Allir sem unnu að braggaverkefninu hjá borginni hættir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2020 13:19 Dagur B. Eggertsson segir að borgin hafi brugðist við þeim athugasemdum sem tvær skýrslur um braggann hafi gert. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúar minnihlutans í borginni vilja ýmist að borgarstjóri axli ábyrgð vegna nýrrar Braggaskýrslu, fá nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá borginni eða telja að um mögulegt misferli sé að ræða. Borgarstjóri segir að búið sé að bregðast við þeim athugasemdum sem komi fram í skýrslunni. Þeir sem hafi unnið að verkinu séu allir hættir. Alvarlegar brotalamir á skjalavistun hjá borginni Skýrsla Borgarskjalasafns á skjalavörslu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar eða SEA í tengslum við framkvæmdir í Nauthólsvík var lögð fyrir borgarráð í vikunni. Niðurstaða skýrslunnar er samhljóða skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann sem kom út í desember 2018 um að lög um skjalavörslu vegna framkvæmdanna hafi verið brotin. Upphaflega hófst rannsókn á framkvæmdinni vegna þess að hún fór um 160 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Niðurstaða skýrslu Borgarskjalasafns sem hóf frumkvæðisathugun vegna málsins er að skjalavarsla og skjalastjórn SEA hafi ekki samræmst lögum og reglum um opinber skjalasöfn. Í ákveðnum tilvikum hafi skjöl verið vistuð löngu eftir að þau voru mynduð, þannig hafi fjöldi skjala verið vistaður eftir að Borgarskjalasafn hóf athugun sína. Þá hafi skjöl verið ítrekað vistuð þannig að þau voru ekki aðgengileg í samræmi við kröfur laga. Loks hafi skjalavistunaráætlun SEA ekki uppfyllt skilyrði reglna um slík gögn. Minnihlutinn gerir margar athugasemdir Minnihlutinn í borginni gerði alvarlegar athugasemdir vegna málsins á borgarráðsfundi í vikunni. Þannig kom í bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins að borgarstjóri verði að axla ábyrgð sem framkvæmdastjóri borgarinnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að skýrslan gæfi fullt tilefni til að borgarráð fái nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá Reykjavíkurborg og Borgarskjalavörður kynni skýrsluna fyrir ráðinu. Áheyrnafulltrúi Flokks fólksins bókaði að enn lægi í loftinu að þarna hefði verið um mögulegt misferli að ræða. Meirihlutinn sagði um skýrsluna að hún væri samhljóma skýrslu innri endurskoðanda. Búið væri að bregðast við niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar. Borgarstjóri segir búið að bregðast við skýrslunum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil vinna hafi farið fram innan borgarinnar til að bregðast við niðurstöðum skýrslanna. „Niðurstaða skýrslunnar nú er efnislega sú sama og hjá Innri endurskoðun borgarinnar. Skýrslan er ítarlegri um skjalamálin. Þetta er í takti við aðra eftirfylgni. Allt stjórnkerfið er búið að bregðast við ábendingum innri endurskoðunnar varðandi braggamálið og skýrslu Borgarskjalasafns líka. Þannig að þetta er hluti af því umbótaferli,“ segir Dagur. Hann segir einfaldar skýringar á því að skjöl hafi verið sett inn í kerfið eftir að rannsókn Borgarskjalasafns hófst. „Það er vegna þess að Innri endurskoðun benti á það fyrir rúmu ári að það þyrfti að skjala öll skjöl og það verk hófst strax eftir að niðurstaða Innri endurskoðunar lá fyrir í desember 2018,“ segir Dagur. Segir Vigdísi alltaf að segja sér að hætta Dagur segir bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins frá borgarráðsfundi í vikunni, um að borgarstjóri þurfi að axla ábyrgð á málinu, ekki svara verð. „Vigdís Hauksdóttir hefur viðhaft svona orð af stóru og smáu tilefni þetta kjörtímabil. Þannig að ef ég myndi fara að hennar ráðum væri ég alltaf að íhuga þetta“ segir Dagur. Hann segir að allir þeir sem hafi unnið að málinu séu hættir hjá borginni. „Það er búið að gera algjöra uppstokkun í stjórnkerfinu. Þeir sem héldu utan um verkefnið eru ekki að störfum ennþá hjá borginni. Við erum búin að fara í á fjórða tug umfangsmikilla verkefna til að svona endurtaki sig ekki,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort að hann telji tilefni til að rannsaka málið frekar segir Dagur: „Það er auðvitað búið að rannsaka þetta mjög mikið. Nú kemur þessi skýrsla með sömu niðurstöðu og fyrri skýrsla um málið. Ég held að málið sé að fullu leiti upplýst. Ef það eru einhver sjónarmið um að rannsaka það frekar þá hlustum við á það eins og annað sem hefur komið fram í þessu máli,“ segir Dagur. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Borgarfulltrúar minnihlutans í borginni vilja ýmist að borgarstjóri axli ábyrgð vegna nýrrar Braggaskýrslu, fá nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá borginni eða telja að um mögulegt misferli sé að ræða. Borgarstjóri segir að búið sé að bregðast við þeim athugasemdum sem komi fram í skýrslunni. Þeir sem hafi unnið að verkinu séu allir hættir. Alvarlegar brotalamir á skjalavistun hjá borginni Skýrsla Borgarskjalasafns á skjalavörslu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar eða SEA í tengslum við framkvæmdir í Nauthólsvík var lögð fyrir borgarráð í vikunni. Niðurstaða skýrslunnar er samhljóða skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann sem kom út í desember 2018 um að lög um skjalavörslu vegna framkvæmdanna hafi verið brotin. Upphaflega hófst rannsókn á framkvæmdinni vegna þess að hún fór um 160 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Niðurstaða skýrslu Borgarskjalasafns sem hóf frumkvæðisathugun vegna málsins er að skjalavarsla og skjalastjórn SEA hafi ekki samræmst lögum og reglum um opinber skjalasöfn. Í ákveðnum tilvikum hafi skjöl verið vistuð löngu eftir að þau voru mynduð, þannig hafi fjöldi skjala verið vistaður eftir að Borgarskjalasafn hóf athugun sína. Þá hafi skjöl verið ítrekað vistuð þannig að þau voru ekki aðgengileg í samræmi við kröfur laga. Loks hafi skjalavistunaráætlun SEA ekki uppfyllt skilyrði reglna um slík gögn. Minnihlutinn gerir margar athugasemdir Minnihlutinn í borginni gerði alvarlegar athugasemdir vegna málsins á borgarráðsfundi í vikunni. Þannig kom í bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins að borgarstjóri verði að axla ábyrgð sem framkvæmdastjóri borgarinnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að skýrslan gæfi fullt tilefni til að borgarráð fái nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá Reykjavíkurborg og Borgarskjalavörður kynni skýrsluna fyrir ráðinu. Áheyrnafulltrúi Flokks fólksins bókaði að enn lægi í loftinu að þarna hefði verið um mögulegt misferli að ræða. Meirihlutinn sagði um skýrsluna að hún væri samhljóma skýrslu innri endurskoðanda. Búið væri að bregðast við niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar. Borgarstjóri segir búið að bregðast við skýrslunum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil vinna hafi farið fram innan borgarinnar til að bregðast við niðurstöðum skýrslanna. „Niðurstaða skýrslunnar nú er efnislega sú sama og hjá Innri endurskoðun borgarinnar. Skýrslan er ítarlegri um skjalamálin. Þetta er í takti við aðra eftirfylgni. Allt stjórnkerfið er búið að bregðast við ábendingum innri endurskoðunnar varðandi braggamálið og skýrslu Borgarskjalasafns líka. Þannig að þetta er hluti af því umbótaferli,“ segir Dagur. Hann segir einfaldar skýringar á því að skjöl hafi verið sett inn í kerfið eftir að rannsókn Borgarskjalasafns hófst. „Það er vegna þess að Innri endurskoðun benti á það fyrir rúmu ári að það þyrfti að skjala öll skjöl og það verk hófst strax eftir að niðurstaða Innri endurskoðunar lá fyrir í desember 2018,“ segir Dagur. Segir Vigdísi alltaf að segja sér að hætta Dagur segir bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins frá borgarráðsfundi í vikunni, um að borgarstjóri þurfi að axla ábyrgð á málinu, ekki svara verð. „Vigdís Hauksdóttir hefur viðhaft svona orð af stóru og smáu tilefni þetta kjörtímabil. Þannig að ef ég myndi fara að hennar ráðum væri ég alltaf að íhuga þetta“ segir Dagur. Hann segir að allir þeir sem hafi unnið að málinu séu hættir hjá borginni. „Það er búið að gera algjöra uppstokkun í stjórnkerfinu. Þeir sem héldu utan um verkefnið eru ekki að störfum ennþá hjá borginni. Við erum búin að fara í á fjórða tug umfangsmikilla verkefna til að svona endurtaki sig ekki,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort að hann telji tilefni til að rannsaka málið frekar segir Dagur: „Það er auðvitað búið að rannsaka þetta mjög mikið. Nú kemur þessi skýrsla með sömu niðurstöðu og fyrri skýrsla um málið. Ég held að málið sé að fullu leiti upplýst. Ef það eru einhver sjónarmið um að rannsaka það frekar þá hlustum við á það eins og annað sem hefur komið fram í þessu máli,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira