Hringferð fyrir kröftugt atvinnulíf Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 6. febrúar 2020 09:00 Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda hagsældar og velferðar og þar munar ekki síst um lítil og meðalstór fyrirtæki í verslun, þjónustu, framleiðslu og nýsköpun af öllum toga. Slíkur rekstur er í raun lífæð atvinnulífsins og mikilvægt að slíkum fyrirtækjum vegni vel. Þess vegna leggur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sérstaka áherslu á að heimsækja lítil og meðalstór fyrirtæki í hringferð sinni um landið að þessu sinni. Þingflokkurinn heimsækir tugi sveitarfélaga á næstu vikum, heldur opna fundi og heimsækir vinnustaði. Það styrkir okkur í okkar störfum að hitta fólkið í landinu og heyra þeirra sögur og sjónarmið. Kjördæmavikan, þegar hlé er gert á þingstörfum, hefur jafnan gefið þingmönnum tækifæri til að sinna eigin kjördæmum. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur breytt þessu en nú fara allir þingmenn flokksins saman um landið allt. Þannig heyra þingmennirnir þau sjónarmið sem brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi. Þetta gefur okkur heildstæða sýn á hagsmuni fólksins í landinu, hvort sem er til sjávar eða sveita, landsbyggðar eða höfuðborgarsvæðis. Hringferðin hefst í Reykjavík Hringferðin hefst í höfuðborginni á fimmtudagskvöldið 6. febrúar á Kaffi Reykjavík með ávörpum formanns og oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Að því loknu gefst fólki tækifæri til að eiga milliliðalaust spjall við alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Sami háttur verður hafður á um landið allt á næstu vikum en strax á föstudaginn liggur leiðin vestur á firði, þaðan verður farið um allt Norðurland og yfir á Austfirði. Þetta er bara fyrsti leggur ferðar en markmiðið er sem fyrr að heimsækja sem flest byggðarlög landsins. Við erum á réttri leið og hlökkum til ferðalagsins. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda hagsældar og velferðar og þar munar ekki síst um lítil og meðalstór fyrirtæki í verslun, þjónustu, framleiðslu og nýsköpun af öllum toga. Slíkur rekstur er í raun lífæð atvinnulífsins og mikilvægt að slíkum fyrirtækjum vegni vel. Þess vegna leggur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sérstaka áherslu á að heimsækja lítil og meðalstór fyrirtæki í hringferð sinni um landið að þessu sinni. Þingflokkurinn heimsækir tugi sveitarfélaga á næstu vikum, heldur opna fundi og heimsækir vinnustaði. Það styrkir okkur í okkar störfum að hitta fólkið í landinu og heyra þeirra sögur og sjónarmið. Kjördæmavikan, þegar hlé er gert á þingstörfum, hefur jafnan gefið þingmönnum tækifæri til að sinna eigin kjördæmum. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur breytt þessu en nú fara allir þingmenn flokksins saman um landið allt. Þannig heyra þingmennirnir þau sjónarmið sem brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi. Þetta gefur okkur heildstæða sýn á hagsmuni fólksins í landinu, hvort sem er til sjávar eða sveita, landsbyggðar eða höfuðborgarsvæðis. Hringferðin hefst í Reykjavík Hringferðin hefst í höfuðborginni á fimmtudagskvöldið 6. febrúar á Kaffi Reykjavík með ávörpum formanns og oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Að því loknu gefst fólki tækifæri til að eiga milliliðalaust spjall við alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Sami háttur verður hafður á um landið allt á næstu vikum en strax á föstudaginn liggur leiðin vestur á firði, þaðan verður farið um allt Norðurland og yfir á Austfirði. Þetta er bara fyrsti leggur ferðar en markmiðið er sem fyrr að heimsækja sem flest byggðarlög landsins. Við erum á réttri leið og hlökkum til ferðalagsins. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar