Eyfi leggur blessun sína yfir útgáfu Flóna: „Geysilega sáttur við þessa frumlegu útgáfu“ Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2020 13:35 Dúett í uppsiglingu? Vísir/Vilhelm/Skjáskot Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, hefur lagt blessun sína yfir umdeilt skemmtiatriði í Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi. Tónlistarmaðurinn Flóni steig á stokk og flutti nýja útgáfu af einu ástsælasta lagi þjóðarinnar, Draumur um Nínu, sem var framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1991 og flutti Eyjólfur það ásamt Stefáni Hilmarssyni. Útgáfa Flóna var verulega frábrugðin þeirri sem landsmenn þekkja. Lagið var sett í nútímalegan búning og laglínan líkari þeim popplögum sem gefin eru út í dag. Sjá einnig: Skiptar skoðanir um nýstárlegu útgáfu af Nínu í boði Flóna: „HVAÐ ERTU AÐ GERA VIÐ NÍNU?“ Netverjar sátu ekki á skoðunum sínum í gærkvöldi og voru ýmist yfir sig hrifnir eða brjálaðir yfir flutningnum. Poppkóngurinn Páll Óskar lýsti þó yfir ánægju sinni og sagði nýjan súperhittara fæddan. Laglínan væri „gersamlega geðveik“ og þótti honum breytingin þjóna textanum vel. „Þessi angurværa laglína þjónar nefnilega textanum, skilur inntak hans og dregur fram hvað textinn er í raun sorglegur. Súperhittari er fæddur.“ Geysilega sáttur við frumlega útgáfu Eftir heitar umræður um flutninginn á Twitter ákvað höfundur lagsins að stíga fram og segja sína skoðun. Margir höfðu dregið það í efa að hann yrði ánægður með útgáfuna en hann þaggaði niður í þeim röddum með stuttu tísti í dag. Vegna umræðu um flutning Flóna á “Draumur um Nínu” í gær, þá vildi ég bara segja sem höfundur lags og texta að ég er geysilega sáttur við þessa frumlegu útgáfu, vel gert— Eyfikr (@eyfikr) February 16, 2020 „Vegna umræðu um flutning Flóna á “Draumur um Nínu” í gær, þá vildi ég bara segja sem höfundur lags og texta að ég er geysilega sáttur við þessa frumlegu útgáfu, vel gert,“ skrifaði Eyfi og lét friðartákn fylgja með. Hér að neðan má sjá atriði Flóna í gærkvöldi. Eurovision Samfélagsmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um nýstárlegu útgáfu af Nínu í boði Flóna: „HVAÐ ERTU AÐ GERA VIÐ NÍNU?“ Rapparinn Flóni steig á svið í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í kvöld til þess að taka ábreiðu af Eurovision-laginu ástæla Nína. 15. febrúar 2020 21:45 #12stig: Fylgstu með söngvakeppninni á Twitter Eins og venjulega er búist við því að Eurovision-áhugafólk varpi fram skoðunum sínum á frammistöðu keppenda, kynna og jafnvel áhorfenda í tengslum við keppnina. Umræðan undir myllumerkinu #12stig verður því að öllum líkindum lífleg í kvöld eins og hún var fyrir viku síðan. 15. febrúar 2020 19:30 Daði, Iva og Nína áfram í Söngvakeppninni Gagnamagnið í flutningi Daða og Gagnamagnsins og Oculis Videre í flutningi Ivu og komust þau áfram í úrslitakeppni Söngvakeppninnar úr seinni undankeppninni fyrir Eurovision 2020. Dómnefnd sendi einnig Ekkó í flutningi Nínu áfram. 15. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, hefur lagt blessun sína yfir umdeilt skemmtiatriði í Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi. Tónlistarmaðurinn Flóni steig á stokk og flutti nýja útgáfu af einu ástsælasta lagi þjóðarinnar, Draumur um Nínu, sem var framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1991 og flutti Eyjólfur það ásamt Stefáni Hilmarssyni. Útgáfa Flóna var verulega frábrugðin þeirri sem landsmenn þekkja. Lagið var sett í nútímalegan búning og laglínan líkari þeim popplögum sem gefin eru út í dag. Sjá einnig: Skiptar skoðanir um nýstárlegu útgáfu af Nínu í boði Flóna: „HVAÐ ERTU AÐ GERA VIÐ NÍNU?“ Netverjar sátu ekki á skoðunum sínum í gærkvöldi og voru ýmist yfir sig hrifnir eða brjálaðir yfir flutningnum. Poppkóngurinn Páll Óskar lýsti þó yfir ánægju sinni og sagði nýjan súperhittara fæddan. Laglínan væri „gersamlega geðveik“ og þótti honum breytingin þjóna textanum vel. „Þessi angurværa laglína þjónar nefnilega textanum, skilur inntak hans og dregur fram hvað textinn er í raun sorglegur. Súperhittari er fæddur.“ Geysilega sáttur við frumlega útgáfu Eftir heitar umræður um flutninginn á Twitter ákvað höfundur lagsins að stíga fram og segja sína skoðun. Margir höfðu dregið það í efa að hann yrði ánægður með útgáfuna en hann þaggaði niður í þeim röddum með stuttu tísti í dag. Vegna umræðu um flutning Flóna á “Draumur um Nínu” í gær, þá vildi ég bara segja sem höfundur lags og texta að ég er geysilega sáttur við þessa frumlegu útgáfu, vel gert— Eyfikr (@eyfikr) February 16, 2020 „Vegna umræðu um flutning Flóna á “Draumur um Nínu” í gær, þá vildi ég bara segja sem höfundur lags og texta að ég er geysilega sáttur við þessa frumlegu útgáfu, vel gert,“ skrifaði Eyfi og lét friðartákn fylgja með. Hér að neðan má sjá atriði Flóna í gærkvöldi.
Eurovision Samfélagsmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um nýstárlegu útgáfu af Nínu í boði Flóna: „HVAÐ ERTU AÐ GERA VIÐ NÍNU?“ Rapparinn Flóni steig á svið í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í kvöld til þess að taka ábreiðu af Eurovision-laginu ástæla Nína. 15. febrúar 2020 21:45 #12stig: Fylgstu með söngvakeppninni á Twitter Eins og venjulega er búist við því að Eurovision-áhugafólk varpi fram skoðunum sínum á frammistöðu keppenda, kynna og jafnvel áhorfenda í tengslum við keppnina. Umræðan undir myllumerkinu #12stig verður því að öllum líkindum lífleg í kvöld eins og hún var fyrir viku síðan. 15. febrúar 2020 19:30 Daði, Iva og Nína áfram í Söngvakeppninni Gagnamagnið í flutningi Daða og Gagnamagnsins og Oculis Videre í flutningi Ivu og komust þau áfram í úrslitakeppni Söngvakeppninnar úr seinni undankeppninni fyrir Eurovision 2020. Dómnefnd sendi einnig Ekkó í flutningi Nínu áfram. 15. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Skiptar skoðanir um nýstárlegu útgáfu af Nínu í boði Flóna: „HVAÐ ERTU AÐ GERA VIÐ NÍNU?“ Rapparinn Flóni steig á svið í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í kvöld til þess að taka ábreiðu af Eurovision-laginu ástæla Nína. 15. febrúar 2020 21:45
#12stig: Fylgstu með söngvakeppninni á Twitter Eins og venjulega er búist við því að Eurovision-áhugafólk varpi fram skoðunum sínum á frammistöðu keppenda, kynna og jafnvel áhorfenda í tengslum við keppnina. Umræðan undir myllumerkinu #12stig verður því að öllum líkindum lífleg í kvöld eins og hún var fyrir viku síðan. 15. febrúar 2020 19:30
Daði, Iva og Nína áfram í Söngvakeppninni Gagnamagnið í flutningi Daða og Gagnamagnsins og Oculis Videre í flutningi Ivu og komust þau áfram í úrslitakeppni Söngvakeppninnar úr seinni undankeppninni fyrir Eurovision 2020. Dómnefnd sendi einnig Ekkó í flutningi Nínu áfram. 15. febrúar 2020 21:15
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp