Lækna-Tómas leggur til nýjan sjónvarpsþátt: „Allir geta skorið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 14:46 Geta allir skorið? Það er spurningin. Aðsend7Tómas Guðbjartsson „Það hefur verið erfitt að halda einbeitingunni í löngum aðgerðum undanfarið - svo svekkt er starfsfólk skurðstofu yfir að missa af Allir geta dansað. Hef því reynt að létta stemmninguna og tók nokkur dansspor við borðið í gærkvöldi - en við litlar undirtektir - enda stirður á dansgólfinu.“ Svona hefst Facebook-færsla sem Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna-Tómas, birti í gær. Þar segist hann hafa, ásamt samstarfsfólki sínu, hafa ákveðið að bjóða Stöð 2 upp á hugmynd að nýjum þáttum, sem kæmu til með að bera heitið „Allir geta skorið.“ Ekki liggur fyrir hvort Tómasi sé alvara með þessari færslu sinni en blaðamaður ætlar að leyfa sér að leiða að því líkur að færslan sé í gríni gerð. „Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju ("see one, do one and teach one"). Sigrún Ósk og Auddi myndu vitanlega stýra sjóvinu og ég er sannfærður um að ekki muni vanta þátttakendur. Dettur strax í hug pör eins og Gulla Helga & Guðrúnu Sóleyju og Heimi Karls & Rikku - sem öll álpuðust í að verða ekki skurðlæknar en vita ekkert skemmtilegra,“ skrifar Tómas. Hann segir að flóknara gæti hins vegar orðið að finna sjúklinga sem tilbúnir væru að taka þátt í framleiðslu þáttanna. Mögulega væri þá ráð að bjóða þeim sem tilbúin eru að taka þátt að fara „fram fyrir á biðlista,“ auk þess sem æskilegt væri að þeir einstaklingar væru með góða líftryggingu, eins og Tómas orðar það. „Í einum þætti væri kviðarhol, síðan brjóst og bæklun og í lokaþættinum hjarta og heili. Alltaf væri símakosning og menn gætu styrkt mismunandi deildir LSH með böns af moní. Myndi leysa næstum öll innanhússvandamál LSH á einu breytti - og spara úttektir, m.a. á danshæfileikum mínum,“ skrifar Tómas að lokum. Allir geta dansað Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Það hefur verið erfitt að halda einbeitingunni í löngum aðgerðum undanfarið - svo svekkt er starfsfólk skurðstofu yfir að missa af Allir geta dansað. Hef því reynt að létta stemmninguna og tók nokkur dansspor við borðið í gærkvöldi - en við litlar undirtektir - enda stirður á dansgólfinu.“ Svona hefst Facebook-færsla sem Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna-Tómas, birti í gær. Þar segist hann hafa, ásamt samstarfsfólki sínu, hafa ákveðið að bjóða Stöð 2 upp á hugmynd að nýjum þáttum, sem kæmu til með að bera heitið „Allir geta skorið.“ Ekki liggur fyrir hvort Tómasi sé alvara með þessari færslu sinni en blaðamaður ætlar að leyfa sér að leiða að því líkur að færslan sé í gríni gerð. „Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju ("see one, do one and teach one"). Sigrún Ósk og Auddi myndu vitanlega stýra sjóvinu og ég er sannfærður um að ekki muni vanta þátttakendur. Dettur strax í hug pör eins og Gulla Helga & Guðrúnu Sóleyju og Heimi Karls & Rikku - sem öll álpuðust í að verða ekki skurðlæknar en vita ekkert skemmtilegra,“ skrifar Tómas. Hann segir að flóknara gæti hins vegar orðið að finna sjúklinga sem tilbúnir væru að taka þátt í framleiðslu þáttanna. Mögulega væri þá ráð að bjóða þeim sem tilbúin eru að taka þátt að fara „fram fyrir á biðlista,“ auk þess sem æskilegt væri að þeir einstaklingar væru með góða líftryggingu, eins og Tómas orðar það. „Í einum þætti væri kviðarhol, síðan brjóst og bæklun og í lokaþættinum hjarta og heili. Alltaf væri símakosning og menn gætu styrkt mismunandi deildir LSH með böns af moní. Myndi leysa næstum öll innanhússvandamál LSH á einu breytti - og spara úttektir, m.a. á danshæfileikum mínum,“ skrifar Tómas að lokum.
Allir geta dansað Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira