Stefnir í eldingar á Suðausturlandi og aðra lægð á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2020 07:45 Veðrið mun svo ganga niður eftir hádegi og á miðnætti rennur síðasta gula viðvörunin út. Vísir/Haukurinn Fjöldi eldinga hafa mæst handan veðurskilanna suður af landinu og eru líkur á að þeirra verði vart á Suðausturlandi þegar skilin ganga þar yfir. Víða er nú rok eða „ofsaveður og fárviðri“ á nokkrum stöðum. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands segir að veðrið haldið áfram að versna og nái bráðlega hámarki sunnantil á landinu. Með morgninum haldi svo áfram að hvessa nyrðra. Veðrið mun svo ganga niður eftir hádegi og á miðnætti rennur síðasta gula viðvörunin út. Það stefnir þó í aðra lægð á morgun en henni mun væntanlega ekki fylgja jafn sterkur vindur. „Á morgun nálgast svo næsta lægð, hún er raunar enn dýpri en lægð dagsins í dag. Lægðin í dag ýtir hinsvegar hæðinni yfir Grænlandi lengra til norðurs og veður þrýstibrattinn yfir landinu, og þar með vindstyrkur, ekki jafnmikill og í dag. Reiknað er með að gefa út viðvaranir vegna lægðarinnar á morgun síðdegis í dag, þegar að núverandi veður byrjar að ganga niður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Hér að neðan má sjá mynd frá klukkan átta sem sýnir eldingar sem hafa greinst á svæðinu síðustu vikuna. Rauðu punktarnir eru eldingar sem hafa mælst í dag. Veðurstofa Íslands Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Veðurfræðingur ekki séð aðra eins spá í langan tíma Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hættu á því að allt fari á hvolf í Vestmannaeyjum gangi spár eftir. 14. febrúar 2020 05:45 Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Best að reikna með því versta "Það er þá bara bónus ef það verður aðeins minna,“ segir Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 14. febrúar 2020 06:40 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Fjöldi eldinga hafa mæst handan veðurskilanna suður af landinu og eru líkur á að þeirra verði vart á Suðausturlandi þegar skilin ganga þar yfir. Víða er nú rok eða „ofsaveður og fárviðri“ á nokkrum stöðum. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands segir að veðrið haldið áfram að versna og nái bráðlega hámarki sunnantil á landinu. Með morgninum haldi svo áfram að hvessa nyrðra. Veðrið mun svo ganga niður eftir hádegi og á miðnætti rennur síðasta gula viðvörunin út. Það stefnir þó í aðra lægð á morgun en henni mun væntanlega ekki fylgja jafn sterkur vindur. „Á morgun nálgast svo næsta lægð, hún er raunar enn dýpri en lægð dagsins í dag. Lægðin í dag ýtir hinsvegar hæðinni yfir Grænlandi lengra til norðurs og veður þrýstibrattinn yfir landinu, og þar með vindstyrkur, ekki jafnmikill og í dag. Reiknað er með að gefa út viðvaranir vegna lægðarinnar á morgun síðdegis í dag, þegar að núverandi veður byrjar að ganga niður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Hér að neðan má sjá mynd frá klukkan átta sem sýnir eldingar sem hafa greinst á svæðinu síðustu vikuna. Rauðu punktarnir eru eldingar sem hafa mælst í dag. Veðurstofa Íslands
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Veðurfræðingur ekki séð aðra eins spá í langan tíma Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hættu á því að allt fari á hvolf í Vestmannaeyjum gangi spár eftir. 14. febrúar 2020 05:45 Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Best að reikna með því versta "Það er þá bara bónus ef það verður aðeins minna,“ segir Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 14. febrúar 2020 06:40 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Veðurfræðingur ekki séð aðra eins spá í langan tíma Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hættu á því að allt fari á hvolf í Vestmannaeyjum gangi spár eftir. 14. febrúar 2020 05:45
Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Best að reikna með því versta "Það er þá bara bónus ef það verður aðeins minna,“ segir Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 14. febrúar 2020 06:40
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56