Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2020 08:05 Húsnæði Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í austanverðu Frakklandi. Getty Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Mannréttindadómstóllinn ákvað í september síðastliðinn að taka beiðni Íslands um endurskoðun á niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars síðastliðinn til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Höfðu íslensk stjórnvöld óskað eftir að dómurinn yrði tekinn til endurskoðunar þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú stödd í Strassborg þar sem nú mun fylgjast með málinu en hún sagði af sér embætti eftir að dómstóllinn kvað upp sinn dóm. Dómstóllinn hefur skipað sautján dómara til að dæma í málinu og er Róbert Spanó í hópi þeirra. Reiknað er með að það gæti tekið yfirdeildina tólf til átján mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, og breski lögmaðurinn Timothy Otty skipta málflutningnum með sér fyrir hönd íslenska ríkisins. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að hún væri enn á þeirri skoðun, og hefði verið lengi, að endurskoða þyrfti ferli við skipan dómara á Íslandi. Það breyti því ekki að ferlið við skipan landsréttardómara væri það gagnsæjasta sem nokkurn tímann hefði verið viðhaft við slíka skipan. Þá kvaðst hún hafa stigið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra svo að friður yrði um þá ákvörðun hvort óska ætti eftir umfjöllun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Viðtalið við Sigríði má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Dómsmál Dómstólar Íslendingar erlendis Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Mannréttindadómstóllinn ákvað í september síðastliðinn að taka beiðni Íslands um endurskoðun á niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars síðastliðinn til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Höfðu íslensk stjórnvöld óskað eftir að dómurinn yrði tekinn til endurskoðunar þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú stödd í Strassborg þar sem nú mun fylgjast með málinu en hún sagði af sér embætti eftir að dómstóllinn kvað upp sinn dóm. Dómstóllinn hefur skipað sautján dómara til að dæma í málinu og er Róbert Spanó í hópi þeirra. Reiknað er með að það gæti tekið yfirdeildina tólf til átján mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, og breski lögmaðurinn Timothy Otty skipta málflutningnum með sér fyrir hönd íslenska ríkisins. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að hún væri enn á þeirri skoðun, og hefði verið lengi, að endurskoða þyrfti ferli við skipan dómara á Íslandi. Það breyti því ekki að ferlið við skipan landsréttardómara væri það gagnsæjasta sem nokkurn tímann hefði verið viðhaft við slíka skipan. Þá kvaðst hún hafa stigið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra svo að friður yrði um þá ákvörðun hvort óska ætti eftir umfjöllun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Viðtalið við Sigríði má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Dómsmál Dómstólar Íslendingar erlendis Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira