Stórt bandarískt fjölmiðlafyrirtæki í fjárhagskröggum Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2020 14:27 McClatchy rekur stór dagblöð eins og Miami Herald, The Kansas City Star, The Charlotte Observer og marga fleiri. AP/Wilfredo Lee Útgefandinn McClatchy, sem rekur 30 dagblöð í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna, hefur sótt um gjaldþrotsvernd. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja þó mögulegt að reka fyrirtækið áfram en rekstur McClatchy hófst í Kaliforníu árið 1857. Nú rekur fyrirtækið stór dagblöð eins og Miami Herald, The Kansas City Star, The Charlotte Observer og marga fleiri. Craig Forman, framkvæmdastjóri McClatchy, sagði í yfirlýsingu að slæm staða héraðsmiðla hafi áhrif á samfélög Bandaríkjanna og íbúa þeirra. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að tryggja rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa tekjur McClatchy dregist saman samfleytt í tæp sex ár. Spár gera ráð fyrir frekari samdrætti en fyrirtækið hefur að undanförnu reynt að færa sig nær tekjumódeli sem snýr að áskriftum. Undanfarin ár hafa áskriftir verið að aukast um fimmtíu prósent á milli ára og eru áskriftatekjur McClatchy að verða sambærilegar auglýsingatekjum. „McClatchy er enn öflugt fyrirtæki sem er skuldbundið sjálfstæðri blaðamennsku sem spannar fimm kynslóðir í minni fjölskyldu,“ segir Kevin McClatchy, afkomandi stofnanda fyrirtækisins, James McClatchy. Fyrirtækið skuldar rúmar 700 milljónir dala og samþykki dómstólar gjaldþrotsverndarumsóknina verða rúmur helmingur þeirra skulda felldar niður og fjárfestingarsjóðurinn Chatham Asset Management mun taka yfir rekstur þess. Sjóðurinn er stærsti lánadrottinn McClatchy. Í frétt Washington Post segir að frá árinu 2004 hafi tuttugu prósent dagblaða Bandaríkjanna orðið gjaldþrota. Samhliða því hafi störfum fækkað um helming. Penny Abernathy, sérfræðingur í efnahagsmálum fjölmiðla við háskóla Norður-Karólínu, segir heildarauglýsingatekjur í geiranum hafa árið 2010, verið lægri en þær voru árið 1950. Þá hafi forsvarsmenn dagblaða búist við því að hægt væri að hagnast á auglýsingum á netinu og halda rekstri áfram. Það hafi þó ekki gengið eftir. „Vandamálið er það að árið 2015 fóru um 75 prósent allra auglýsingatekna í Bandaríkjunum til Google og Facebook,“ segir Abernathy. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Útgefandinn McClatchy, sem rekur 30 dagblöð í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna, hefur sótt um gjaldþrotsvernd. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja þó mögulegt að reka fyrirtækið áfram en rekstur McClatchy hófst í Kaliforníu árið 1857. Nú rekur fyrirtækið stór dagblöð eins og Miami Herald, The Kansas City Star, The Charlotte Observer og marga fleiri. Craig Forman, framkvæmdastjóri McClatchy, sagði í yfirlýsingu að slæm staða héraðsmiðla hafi áhrif á samfélög Bandaríkjanna og íbúa þeirra. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að tryggja rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa tekjur McClatchy dregist saman samfleytt í tæp sex ár. Spár gera ráð fyrir frekari samdrætti en fyrirtækið hefur að undanförnu reynt að færa sig nær tekjumódeli sem snýr að áskriftum. Undanfarin ár hafa áskriftir verið að aukast um fimmtíu prósent á milli ára og eru áskriftatekjur McClatchy að verða sambærilegar auglýsingatekjum. „McClatchy er enn öflugt fyrirtæki sem er skuldbundið sjálfstæðri blaðamennsku sem spannar fimm kynslóðir í minni fjölskyldu,“ segir Kevin McClatchy, afkomandi stofnanda fyrirtækisins, James McClatchy. Fyrirtækið skuldar rúmar 700 milljónir dala og samþykki dómstólar gjaldþrotsverndarumsóknina verða rúmur helmingur þeirra skulda felldar niður og fjárfestingarsjóðurinn Chatham Asset Management mun taka yfir rekstur þess. Sjóðurinn er stærsti lánadrottinn McClatchy. Í frétt Washington Post segir að frá árinu 2004 hafi tuttugu prósent dagblaða Bandaríkjanna orðið gjaldþrota. Samhliða því hafi störfum fækkað um helming. Penny Abernathy, sérfræðingur í efnahagsmálum fjölmiðla við háskóla Norður-Karólínu, segir heildarauglýsingatekjur í geiranum hafa árið 2010, verið lægri en þær voru árið 1950. Þá hafi forsvarsmenn dagblaða búist við því að hægt væri að hagnast á auglýsingum á netinu og halda rekstri áfram. Það hafi þó ekki gengið eftir. „Vandamálið er það að árið 2015 fóru um 75 prósent allra auglýsingatekna í Bandaríkjunum til Google og Facebook,“ segir Abernathy.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira