Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2020 21:15 Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK, við löndun í Grindavíkurhöfn í morgun. Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. Púlsinn var tekinn á Suðurnesjamönnum við upphaf vetrarvertíðar í fréttum Stöðvar 2. Þeir eru fjórir í áhöfn línubátsins Vésteins GK, sem Einhamar í Grindavík gerir út, sem komu að landi í morgun með sextíu kör, stútfull af fiski. Aflann höfðu þeir fengið á sandbotni við Vestmannaeyjar, en þar komu þeir við í fyrrinótt á leið sinni frá Austfjörðum. Skipstjórinn, Kristján Ásgeirsson, segir þá gera út frá Stöðvarfirði megnið af árinu en þeir flytji sig vestur til Grindavíkur yfir vertíðina. Þeir hafi svo komið við á leiðinni í Vestmannaeyjum til að taka olíu, en línuna lögðu þeir út við Eyjar. „Fengum alveg rótarafla. Kjaftfylltum bátinn. Þetta eru eitthvað rúm tuttugu tonn,“ segir Kristján. Þorskur var í 47 körum af 60 í afla Vésteins GK.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Trukkurinn á bryggjunni var í sinni þriðju ferð að flytja aflann, og ekki allt komið enn, en afli þessa þrjátíu tonna báts var á leið í vinnslu Einhamars og síðan áfram í flug til útlanda. „Það er að fyllast allt af þorski hérna.“ -Þannig að núna er vetrarvertíðin að hefjast? „Já, maður hefur heyrt bara, - að það er rótarafli í Sandgerði og Faxaflóanum og alveg austur fyrir Eyjar. Þannig að það er þorskur út um allt.“ -Þannig að það er gaman að lifa núna? „Já. Það er gaman. Og líka fyrir austan. Það er mokveiði fyrir austan líka. Það er bara nóg til af þorski í sjónum,“ segir Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Grindavík Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. Púlsinn var tekinn á Suðurnesjamönnum við upphaf vetrarvertíðar í fréttum Stöðvar 2. Þeir eru fjórir í áhöfn línubátsins Vésteins GK, sem Einhamar í Grindavík gerir út, sem komu að landi í morgun með sextíu kör, stútfull af fiski. Aflann höfðu þeir fengið á sandbotni við Vestmannaeyjar, en þar komu þeir við í fyrrinótt á leið sinni frá Austfjörðum. Skipstjórinn, Kristján Ásgeirsson, segir þá gera út frá Stöðvarfirði megnið af árinu en þeir flytji sig vestur til Grindavíkur yfir vertíðina. Þeir hafi svo komið við á leiðinni í Vestmannaeyjum til að taka olíu, en línuna lögðu þeir út við Eyjar. „Fengum alveg rótarafla. Kjaftfylltum bátinn. Þetta eru eitthvað rúm tuttugu tonn,“ segir Kristján. Þorskur var í 47 körum af 60 í afla Vésteins GK.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Trukkurinn á bryggjunni var í sinni þriðju ferð að flytja aflann, og ekki allt komið enn, en afli þessa þrjátíu tonna báts var á leið í vinnslu Einhamars og síðan áfram í flug til útlanda. „Það er að fyllast allt af þorski hérna.“ -Þannig að núna er vetrarvertíðin að hefjast? „Já, maður hefur heyrt bara, - að það er rótarafli í Sandgerði og Faxaflóanum og alveg austur fyrir Eyjar. Þannig að það er þorskur út um allt.“ -Þannig að það er gaman að lifa núna? „Já. Það er gaman. Og líka fyrir austan. Það er mokveiði fyrir austan líka. Það er bara nóg til af þorski í sjónum,“ segir Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Grindavík Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira