Lækna-Tómas leggur til nýjan sjónvarpsþátt: „Allir geta skorið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 14:46 Geta allir skorið? Það er spurningin. Aðsend7Tómas Guðbjartsson „Það hefur verið erfitt að halda einbeitingunni í löngum aðgerðum undanfarið - svo svekkt er starfsfólk skurðstofu yfir að missa af Allir geta dansað. Hef því reynt að létta stemmninguna og tók nokkur dansspor við borðið í gærkvöldi - en við litlar undirtektir - enda stirður á dansgólfinu.“ Svona hefst Facebook-færsla sem Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna-Tómas, birti í gær. Þar segist hann hafa, ásamt samstarfsfólki sínu, hafa ákveðið að bjóða Stöð 2 upp á hugmynd að nýjum þáttum, sem kæmu til með að bera heitið „Allir geta skorið.“ Ekki liggur fyrir hvort Tómasi sé alvara með þessari færslu sinni en blaðamaður ætlar að leyfa sér að leiða að því líkur að færslan sé í gríni gerð. „Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju ("see one, do one and teach one"). Sigrún Ósk og Auddi myndu vitanlega stýra sjóvinu og ég er sannfærður um að ekki muni vanta þátttakendur. Dettur strax í hug pör eins og Gulla Helga & Guðrúnu Sóleyju og Heimi Karls & Rikku - sem öll álpuðust í að verða ekki skurðlæknar en vita ekkert skemmtilegra,“ skrifar Tómas. Hann segir að flóknara gæti hins vegar orðið að finna sjúklinga sem tilbúnir væru að taka þátt í framleiðslu þáttanna. Mögulega væri þá ráð að bjóða þeim sem tilbúin eru að taka þátt að fara „fram fyrir á biðlista,“ auk þess sem æskilegt væri að þeir einstaklingar væru með góða líftryggingu, eins og Tómas orðar það. „Í einum þætti væri kviðarhol, síðan brjóst og bæklun og í lokaþættinum hjarta og heili. Alltaf væri símakosning og menn gætu styrkt mismunandi deildir LSH með böns af moní. Myndi leysa næstum öll innanhússvandamál LSH á einu breytti - og spara úttektir, m.a. á danshæfileikum mínum,“ skrifar Tómas að lokum. Allir geta dansað Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
„Það hefur verið erfitt að halda einbeitingunni í löngum aðgerðum undanfarið - svo svekkt er starfsfólk skurðstofu yfir að missa af Allir geta dansað. Hef því reynt að létta stemmninguna og tók nokkur dansspor við borðið í gærkvöldi - en við litlar undirtektir - enda stirður á dansgólfinu.“ Svona hefst Facebook-færsla sem Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna-Tómas, birti í gær. Þar segist hann hafa, ásamt samstarfsfólki sínu, hafa ákveðið að bjóða Stöð 2 upp á hugmynd að nýjum þáttum, sem kæmu til með að bera heitið „Allir geta skorið.“ Ekki liggur fyrir hvort Tómasi sé alvara með þessari færslu sinni en blaðamaður ætlar að leyfa sér að leiða að því líkur að færslan sé í gríni gerð. „Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju ("see one, do one and teach one"). Sigrún Ósk og Auddi myndu vitanlega stýra sjóvinu og ég er sannfærður um að ekki muni vanta þátttakendur. Dettur strax í hug pör eins og Gulla Helga & Guðrúnu Sóleyju og Heimi Karls & Rikku - sem öll álpuðust í að verða ekki skurðlæknar en vita ekkert skemmtilegra,“ skrifar Tómas. Hann segir að flóknara gæti hins vegar orðið að finna sjúklinga sem tilbúnir væru að taka þátt í framleiðslu þáttanna. Mögulega væri þá ráð að bjóða þeim sem tilbúin eru að taka þátt að fara „fram fyrir á biðlista,“ auk þess sem æskilegt væri að þeir einstaklingar væru með góða líftryggingu, eins og Tómas orðar það. „Í einum þætti væri kviðarhol, síðan brjóst og bæklun og í lokaþættinum hjarta og heili. Alltaf væri símakosning og menn gætu styrkt mismunandi deildir LSH með böns af moní. Myndi leysa næstum öll innanhússvandamál LSH á einu breytti - og spara úttektir, m.a. á danshæfileikum mínum,“ skrifar Tómas að lokum.
Allir geta dansað Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira