Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 16:02 Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturland Veðurstofan Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. Áður hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið, auk þess sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir land allt. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í óveðursvaktinni hér neðst í fréttinni. Almannavarnir funduðu á fjórða tímanum og tóku ákvörðun um að setja á rauðar viðvaranir á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Áfram er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni. Fyrsta rauða viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofan útskýrir rauðar viðvaranir með eftirfarandi hætti: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist. Aðeins einu sinni áður hefur verið talin þörf á að virkja rauða viðvörun. Það var gert í aftakaveðrinu í byrjun desember á Norðurlandi og Ströndum. Þá urðu víðtækar og lamandi skemmdir á margvíslegum samfélagslegum innviðum, eins og dreifikerfi rafmagns. Nú þegar er búið að vara við verulegum samgöngutruflunum víða um land; flug fellt niður, almenningssamgöngur raskast og akstur um vegi takmarkaður. Til að mynda er gert ráð fyrir að öllum helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgina verði lokað strax í nótt og að lokanir vari fram á miðjan dag. Veðrið mun hafa áhrif á samgöngur í öllum landshlutum og má sjá lista yfir væntar vegalokanir með því að smella hér. Fréttin verður uppfærð
Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. Áður hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið, auk þess sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir land allt. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í óveðursvaktinni hér neðst í fréttinni. Almannavarnir funduðu á fjórða tímanum og tóku ákvörðun um að setja á rauðar viðvaranir á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Áfram er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni. Fyrsta rauða viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofan útskýrir rauðar viðvaranir með eftirfarandi hætti: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist. Aðeins einu sinni áður hefur verið talin þörf á að virkja rauða viðvörun. Það var gert í aftakaveðrinu í byrjun desember á Norðurlandi og Ströndum. Þá urðu víðtækar og lamandi skemmdir á margvíslegum samfélagslegum innviðum, eins og dreifikerfi rafmagns. Nú þegar er búið að vara við verulegum samgöngutruflunum víða um land; flug fellt niður, almenningssamgöngur raskast og akstur um vegi takmarkaður. Til að mynda er gert ráð fyrir að öllum helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgina verði lokað strax í nótt og að lokanir vari fram á miðjan dag. Veðrið mun hafa áhrif á samgöngur í öllum landshlutum og má sjá lista yfir væntar vegalokanir með því að smella hér. Fréttin verður uppfærð
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira