Alls eru 12 beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í dag. Þar má nefna Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Zlatan Ibrahimovic og Ofurskálina í NFl deildinni.
Tvær beinar útsendingar eru úr golf heiminum í dag. Það eru Saudi International, hluti af European Tour 2020 og Waste Management Phoenix Open en það er hluti af PGA Tour 2020.
Þrír leikir eru á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Cristano Ronaldo og félagar í Juventus mæta Fiorentina fyrir hádegi. Juventus er sem fyrr á toppi deildarinnar en liðið tapaði óvænt fyrir Napoli á dögunum.
Zlatan Ibrahimovic og liðsfélagar hans í AC Milan mæta Hellas Verona skömmu eftir hádegi en AC Milan hefur gengið vel það sem af er ári.
Inter Milan og Udinese eru síðasti leikur dagsins í ítalska boltanum en Inter reynir að halda í við Juventus. Þeir styrktu sig mikið í janúarglugganum og fengu heilan helling af leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni.
Á Spáni er er leikur Leganes og Real Sociedad klukkan 11:00 og Sevilla gegn Deportivo Alaves klukkan 17:30. Síðast en ekki síst er það leikur Barcelona og Levante. Börsungar þurfa nauðsynlega á sigri að halda eftir 1-0 sigur Real Madrid á nágrönnum sínum í Atletico Madrid í gær.
Hér heima eru tveir leikir. Valur og Afturelding mætast í Olís deild karla og Tindastóll fær KR í heimsókn í Dominos deild karla.
Að lokum er það Ofurskálin sjálf. Þar mætast Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers. Útsendingin hefst klukkan 22:00 og reikna má með mikilli veislu.
Allar beinu útsendingar næstu daga má finna á heimasíðu Stöðvar 2.
Beinar útsendingar dagsins
09.30 Saudi International (Stöð 2 Golf)
10:50 Leganes - Real Sociedad (Stöð 2 Sport 2)
11:25 Juventus - Fiorentina (Stöð 2 Sport)
13:50 AC Milan - Hellas Verona (Stöð 2 Sport)
14:50 Athletic Club - Getafe (Stöð 2 Sport 2)
17:05 Valur - Afturelding (Stöð 2 Sport )
17.20 Sevilla - Deportivo Alaves (Stöð 2 Sport 2)
18:00 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf)
19:00 Tindastóll - KR (Stöð 2 Sport)
19:40 Udinese - Inter Milan (Stöð 2 Sport 3)
19:55 Barcelona - Levante (Söð 2 Sport 2)
22:00 Super Bowl LIV - Kansas City Chiefs - San Francisco 49ers (Stöð 2 Sport)

