Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 19:22 Flökt hefur verið á rafmagnskerfi Landsnets nú í kvöld. Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. Enn er unnið að því að koma fullum straumi á að nýju. Þá varð einnig straumlaust í kísilveri Elkem á Grundartanga. Flökt hefur verið á rafmagnskerfi Landsnets nú í kvöld. Sólveig Kr. Bergmann upplýsingafulltrúi Norðuráls segir í samtali við Vísi að Norðurál, ásamt Landsneti, reyni nú að koma rafmagni aftur í fyrra horf. Það hafði ekki tekist enn um klukkan sjö. Sólveig segir að rafmagn hafi aðeins verið úti í skamman tíma og því sé tjón óverulegt. Ef straumlaust hefði verið í langan tíma hefði tjón hins vegar getað hlaupið á milljörðum. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að högg hafi komið á kerfið, líklegast vegna seltu, í tengivirki á Brennimel. Þessi vandræði hafi orðið þess valdandi að straumlaust varð hjá Elkem og Norðuráli. Verið er að vinna í að koma kerfinu upp aftur og skoða hvort þurfi að skola tengivirkið. Rafmagnstruflanir hafa verið víða á landinu í dag vegna óveðursins sem gekk yfir. Selta í tengivirki Landsnets í Breiðadal varð til þess að Ísafjarðarlína 1 datt út um klukkan 17:30. Varaafl er komið í gang á Flateyri en straumleysis mun gæta í sveitinni í Önundarfirði og hluta Eyrarinnar. Uppfært klukkan 21:05: Í færslu á Facebook-síðu Landsnets segir að Norðurál og Elkem séu að keyra aftur upp rekstur eftir seltuhreinsun. Slökkvilið Akraness fór að tengivirkinu á Klafastöðum til að skola af því salt. Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Veður Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. Enn er unnið að því að koma fullum straumi á að nýju. Þá varð einnig straumlaust í kísilveri Elkem á Grundartanga. Flökt hefur verið á rafmagnskerfi Landsnets nú í kvöld. Sólveig Kr. Bergmann upplýsingafulltrúi Norðuráls segir í samtali við Vísi að Norðurál, ásamt Landsneti, reyni nú að koma rafmagni aftur í fyrra horf. Það hafði ekki tekist enn um klukkan sjö. Sólveig segir að rafmagn hafi aðeins verið úti í skamman tíma og því sé tjón óverulegt. Ef straumlaust hefði verið í langan tíma hefði tjón hins vegar getað hlaupið á milljörðum. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að högg hafi komið á kerfið, líklegast vegna seltu, í tengivirki á Brennimel. Þessi vandræði hafi orðið þess valdandi að straumlaust varð hjá Elkem og Norðuráli. Verið er að vinna í að koma kerfinu upp aftur og skoða hvort þurfi að skola tengivirkið. Rafmagnstruflanir hafa verið víða á landinu í dag vegna óveðursins sem gekk yfir. Selta í tengivirki Landsnets í Breiðadal varð til þess að Ísafjarðarlína 1 datt út um klukkan 17:30. Varaafl er komið í gang á Flateyri en straumleysis mun gæta í sveitinni í Önundarfirði og hluta Eyrarinnar. Uppfært klukkan 21:05: Í færslu á Facebook-síðu Landsnets segir að Norðurál og Elkem séu að keyra aftur upp rekstur eftir seltuhreinsun. Slökkvilið Akraness fór að tengivirkinu á Klafastöðum til að skola af því salt.
Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Veður Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira