Bóluefni við HIV sem lofaði góðu virkar ekki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 20:24 Vonir voru bundnar við að bóluefnið sem prófað var í HVTN 702 lyfjarannsókninni myndi virka. getty/Gallo Images Tilraun með mögulegt bóluefni við HIV veirunni hefur verið hætt en heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku tilkynntu að lyfið sem hafði verið þróað kæmi ekki í veg fyrir HIV smit. Meira en fimm þúsund manns höfðu tekið þátt í HVTN 702 lyfjarannsókninni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Sérfræðingar lýstu yfir gífurlegum vonbrigðum en bættu við að halda þyrfti áfram leit að lyfi sem kæmi í veg fyrir HIV sýkingu. Bóluefnin sem hafa verið í þróun innihalda ekki HIV og er því engin hætta á því að fólk smitist af veirunni. Tilraunalyfið var þróaðri útgáfa af fyrsta vísinum að HIV-bóluefni sem þróaður var og var að einhverju leiti verndandi gegn sjúkdómnum. Til eru mörg afbrigði af HIV og var því verið að þróa bóluefni sérstaklega fyrir það afbrigði sem er algengast og þekkist í Suður Afríku. Suður Afríka er það land sem hefur hæst hlutfall HIV jákvæðra einstaklinga í heiminum. Miklar vonir voru bundnar við að bóluefnið myndi virka og að hægt væri að breyta því svo að það virkaði líka gegn öðrum afbrigðum veirunnar. Hvað gerðist í lyfjatilrauninni? Sjálfboðaliðum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn fékk lyfleysu. Þá kom í ljós að 129 af þeim sem fengu bóluefnið gefið sýktust af veirunni og 123 af þeim sem fengu lyfleysuna sýktust. Anthony Fauci, læknir hjá landlæknisembættinu í Suður Afríku sagði: „HIV bóluefni er nauðsynlegt til að binda endi á heimsfaraldrinum og við vonuðum að þetta bóluefni myndi virka. Því miður gerir það það ekki.“ „Rannsóknir halda áfram og við nálgumst þetta á annan hátt til að þróa betra og öruggara HIV bóluefni sem ég trúi enn að verði að veruleika.“ Linda-Gail Bekker hjá Alþjóðasamfélagi Alnæmis sagði. „Þrátt fyrir að þetta sé stórt skref aftur á bak þurfum við að halda áfram leit að bóluefni sem virkar.“ Lyf Suður-Afríka Tengdar fréttir Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Tilraun með mögulegt bóluefni við HIV veirunni hefur verið hætt en heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku tilkynntu að lyfið sem hafði verið þróað kæmi ekki í veg fyrir HIV smit. Meira en fimm þúsund manns höfðu tekið þátt í HVTN 702 lyfjarannsókninni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Sérfræðingar lýstu yfir gífurlegum vonbrigðum en bættu við að halda þyrfti áfram leit að lyfi sem kæmi í veg fyrir HIV sýkingu. Bóluefnin sem hafa verið í þróun innihalda ekki HIV og er því engin hætta á því að fólk smitist af veirunni. Tilraunalyfið var þróaðri útgáfa af fyrsta vísinum að HIV-bóluefni sem þróaður var og var að einhverju leiti verndandi gegn sjúkdómnum. Til eru mörg afbrigði af HIV og var því verið að þróa bóluefni sérstaklega fyrir það afbrigði sem er algengast og þekkist í Suður Afríku. Suður Afríka er það land sem hefur hæst hlutfall HIV jákvæðra einstaklinga í heiminum. Miklar vonir voru bundnar við að bóluefnið myndi virka og að hægt væri að breyta því svo að það virkaði líka gegn öðrum afbrigðum veirunnar. Hvað gerðist í lyfjatilrauninni? Sjálfboðaliðum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn fékk lyfleysu. Þá kom í ljós að 129 af þeim sem fengu bóluefnið gefið sýktust af veirunni og 123 af þeim sem fengu lyfleysuna sýktust. Anthony Fauci, læknir hjá landlæknisembættinu í Suður Afríku sagði: „HIV bóluefni er nauðsynlegt til að binda endi á heimsfaraldrinum og við vonuðum að þetta bóluefni myndi virka. Því miður gerir það það ekki.“ „Rannsóknir halda áfram og við nálgumst þetta á annan hátt til að þróa betra og öruggara HIV bóluefni sem ég trúi enn að verði að veruleika.“ Linda-Gail Bekker hjá Alþjóðasamfélagi Alnæmis sagði. „Þrátt fyrir að þetta sé stórt skref aftur á bak þurfum við að halda áfram leit að bóluefni sem virkar.“
Lyf Suður-Afríka Tengdar fréttir Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17
Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30
Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15