögulegt hafi verið að greina hvers vegna frumur þeirra hófu að stökkbreytast og mynda krabbamein. Niðurstöður þessa verkefnis benda þó til þess að það séu að meðaltali fjórar til fimm grundvallarstökkbreytingar sem knýi áfram vöxt krabbameins í líkamanum. Með þessari uppgötvun telja sérfræðingar að hægt verði að þróa nýjar meðferðir sem ráðist sérstaklega gegn þessum tilteknu stökkbreytingum. Þrátt fyrir þessar fregnir er ljóst að frekari rannsókna er enn þörf á þeim fimm prósentum krabbameina sem eru ekki keyrð áfram af þessum ákveðnu stökkbreytingum. Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00 Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Ný rannsókn er sögð veita skýra heildarmynd af þróun flestallra tegunda krabbameins í mannslíkamanum og geta leitt til nýrra framfara í meðferð þeirra. Talið er að niðurstöðurnar gætu gert læknum kleift að sníða krabbameinsmeðferðir sérstaklega að æxli hvers og eins sjúklings eða hjálpað til við að þróa nýjar aðferðir til þess að greina krabbamein fyrr en áður var mögulegt. Yfir þúsund vísindamenn tóku þátt í verkefninu sem fól í sér að greina erfðalykill alls 2.658 mismunandi tegunda krabbameins. Rannsóknarniðurstöðurnar, sem birtar voru í hinu virta vísindariti Nature í dag, eru afrakstur yfir áratugalangrar vinnu rannsóknarteyma í alls 37 löndum. Þessi vinna hefur leitt í ljós hversu flókin fyrirbæri krabbamein geta verið en þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Lincoln Stein, sem starfar við krabbameinsrannsóknir í Ontario í Kanada, segir að fram að þessu hafi læknar átt erfitt með að meðhöndla um þriðjung krabbameinssjúklinga í ljósi þess að ómögulegt hafi verið að greina hvers vegna frumur þeirra hófu að stökkbreytast og mynda krabbamein. Niðurstöður þessa verkefnis benda þó til þess að það séu að meðaltali fjórar til fimm grundvallarstökkbreytingar sem knýi áfram vöxt krabbameins í líkamanum. Með þessari uppgötvun telja sérfræðingar að hægt verði að þróa nýjar meðferðir sem ráðist sérstaklega gegn þessum tilteknu stökkbreytingum. Þrátt fyrir þessar fregnir er ljóst að frekari rannsókna er enn þörf á þeim fimm prósentum krabbameina sem eru ekki keyrð áfram af þessum ákveðnu stökkbreytingum.
Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00 Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00
Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51
Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent