Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 10:30 Staðan gæti alveg verið betri hjá Manchester City. vísir/epa Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. Refsinguna fengu Englandsmeistararnir fyrir brot á reglum um fjárhagslegta háttvísi, en sannað þykir að félagið hafi falsað upplýsingar um styrktarsamninga til að fegra bókhaldið. Forráðamenn City eru vonsviknir yfir ákvörðun UEFA, þó hún komi þeim ekki á óvart, og ætla að áfrýja niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. En hvernig verður framhald þessa máls? Spænska blaðið AS veltir upp sex lykilspurningum:Gæti CAS snúið dómnum við? Reiknað er með því að CAS kveði upp sinn úrskurð í sumar. Ef það næst ekki áður en næsta leiktíð hefst í Meistaradeildinni gæti City sóst eftir seinkun refsingar og þannig hugsanlega tekið þátt í keppninni á næstu leiktíð. Ef dómur CAS yrði City í óhag gæti félagið leitað til almennra dómstóla eins og svissneska félagið Sion gerði eftir að hafa verið meinuð þátttaka í Evrópudeildinni árið 2011. AS bendir á að áfrýjun AC Milan til CAS hafi skilað árangri á sínum tíma, þegar félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum. Milan gerði reyndar síðar samkomulag við UEFA um að fara í eins árs bann þegar UEFA hugðist fara af stað með nýtt mál gegn félaginu.Hvaða áhrif hefur dómurinn á ensku úrvalsdeildina? Hið virta enska blað The Independent segist hafa heimildir fyrir því að miklar líkur séu á að City verði refsað í Englandi með því að stig verði tekin af liðinu. Ekki þykir líklegt að liðinu verði vísað úr úrvalsdeildinni og stigin sem tekin verða af liðinu verða ekki svo mörg að liðið falli. Hvort sem að stig verða tekin af City eða ekki þá er ljóst að lið eins og Sheffield United, Manchester United, Everton og Tottenham eiga nú allt í einu aukna möguleika á Meistaradeildarsæti. Ef bannið gegn City heldur, en liðið verður samt í hópi fjögurra efstu í úrvalsdeildinni, þá fær liðið í 5. sæti þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.Hvað ef City vinnur Meistaradeildina? Manchester City er komið í 16-liða úrslit keppninnar í vetur og gæti mögulega unnið hana í fyrsta sinn. Ef svo fer, og bannið heldur, þá virðist sem svo að silfurlið keppninnar færi á HM félagsliða á næstu leiktíð, og myndi spila við sigurlið Evrópudeildarinnar um Ofurbikar UEFA.Má City kaupa leikmenn á meðan á banninu stendur? Já. Refsingin tengist ekki þeim refsingum sem Chelsea, Barcelona og Real Madrid hafa fengið fyrir brot á reglum um kaup á ungum leikmönnum.Hvaða áhrif hefur bannið á tekjur City? Mikil. Á þessari leiktíð er talið að félagið fái á bilinu 80-110 milljónir evra fyrir þátttöku sína í Meistaradeildinni. Þar að auki myndi það eflaust hafa mikil áhrif á styrktarsamninga og annað ef félagið yrði ekki með í keppninni.Munu stjörnuleikmenn og þjálfarinn segja bless? Það gæti reynst City erfitt að halda mönnum þegar liðið fær ekki að spila á stærsta sviðinu. Níu leikmenn úr hópnum nú eru með samning sem rennur út árið 2022 eða fyrr. Þar á meðal eru Fernandinho og Sergio Agüero sem eru með samning til 2021. Stjörnur á borð við Raheem Sterling, Kevin de Bruyne og Bernardo Silva, sem og þjálfarinn Pep Guardiola, gætu hæglega horfið á brott. Hafa ber í huga að City gæti neyðst til að selja leikmenn og lækka launakostnað duglega til að bregðast við dómnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. Refsinguna fengu Englandsmeistararnir fyrir brot á reglum um fjárhagslegta háttvísi, en sannað þykir að félagið hafi falsað upplýsingar um styrktarsamninga til að fegra bókhaldið. Forráðamenn City eru vonsviknir yfir ákvörðun UEFA, þó hún komi þeim ekki á óvart, og ætla að áfrýja niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. En hvernig verður framhald þessa máls? Spænska blaðið AS veltir upp sex lykilspurningum:Gæti CAS snúið dómnum við? Reiknað er með því að CAS kveði upp sinn úrskurð í sumar. Ef það næst ekki áður en næsta leiktíð hefst í Meistaradeildinni gæti City sóst eftir seinkun refsingar og þannig hugsanlega tekið þátt í keppninni á næstu leiktíð. Ef dómur CAS yrði City í óhag gæti félagið leitað til almennra dómstóla eins og svissneska félagið Sion gerði eftir að hafa verið meinuð þátttaka í Evrópudeildinni árið 2011. AS bendir á að áfrýjun AC Milan til CAS hafi skilað árangri á sínum tíma, þegar félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum. Milan gerði reyndar síðar samkomulag við UEFA um að fara í eins árs bann þegar UEFA hugðist fara af stað með nýtt mál gegn félaginu.Hvaða áhrif hefur dómurinn á ensku úrvalsdeildina? Hið virta enska blað The Independent segist hafa heimildir fyrir því að miklar líkur séu á að City verði refsað í Englandi með því að stig verði tekin af liðinu. Ekki þykir líklegt að liðinu verði vísað úr úrvalsdeildinni og stigin sem tekin verða af liðinu verða ekki svo mörg að liðið falli. Hvort sem að stig verða tekin af City eða ekki þá er ljóst að lið eins og Sheffield United, Manchester United, Everton og Tottenham eiga nú allt í einu aukna möguleika á Meistaradeildarsæti. Ef bannið gegn City heldur, en liðið verður samt í hópi fjögurra efstu í úrvalsdeildinni, þá fær liðið í 5. sæti þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.Hvað ef City vinnur Meistaradeildina? Manchester City er komið í 16-liða úrslit keppninnar í vetur og gæti mögulega unnið hana í fyrsta sinn. Ef svo fer, og bannið heldur, þá virðist sem svo að silfurlið keppninnar færi á HM félagsliða á næstu leiktíð, og myndi spila við sigurlið Evrópudeildarinnar um Ofurbikar UEFA.Má City kaupa leikmenn á meðan á banninu stendur? Já. Refsingin tengist ekki þeim refsingum sem Chelsea, Barcelona og Real Madrid hafa fengið fyrir brot á reglum um kaup á ungum leikmönnum.Hvaða áhrif hefur bannið á tekjur City? Mikil. Á þessari leiktíð er talið að félagið fái á bilinu 80-110 milljónir evra fyrir þátttöku sína í Meistaradeildinni. Þar að auki myndi það eflaust hafa mikil áhrif á styrktarsamninga og annað ef félagið yrði ekki með í keppninni.Munu stjörnuleikmenn og þjálfarinn segja bless? Það gæti reynst City erfitt að halda mönnum þegar liðið fær ekki að spila á stærsta sviðinu. Níu leikmenn úr hópnum nú eru með samning sem rennur út árið 2022 eða fyrr. Þar á meðal eru Fernandinho og Sergio Agüero sem eru með samning til 2021. Stjörnur á borð við Raheem Sterling, Kevin de Bruyne og Bernardo Silva, sem og þjálfarinn Pep Guardiola, gætu hæglega horfið á brott. Hafa ber í huga að City gæti neyðst til að selja leikmenn og lækka launakostnað duglega til að bregðast við dómnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira