Klopp: Eitt af því erfiðasta sem þú gerir sem fótboltamaður er að spila við Atletico Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 12:00 Jürgen Klopp á blaðamannafundi í gær. Getty/ David S. Bustamante Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur aldrei tapað í tveggja leikja útsláttarviðureign í Evrópukeppni síðan að Jürgen Klopp tók við liðinu af Brendan Rodgers og það þótt að mótherjarnir hafi verið lið eins og Barcelona, Bayern München, Manchester City og Roma. Liverpool er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari og með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það búast því flestir að liðið slái út Atletico Madrid og komist áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Að spila á móti Atletico er eitt af því erfiðasta sem fótboltamaður gerir. Þeir eru mjög skipulögð fótboltavél sem kreistir fram úrslit,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Liverpool's #ChampionsLeague tie at Atletico Madrid "is one of the most difficult fixtures in the life of a football player", says Jurgen Klopp. Here's why https://t.co/Wt9ly5hh0i#LFC#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/NQ9V3hwjEm— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 „Ef það er til lið þar sem þú þarft að vera upp á þitt besta á öllum sviðum þá er það Atletico því þeir gefa þér alls engar gjafir inn á vellinum. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá áttu ekki möguleika,“ sagði Klopp. „Liðið lítur út eins og alvöru vél. Ef eitthvað gerist þá eru þeir mættir. Þeir pressa boltann með tveimur eða þremur leikmönnum, vinna hann og sækja hratt,“ sagði Klopp. Liverpool hefur verið á mikilli sigurgöngu heima fyrir og vann einnig heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Atletico Madrid hefur aftur á móti aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Við viljum vera annað af liðunum sem kemst í úrslitaleikinn. Við sem lið eigum möguleika á því að komast þangað. Við vorum í smá vandræðum í riðlakeppninni en komust áfram. Við höfum verið meira sannfærandi í útsláttarkeppninni síðustu ár og vonandi heldur það áfram,“ sagði Klopp. „Okkur líður samt ekki eins og meisturum. Okkur líður eins og eitt af liðunum sem eiga möguleika í ár og við viljum komast í úrslitaleikinn í Istanbul,“ sagði Klopp. Leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 og þá verður leikur Borussia Dortmund og PSG sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur aldrei tapað í tveggja leikja útsláttarviðureign í Evrópukeppni síðan að Jürgen Klopp tók við liðinu af Brendan Rodgers og það þótt að mótherjarnir hafi verið lið eins og Barcelona, Bayern München, Manchester City og Roma. Liverpool er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari og með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það búast því flestir að liðið slái út Atletico Madrid og komist áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Að spila á móti Atletico er eitt af því erfiðasta sem fótboltamaður gerir. Þeir eru mjög skipulögð fótboltavél sem kreistir fram úrslit,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Liverpool's #ChampionsLeague tie at Atletico Madrid "is one of the most difficult fixtures in the life of a football player", says Jurgen Klopp. Here's why https://t.co/Wt9ly5hh0i#LFC#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/NQ9V3hwjEm— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 „Ef það er til lið þar sem þú þarft að vera upp á þitt besta á öllum sviðum þá er það Atletico því þeir gefa þér alls engar gjafir inn á vellinum. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá áttu ekki möguleika,“ sagði Klopp. „Liðið lítur út eins og alvöru vél. Ef eitthvað gerist þá eru þeir mættir. Þeir pressa boltann með tveimur eða þremur leikmönnum, vinna hann og sækja hratt,“ sagði Klopp. Liverpool hefur verið á mikilli sigurgöngu heima fyrir og vann einnig heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Atletico Madrid hefur aftur á móti aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Við viljum vera annað af liðunum sem kemst í úrslitaleikinn. Við sem lið eigum möguleika á því að komast þangað. Við vorum í smá vandræðum í riðlakeppninni en komust áfram. Við höfum verið meira sannfærandi í útsláttarkeppninni síðustu ár og vonandi heldur það áfram,“ sagði Klopp. „Okkur líður samt ekki eins og meisturum. Okkur líður eins og eitt af liðunum sem eiga möguleika í ár og við viljum komast í úrslitaleikinn í Istanbul,“ sagði Klopp. Leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 og þá verður leikur Borussia Dortmund og PSG sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira