Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 07:45 Sjór gekk á land í Garði í gær. Jóhann Issi Hallgrímsson Auknar líkur eru á sjávarflóðum um landið sunnan- og austanvert í dag vegna lágs loftþrýstings og mikils áhlaðanda og brims. Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Suðurland, Vestfirði og Suðausturland vegna austlægs hvassviðris eða storms í kringum hádegið. Útlit er fyrir áframhaldandi vonskuveður víða um landið í dag í kjölfar krapprar lægðar sem olli usla í gær. Spáð er vaxandi austan- og norðaustan átt með 13-20 metrum á sekúndu en hvassara veðri um tíma norðvestantil og syðst á landinu. Víða verður snjókoma, slydda eða rigning með köflum. Úrkomulítið verður þó suðvestanlands. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan 11:00. Varað er við austan hvassviðri eða stormi með 15-25 metrum á sekúndu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll. Einkum gæti orðið hvasst undir Eyjafjöllum og varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá er talið að eldingar geti fylgt veðrinu og mikið brim við ströndina. Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11:30. Þar er einnig spáð hvassviðri eða stormi með 18-25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu í fyrstu en síðan hægari vindi austast. Varað er við snörpum hviðum undir við fjöll, einkum í Mýrdal og í Öræfum. Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 13:00 í dag. Þar er varað við hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 15-25 metrum á sekúndu, hvössustu á fjallvegum. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Í athugasemd veðurfræðings Veðurstofu Íslands frá því í morgun var varað sérstaklega við hættunni á sjávarflóðum. Sjór gekk sums staðar á land í óveðrinu í gær og olli meðal annars skemmdum á íbúðarhúsum í Garði og á golfvellinum í Grindavík. Draga á úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Á sunnudag er áfram spáð austlægri átt, víða 5-13 metrum á sekúndu í fyrramálið með dálitlum éljum með suðausturströndinni og á Vestfjörðum. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Auknar líkur eru á sjávarflóðum um landið sunnan- og austanvert í dag vegna lágs loftþrýstings og mikils áhlaðanda og brims. Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Suðurland, Vestfirði og Suðausturland vegna austlægs hvassviðris eða storms í kringum hádegið. Útlit er fyrir áframhaldandi vonskuveður víða um landið í dag í kjölfar krapprar lægðar sem olli usla í gær. Spáð er vaxandi austan- og norðaustan átt með 13-20 metrum á sekúndu en hvassara veðri um tíma norðvestantil og syðst á landinu. Víða verður snjókoma, slydda eða rigning með köflum. Úrkomulítið verður þó suðvestanlands. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan 11:00. Varað er við austan hvassviðri eða stormi með 15-25 metrum á sekúndu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll. Einkum gæti orðið hvasst undir Eyjafjöllum og varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá er talið að eldingar geti fylgt veðrinu og mikið brim við ströndina. Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11:30. Þar er einnig spáð hvassviðri eða stormi með 18-25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu í fyrstu en síðan hægari vindi austast. Varað er við snörpum hviðum undir við fjöll, einkum í Mýrdal og í Öræfum. Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 13:00 í dag. Þar er varað við hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 15-25 metrum á sekúndu, hvössustu á fjallvegum. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Í athugasemd veðurfræðings Veðurstofu Íslands frá því í morgun var varað sérstaklega við hættunni á sjávarflóðum. Sjór gekk sums staðar á land í óveðrinu í gær og olli meðal annars skemmdum á íbúðarhúsum í Garði og á golfvellinum í Grindavík. Draga á úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Á sunnudag er áfram spáð austlægri átt, víða 5-13 metrum á sekúndu í fyrramálið með dálitlum éljum með suðausturströndinni og á Vestfjörðum.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum