Dill fær Michelin-stjörnu á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 17:03 Frá hátíðinni í Þrándheimi í dag. skjáskot Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. Þetta var kunngjört á hátíðinni Michelin Nordic sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Gunnar Karl Gíslason, einn eigenda Dills og kokkur, tók við hvítum jakka úr höndum kynnanna og sagðist fullur auðmýktar. Hann þakkaði fjölda fólks fyrir árangurinn, þar á meðal eiginkonu sinni Freyju Rós Óskarsdóttur. Kynnarnir spurðu Gunnar hvernig það væri að reka veitingastað á Íslandi, í samanburði við veitingarekstur hans í Grand Central-lestarstöðinni í New York. Þar stýrir Gunnar Karl veitingastaðnum Agern sem einnig er með Michelin-stjörnu. Gunnar sagði að það væri himinn og haf á milli Dills og Agern. Áætlað er að um milljón manns fari í gegnum lestarstöðina á degi hverjum - „það er eins og þrisvar sinnum allt Ísland,“ sagði Gunnar og uppskar hlátur úr salnum fyrir vikið.Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017, þegar hann var til húsa að Hverfisgötu 12. Staðurinn missti hins vegar stjörnuna í fyrravor. Staðnum var lokað skömmu síðar en opnaði aftur að Laugavegi 59, þar sem gestir munu nú njóta Michelin-stjörnu veitinga. DILL in Reykjavík receives One Star in its new location. Original chef owner @GunnarKarlG has returned from New York and a strong sustainability ethos drives the business #MICHELINGUIDENORDIC #MICHELINSTAR20 #Michelin #Iceland pic.twitter.com/l6Dwg0Jro3— The MICHELIN Guide (@MichelinGuideUK) February 17, 2020 Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. Þetta var kunngjört á hátíðinni Michelin Nordic sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Gunnar Karl Gíslason, einn eigenda Dills og kokkur, tók við hvítum jakka úr höndum kynnanna og sagðist fullur auðmýktar. Hann þakkaði fjölda fólks fyrir árangurinn, þar á meðal eiginkonu sinni Freyju Rós Óskarsdóttur. Kynnarnir spurðu Gunnar hvernig það væri að reka veitingastað á Íslandi, í samanburði við veitingarekstur hans í Grand Central-lestarstöðinni í New York. Þar stýrir Gunnar Karl veitingastaðnum Agern sem einnig er með Michelin-stjörnu. Gunnar sagði að það væri himinn og haf á milli Dills og Agern. Áætlað er að um milljón manns fari í gegnum lestarstöðina á degi hverjum - „það er eins og þrisvar sinnum allt Ísland,“ sagði Gunnar og uppskar hlátur úr salnum fyrir vikið.Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017, þegar hann var til húsa að Hverfisgötu 12. Staðurinn missti hins vegar stjörnuna í fyrravor. Staðnum var lokað skömmu síðar en opnaði aftur að Laugavegi 59, þar sem gestir munu nú njóta Michelin-stjörnu veitinga. DILL in Reykjavík receives One Star in its new location. Original chef owner @GunnarKarlG has returned from New York and a strong sustainability ethos drives the business #MICHELINGUIDENORDIC #MICHELINSTAR20 #Michelin #Iceland pic.twitter.com/l6Dwg0Jro3— The MICHELIN Guide (@MichelinGuideUK) February 17, 2020
Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30