Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 16:51 Nýju viðbyggingu Alþingis er ætlað að líta svona út. Studio granda arkitektar Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, sem markar mestu framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár. Byggingin verður 6000 fermetrar og mun koma til með að hýsa skrifstofur fyrir þingmenn, aðstöðu fyrir þingflokka, fundaherbergi nefnda og vinnuaðstöðu starfsmanna þeirra, auk funda og ráðstefnuaðstöðu. Byggingin verður tengd flestum byggingum Alþingis og verður þannig innangengt til Skála og þinghússins sjálfs auk húsalengjunnar við Kirkjustræti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri tóku fyrstu skóflustunguna. Fram kom í máli Steingríms við þetta tilefni að kostnaðaráætlun fyrir bygginguna sjálfa hljóði upp á 4,4 milljarða króna að viðbættum verðbótum á byggingartíma. Byggingunni er þó ætlað að draga úr leigukostnaði til lengri tíma litið - „því leiga á fjölmörgum stöðum hér í Kvosinni á mishentugu húsnæði er óhentugt og dýrt úrræði,“ eins og Steingrímur komst að orði. „Mest um vert er þó að hér verða skapaðar nútímalegar og fyrsta flokks vinnuaðstæður fyrir þingmenn og ekki síður starfsfólk Alþingis. Hér verða góðar aðstæður til að taka á móti gestum sem til Alþingis og þingnefnda koma og Alþingi verður mun betur í stakk búið til að halda ýmis konar fundi og minni ráðstefnur,“ sagði forseti Alþingis aukinheldur. Framkvæmdin væri sú stærsta á vegum Alþingis í 140 ár, að sögn Steingríms, sem vísar þar til byggingu sjálfs Alþingishússins á árunum 1880–1881. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.studio granda arkitektar Tveir fyrstu verkþættirnir, jarðvegsvinna og steinklæðingin utan á byggingunni, eru þegar umsamdir. Útboð fyrir bygginguna sjálfa verður auglýst í vor og uppsteypa hefst í haust. Sigmundur hafnar steinsteypuvæðingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti pistil á vefsíðu sinni í dag af þessu tilefni. Þar rekur Sigmundur það sem hann telur steinsteypuvæðingu miðborgarinnar, á kostnað eldri borgarmyndar. Þar að auki telur hann nýju viðbygginguna vera kalda og hráa. „Þrátt fyrir að Alþingishúsið hafi verið miðpunktur deilna um allt mögulegt í um 140 ár ber flestum saman um að andinn í húsinu sé góður. Það helgast ekki hvað síst hinni hlýlegu hönnun þess. Þannig eiga þinghús að vera, til þess fallin að lyfta andanum og auka vellíðan og bjartsýni,“ skrifar Sigmundur og bætir við: „Með þessari framkvæmd er Alþingi að kasta á glæ einstöku tækifæri til að auka við það sem gerir gamla bæinn í höfuðborg Íslands sérstakan. [...] Alþingi leggur nú sitt af mörkum við að tískuborgarvæða gamla miðbæinn og tekur þátt í þeirri eyðileggingu sem einkennt hefur skipulagsstefnu undanfarinna ára.“ Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því desember 2017 um bygginguna. Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, sem markar mestu framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár. Byggingin verður 6000 fermetrar og mun koma til með að hýsa skrifstofur fyrir þingmenn, aðstöðu fyrir þingflokka, fundaherbergi nefnda og vinnuaðstöðu starfsmanna þeirra, auk funda og ráðstefnuaðstöðu. Byggingin verður tengd flestum byggingum Alþingis og verður þannig innangengt til Skála og þinghússins sjálfs auk húsalengjunnar við Kirkjustræti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri tóku fyrstu skóflustunguna. Fram kom í máli Steingríms við þetta tilefni að kostnaðaráætlun fyrir bygginguna sjálfa hljóði upp á 4,4 milljarða króna að viðbættum verðbótum á byggingartíma. Byggingunni er þó ætlað að draga úr leigukostnaði til lengri tíma litið - „því leiga á fjölmörgum stöðum hér í Kvosinni á mishentugu húsnæði er óhentugt og dýrt úrræði,“ eins og Steingrímur komst að orði. „Mest um vert er þó að hér verða skapaðar nútímalegar og fyrsta flokks vinnuaðstæður fyrir þingmenn og ekki síður starfsfólk Alþingis. Hér verða góðar aðstæður til að taka á móti gestum sem til Alþingis og þingnefnda koma og Alþingi verður mun betur í stakk búið til að halda ýmis konar fundi og minni ráðstefnur,“ sagði forseti Alþingis aukinheldur. Framkvæmdin væri sú stærsta á vegum Alþingis í 140 ár, að sögn Steingríms, sem vísar þar til byggingu sjálfs Alþingishússins á árunum 1880–1881. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.studio granda arkitektar Tveir fyrstu verkþættirnir, jarðvegsvinna og steinklæðingin utan á byggingunni, eru þegar umsamdir. Útboð fyrir bygginguna sjálfa verður auglýst í vor og uppsteypa hefst í haust. Sigmundur hafnar steinsteypuvæðingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti pistil á vefsíðu sinni í dag af þessu tilefni. Þar rekur Sigmundur það sem hann telur steinsteypuvæðingu miðborgarinnar, á kostnað eldri borgarmyndar. Þar að auki telur hann nýju viðbygginguna vera kalda og hráa. „Þrátt fyrir að Alþingishúsið hafi verið miðpunktur deilna um allt mögulegt í um 140 ár ber flestum saman um að andinn í húsinu sé góður. Það helgast ekki hvað síst hinni hlýlegu hönnun þess. Þannig eiga þinghús að vera, til þess fallin að lyfta andanum og auka vellíðan og bjartsýni,“ skrifar Sigmundur og bætir við: „Með þessari framkvæmd er Alþingi að kasta á glæ einstöku tækifæri til að auka við það sem gerir gamla bæinn í höfuðborg Íslands sérstakan. [...] Alþingi leggur nú sitt af mörkum við að tískuborgarvæða gamla miðbæinn og tekur þátt í þeirri eyðileggingu sem einkennt hefur skipulagsstefnu undanfarinna ára.“ Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því desember 2017 um bygginguna.
Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58