Fótbolti

Tveir Suður-Kóreumenn fengu bætur vegna leiks sem Cristiano Ronaldo lék ekki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo kom ekkert við sögu í leik Juventus og úrvalsliðs suður-kóresku deildarinnar síðasta sumar.
Ronaldo kom ekkert við sögu í leik Juventus og úrvalsliðs suður-kóresku deildarinnar síðasta sumar. vísir/getty

Tveir Suður-Kóreumenn fengu bætur vegna þess að þeir fengu ekki að sjá Cristiano Ronaldo spila í leik Juventus og stjörnuliðs suður-kóresku úrvalsdeildarinnar í Seúl síðasta sumar.

Mennirnir tveir kærðu skipuleggjanda leiksins, The Fasta Inc, og kröfðust bóta fyrir að fá ekki að sjá portúgölsku stórstjörnuna.

Þeir fengu miðana endurgreidda auk rúmlega tæplega 32.000 íslenskra króna fyrir sálarangistina sem það að fá ekki að sjá Ronaldo olli þeim.

Þeir fengu því rúmlega 39.000 íslenskra króna hvor í bætur.

Lögmaður mannnanna, Kim Min-ki, hélt því fram að The Fasta Inc hefði auglýst að leikinn með því að Ronaldo myndi spila allavega 45 mínútur. Hann sat hins vegar allan tímann á bekknum sem olli mörgum vonbrigðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×