Segir að þó Ísland yrði gert að sænskri hippakommúnu væri það ekkert á móti lokun álvera á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 16:36 Sigmundur Davíð telur málflutning yfirlýstra umhverfissinna barnalegan. „Þótt allar öfgakenndustu hugmyndir, til næstu áratuga, um að setja alla á reiðhjól, gera alla vegan og breyta Íslandi í „sænska hippakommúnu” myndu rætast næði það aldrei að vega upp þá aukningu sem verður á losun gróðurhúsalofttegunda ef álver flyst frá Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð segir það einfaldlega svo að álverið í Straumsvík, þegar allt er talið, sé ákaflega umhverfisvænt. Og hann segir það furðulegt að sjá fólk sem telur sig umhverfisverndarsinna skuli óska þess að álverinu í Straumsvík verði lokað. „Á Íslandi losna sem nemur um 2 tonnum af CO2 fyrir hvert framleitt tonn af áli. Í Kína, þar sem framleiðslan er knúin með kolabruna, losar sama framleiðsla um 21 tonn af CO2 eða um tífalt meira,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebooksíðu sína. Hann heldur áfram og segir að í fyrra hafi álverið í Straumsvík framleitt 212 þúsund tonn af áli. „Ef sú framleiðsla flyttist til Kína, eins og hún myndi gera við lokun í Straumsvík, færi magn losunar úr 424 kt. af CO2 í 4.452 kt. Munurinn á þessu nemur margfaldri losun vegna umferðar á Íslandi. Það má svo bæta við flugi, skipum, heimilum, landbúnaði, hinum ýmsu iðnfyrirtækjum osfrv. án þess að það jafnaðist á við þá aukningu sem yrði á losun ef framleiðsla eins álvers flyttist frá Íslandi.“ Sigmundur segir að í ljósi þessa megi telja alla þá sem hafa starfað í álveri hetjur. „Það ætti að sæma alla sem starfa í álveri á Íslandi orðu fyrir framlag sitt til loftslagsmála.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Miðflokkurinn Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
„Þótt allar öfgakenndustu hugmyndir, til næstu áratuga, um að setja alla á reiðhjól, gera alla vegan og breyta Íslandi í „sænska hippakommúnu” myndu rætast næði það aldrei að vega upp þá aukningu sem verður á losun gróðurhúsalofttegunda ef álver flyst frá Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð segir það einfaldlega svo að álverið í Straumsvík, þegar allt er talið, sé ákaflega umhverfisvænt. Og hann segir það furðulegt að sjá fólk sem telur sig umhverfisverndarsinna skuli óska þess að álverinu í Straumsvík verði lokað. „Á Íslandi losna sem nemur um 2 tonnum af CO2 fyrir hvert framleitt tonn af áli. Í Kína, þar sem framleiðslan er knúin með kolabruna, losar sama framleiðsla um 21 tonn af CO2 eða um tífalt meira,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebooksíðu sína. Hann heldur áfram og segir að í fyrra hafi álverið í Straumsvík framleitt 212 þúsund tonn af áli. „Ef sú framleiðsla flyttist til Kína, eins og hún myndi gera við lokun í Straumsvík, færi magn losunar úr 424 kt. af CO2 í 4.452 kt. Munurinn á þessu nemur margfaldri losun vegna umferðar á Íslandi. Það má svo bæta við flugi, skipum, heimilum, landbúnaði, hinum ýmsu iðnfyrirtækjum osfrv. án þess að það jafnaðist á við þá aukningu sem yrði á losun ef framleiðsla eins álvers flyttist frá Íslandi.“ Sigmundur segir að í ljósi þessa megi telja alla þá sem hafa starfað í álveri hetjur. „Það ætti að sæma alla sem starfa í álveri á Íslandi orðu fyrir framlag sitt til loftslagsmála.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Miðflokkurinn Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45