Serbinn Novak Djokovic vann opna ástralska í 8. skipti í dag eftir frábæra endurkomu gegn Dominic Thiem. Er þetta annað árið í röð sem Djokovic vinnur í Ástralíu.
Djokovic mætti Austurríkismanninum Thiem í úrslitum og var ljóst að Serbinn var mun sigurstranglegri fyrir leik. Djokovic stóð undir því og vann fyrsta sett leiksins 6-4 en síðan fór að halla undan fæti. Thiem kom sterkur til baka og vann næstu tvö sett, 6-4 og 6-2. Staðan orðin svört fyrir Djokovic sem mátti ekki við því að tapa öðru setti.
Honum tókst að jafna metin með því að vinna fjórða sett dagsins 6-3 og því var fimmta og síðasta sett leiksins upp á titilinn.
Þar byrjaði Djokovic betur en mögulega sagði reynsleysi Thiem í úrslitaleikjum til sín. Á endanum vann Djokovic settið 6-4 og leikinn þar með 3-2 í settum. Hans 8. opna ástralska komið í hús en Serbinn hefur nú unnið alls 17 risamót á ferlinum.
Novak Djokovic wins his 8th #AusOpen and 17th Grand Slam title.
— ESPN (@espn) February 2, 2020
He’s just three behind Roger Federer’s all-time record of 20 pic.twitter.com/H6YWgu8I68