Danny McBride breytti lífi sínu eftir Íslandsferð Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2020 10:30 Danny McBride fór í stafræna afeitrun hér á landi. Getty Images/Matt Winkelmeyer Leikarinn Danny McBride, sem hefur vakið athygli fyrir hlutverk sín í Eastbound & Down, Vice Principals og The Righteous Gemstones, segir í viðtali við Shortlist að Íslandsför hafi breytti lífi hans. McBride var spurður í viðtalinu hvað hann væri að horfa á í sjónvarpinu um þessar mundir. „Ég horfi sárasjaldan á afþreyingarefni þar sem ég er alltaf að vinna. Oftast geymi ég allt sem mig langar að sjá og tek það allt yfir jólin,“ segir McBride sem bætir við að hann hafi í raun farið í „stafræna afeitrun“ á síðasta ári og það hér á Íslandi. „Síðasta ár var rosalegt fyrir mig og ég vann allt of mikið. Ég fór með fjölskyldunni til Íslands í frí og við dvöldum í smáhýsi þar sem ekki var hægt að horfa á sjónvarp. Það er svo mikið að gerast alltaf heima hjá okkur. Flatskjáir út um allt og börnin að horfa á YouTube allan daginn. Svo eru heimsfréttirnar alltaf svo neikvæðar. Þú vaknar kannski í góðu skapi en um leið og þú kveikir á sjónvarpinu ferðu í vont skap,“ segir McBride og heldur áfram. „Svo fer ég í þessa ferð og gerði ekkert nema lesa. Mér leið svo miklu betur og setti mér því það markmið að lesa 50 bækur á einu ári, og það tókst. Þetta ætla ég mér að gera á hverju einasta ári. Um leið og mig langaði að kíkja á netið eða fara inn á samfélagsmiðla tók ég upp bók og byrjaði að lesa. Mig langar að hugsa um heiminn út frá mínum hugsunum, mig langar ekki að einhver sé að segja mér hvernig heimurinn er. Ég tók mér því langa pásu frá öllu þessu áreiti.“ View this post on Instagram Happy New Year, ding-dongs. Stay warm in 19. A post shared by Danny McBride (@lone_wolf_mcbride) on Dec 31, 2018 at 2:09pm PST Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslandsvinir Tímamót Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Leikarinn Danny McBride, sem hefur vakið athygli fyrir hlutverk sín í Eastbound & Down, Vice Principals og The Righteous Gemstones, segir í viðtali við Shortlist að Íslandsför hafi breytti lífi hans. McBride var spurður í viðtalinu hvað hann væri að horfa á í sjónvarpinu um þessar mundir. „Ég horfi sárasjaldan á afþreyingarefni þar sem ég er alltaf að vinna. Oftast geymi ég allt sem mig langar að sjá og tek það allt yfir jólin,“ segir McBride sem bætir við að hann hafi í raun farið í „stafræna afeitrun“ á síðasta ári og það hér á Íslandi. „Síðasta ár var rosalegt fyrir mig og ég vann allt of mikið. Ég fór með fjölskyldunni til Íslands í frí og við dvöldum í smáhýsi þar sem ekki var hægt að horfa á sjónvarp. Það er svo mikið að gerast alltaf heima hjá okkur. Flatskjáir út um allt og börnin að horfa á YouTube allan daginn. Svo eru heimsfréttirnar alltaf svo neikvæðar. Þú vaknar kannski í góðu skapi en um leið og þú kveikir á sjónvarpinu ferðu í vont skap,“ segir McBride og heldur áfram. „Svo fer ég í þessa ferð og gerði ekkert nema lesa. Mér leið svo miklu betur og setti mér því það markmið að lesa 50 bækur á einu ári, og það tókst. Þetta ætla ég mér að gera á hverju einasta ári. Um leið og mig langaði að kíkja á netið eða fara inn á samfélagsmiðla tók ég upp bók og byrjaði að lesa. Mig langar að hugsa um heiminn út frá mínum hugsunum, mig langar ekki að einhver sé að segja mér hvernig heimurinn er. Ég tók mér því langa pásu frá öllu þessu áreiti.“ View this post on Instagram Happy New Year, ding-dongs. Stay warm in 19. A post shared by Danny McBride (@lone_wolf_mcbride) on Dec 31, 2018 at 2:09pm PST
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslandsvinir Tímamót Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira