Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 07:45 Sjór gekk á land í Garði í gær. Jóhann Issi Hallgrímsson Auknar líkur eru á sjávarflóðum um landið sunnan- og austanvert í dag vegna lágs loftþrýstings og mikils áhlaðanda og brims. Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Suðurland, Vestfirði og Suðausturland vegna austlægs hvassviðris eða storms í kringum hádegið. Útlit er fyrir áframhaldandi vonskuveður víða um landið í dag í kjölfar krapprar lægðar sem olli usla í gær. Spáð er vaxandi austan- og norðaustan átt með 13-20 metrum á sekúndu en hvassara veðri um tíma norðvestantil og syðst á landinu. Víða verður snjókoma, slydda eða rigning með köflum. Úrkomulítið verður þó suðvestanlands. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan 11:00. Varað er við austan hvassviðri eða stormi með 15-25 metrum á sekúndu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll. Einkum gæti orðið hvasst undir Eyjafjöllum og varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá er talið að eldingar geti fylgt veðrinu og mikið brim við ströndina. Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11:30. Þar er einnig spáð hvassviðri eða stormi með 18-25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu í fyrstu en síðan hægari vindi austast. Varað er við snörpum hviðum undir við fjöll, einkum í Mýrdal og í Öræfum. Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 13:00 í dag. Þar er varað við hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 15-25 metrum á sekúndu, hvössustu á fjallvegum. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Í athugasemd veðurfræðings Veðurstofu Íslands frá því í morgun var varað sérstaklega við hættunni á sjávarflóðum. Sjór gekk sums staðar á land í óveðrinu í gær og olli meðal annars skemmdum á íbúðarhúsum í Garði og á golfvellinum í Grindavík. Draga á úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Á sunnudag er áfram spáð austlægri átt, víða 5-13 metrum á sekúndu í fyrramálið með dálitlum éljum með suðausturströndinni og á Vestfjörðum. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Auknar líkur eru á sjávarflóðum um landið sunnan- og austanvert í dag vegna lágs loftþrýstings og mikils áhlaðanda og brims. Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Suðurland, Vestfirði og Suðausturland vegna austlægs hvassviðris eða storms í kringum hádegið. Útlit er fyrir áframhaldandi vonskuveður víða um landið í dag í kjölfar krapprar lægðar sem olli usla í gær. Spáð er vaxandi austan- og norðaustan átt með 13-20 metrum á sekúndu en hvassara veðri um tíma norðvestantil og syðst á landinu. Víða verður snjókoma, slydda eða rigning með köflum. Úrkomulítið verður þó suðvestanlands. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan 11:00. Varað er við austan hvassviðri eða stormi með 15-25 metrum á sekúndu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll. Einkum gæti orðið hvasst undir Eyjafjöllum og varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá er talið að eldingar geti fylgt veðrinu og mikið brim við ströndina. Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11:30. Þar er einnig spáð hvassviðri eða stormi með 18-25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu í fyrstu en síðan hægari vindi austast. Varað er við snörpum hviðum undir við fjöll, einkum í Mýrdal og í Öræfum. Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 13:00 í dag. Þar er varað við hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 15-25 metrum á sekúndu, hvössustu á fjallvegum. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Í athugasemd veðurfræðings Veðurstofu Íslands frá því í morgun var varað sérstaklega við hættunni á sjávarflóðum. Sjór gekk sums staðar á land í óveðrinu í gær og olli meðal annars skemmdum á íbúðarhúsum í Garði og á golfvellinum í Grindavík. Draga á úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Á sunnudag er áfram spáð austlægri átt, víða 5-13 metrum á sekúndu í fyrramálið með dálitlum éljum með suðausturströndinni og á Vestfjörðum.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira