Bóluefni við HIV sem lofaði góðu virkar ekki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 20:24 Vonir voru bundnar við að bóluefnið sem prófað var í HVTN 702 lyfjarannsókninni myndi virka. getty/Gallo Images Tilraun með mögulegt bóluefni við HIV veirunni hefur verið hætt en heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku tilkynntu að lyfið sem hafði verið þróað kæmi ekki í veg fyrir HIV smit. Meira en fimm þúsund manns höfðu tekið þátt í HVTN 702 lyfjarannsókninni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Sérfræðingar lýstu yfir gífurlegum vonbrigðum en bættu við að halda þyrfti áfram leit að lyfi sem kæmi í veg fyrir HIV sýkingu. Bóluefnin sem hafa verið í þróun innihalda ekki HIV og er því engin hætta á því að fólk smitist af veirunni. Tilraunalyfið var þróaðri útgáfa af fyrsta vísinum að HIV-bóluefni sem þróaður var og var að einhverju leiti verndandi gegn sjúkdómnum. Til eru mörg afbrigði af HIV og var því verið að þróa bóluefni sérstaklega fyrir það afbrigði sem er algengast og þekkist í Suður Afríku. Suður Afríka er það land sem hefur hæst hlutfall HIV jákvæðra einstaklinga í heiminum. Miklar vonir voru bundnar við að bóluefnið myndi virka og að hægt væri að breyta því svo að það virkaði líka gegn öðrum afbrigðum veirunnar. Hvað gerðist í lyfjatilrauninni? Sjálfboðaliðum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn fékk lyfleysu. Þá kom í ljós að 129 af þeim sem fengu bóluefnið gefið sýktust af veirunni og 123 af þeim sem fengu lyfleysuna sýktust. Anthony Fauci, læknir hjá landlæknisembættinu í Suður Afríku sagði: „HIV bóluefni er nauðsynlegt til að binda endi á heimsfaraldrinum og við vonuðum að þetta bóluefni myndi virka. Því miður gerir það það ekki.“ „Rannsóknir halda áfram og við nálgumst þetta á annan hátt til að þróa betra og öruggara HIV bóluefni sem ég trúi enn að verði að veruleika.“ Linda-Gail Bekker hjá Alþjóðasamfélagi Alnæmis sagði. „Þrátt fyrir að þetta sé stórt skref aftur á bak þurfum við að halda áfram leit að bóluefni sem virkar.“ Lyf Suður-Afríka Tengdar fréttir Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Tilraun með mögulegt bóluefni við HIV veirunni hefur verið hætt en heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku tilkynntu að lyfið sem hafði verið þróað kæmi ekki í veg fyrir HIV smit. Meira en fimm þúsund manns höfðu tekið þátt í HVTN 702 lyfjarannsókninni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Sérfræðingar lýstu yfir gífurlegum vonbrigðum en bættu við að halda þyrfti áfram leit að lyfi sem kæmi í veg fyrir HIV sýkingu. Bóluefnin sem hafa verið í þróun innihalda ekki HIV og er því engin hætta á því að fólk smitist af veirunni. Tilraunalyfið var þróaðri útgáfa af fyrsta vísinum að HIV-bóluefni sem þróaður var og var að einhverju leiti verndandi gegn sjúkdómnum. Til eru mörg afbrigði af HIV og var því verið að þróa bóluefni sérstaklega fyrir það afbrigði sem er algengast og þekkist í Suður Afríku. Suður Afríka er það land sem hefur hæst hlutfall HIV jákvæðra einstaklinga í heiminum. Miklar vonir voru bundnar við að bóluefnið myndi virka og að hægt væri að breyta því svo að það virkaði líka gegn öðrum afbrigðum veirunnar. Hvað gerðist í lyfjatilrauninni? Sjálfboðaliðum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn fékk lyfleysu. Þá kom í ljós að 129 af þeim sem fengu bóluefnið gefið sýktust af veirunni og 123 af þeim sem fengu lyfleysuna sýktust. Anthony Fauci, læknir hjá landlæknisembættinu í Suður Afríku sagði: „HIV bóluefni er nauðsynlegt til að binda endi á heimsfaraldrinum og við vonuðum að þetta bóluefni myndi virka. Því miður gerir það það ekki.“ „Rannsóknir halda áfram og við nálgumst þetta á annan hátt til að þróa betra og öruggara HIV bóluefni sem ég trúi enn að verði að veruleika.“ Linda-Gail Bekker hjá Alþjóðasamfélagi Alnæmis sagði. „Þrátt fyrir að þetta sé stórt skref aftur á bak þurfum við að halda áfram leit að bóluefni sem virkar.“
Lyf Suður-Afríka Tengdar fréttir Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17
Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30
Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15