Sportpakkinn: Mercedes í sérflokki enn eina ferðina Arnar Björnsson skrifar 19. febrúar 2020 22:30 Fyrsta æfing fyrir Ástralíukappaksturinn í formúlunni var í Barcelona í dag. Þar fengu ökuþórarnir að reyna vélfákana sem nota á keppnistíðinni. Fyrsti kappaksturinn verður í Ástralíu 15. mars og keppnistíðinni lýkur í Abu Dhabi 29. nóvember, þá verður 21. umferðin. Þegar er búið að blása af kappakurinn í Kína sem fyrirhugaður var um miðjan apríl. Keppnin í ár verður sú 71. í röðinni. Núna hefur æfingadögunum verið fækkað niður í 6 og því skiptir máli að nýta þá vel. Einn þeirra sem ekki gat æft í dag var Sebastian Vettel, hann var veikur. Liðsfélagi hans hjá Ferrari Charles Leclerc náði sjöunda besta tíma á æfingunni í dag. Miðað við æfinguna í dag eru Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Valteri Bottas í sérflokki. Heimsmeistarinn Hamilton náði bestum tíma í dag, varð 0,337 sekúndum á undan félaga sínum Bottas. Mexikóinn, Sergio Perez, náði þriðja besta tímanum. Perez varð í tíunda sæti á síðustu keppnistíð þar sem hann endaði tvisvar í sjötta sæti. Hann ekur fyrir Racing Point-liðið. Max Verstappen á Red Bull náði fjórða besta tímanum á æfingunum í dag. Hann endaði í fjórða sæti á síðustu keppnistíð, varð 48 stigum á eftir Bottas í keppni um heimsmeistaratitilinn. Í næstu sætum komu Daniil Kvyat (Alpha Tauri), Carlos Sainz (McLaren) og Renault ökumennirnir Daniel Ricciardo og Esteban Ocon sem náðu sjöunda og áttunda besta tímanum í dag. Æfingar halda áfram í Barcelona til 21. febrúar. Formúla Sportpakkinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fyrsta æfing fyrir Ástralíukappaksturinn í formúlunni var í Barcelona í dag. Þar fengu ökuþórarnir að reyna vélfákana sem nota á keppnistíðinni. Fyrsti kappaksturinn verður í Ástralíu 15. mars og keppnistíðinni lýkur í Abu Dhabi 29. nóvember, þá verður 21. umferðin. Þegar er búið að blása af kappakurinn í Kína sem fyrirhugaður var um miðjan apríl. Keppnin í ár verður sú 71. í röðinni. Núna hefur æfingadögunum verið fækkað niður í 6 og því skiptir máli að nýta þá vel. Einn þeirra sem ekki gat æft í dag var Sebastian Vettel, hann var veikur. Liðsfélagi hans hjá Ferrari Charles Leclerc náði sjöunda besta tíma á æfingunni í dag. Miðað við æfinguna í dag eru Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Valteri Bottas í sérflokki. Heimsmeistarinn Hamilton náði bestum tíma í dag, varð 0,337 sekúndum á undan félaga sínum Bottas. Mexikóinn, Sergio Perez, náði þriðja besta tímanum. Perez varð í tíunda sæti á síðustu keppnistíð þar sem hann endaði tvisvar í sjötta sæti. Hann ekur fyrir Racing Point-liðið. Max Verstappen á Red Bull náði fjórða besta tímanum á æfingunum í dag. Hann endaði í fjórða sæti á síðustu keppnistíð, varð 48 stigum á eftir Bottas í keppni um heimsmeistaratitilinn. Í næstu sætum komu Daniil Kvyat (Alpha Tauri), Carlos Sainz (McLaren) og Renault ökumennirnir Daniel Ricciardo og Esteban Ocon sem náðu sjöunda og áttunda besta tímanum í dag. Æfingar halda áfram í Barcelona til 21. febrúar.
Formúla Sportpakkinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira