Sprengilægðin blés afmælisfagnað Bjarna út af kortinu Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 12:15 Bjarni Benediktsson ætlaði að fagna 50 ára afmæli sínu með vinum og velunnurum en þó Bjarni sé vanur blástri er þetta aðeins of mikið. Hér eru Bjarni og Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona hans, í miklum mótvindi á Bessastöðum. visir/vilhelm Sérlegum afmælisfögnuði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, hefur verið frestað vegna óveðursins sem nálgast nú Íslandsstrendur með miklum látum. Trúnaðarmenn flokksins, sem voru fullir tilhlökkunar; búnir að pússa blankskóna og pressa kjólfötin til að fagna 50 ára afmæli formannsins, þurfa að láta það bíða að gera sér glaðan dag með Bjarna. Fagnaðurinn hefur verið blásinn af í orðsins fyllstu merkingu: „Kæri trúnaðarmaður. Útlit er fyrir óveður á föstudaginn kemur. Móttöku, sem halda átti í tilefni 50 ára afmælis formanns flokksins og því að á síðasta ári fagnaði hann 10 árum sem formaður flokksins, hefur því verið frestað um óákveðinn tíma. Með kveðju, Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins“. Eins og sjá má á boðskortinu er fagnaðurinn í tilefni þess að Bjarni er fimmtugur auk þess sem hann fagnaði tíu árum sem formaður Sjálfstæðisflokksins á liðnu ári. Til stóð að lyfta sér á kreik í tilefni af því í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli fimm og hálf átta. En, vinir og velunnarar, aðdáendur Bjarna, verða að finna sér annan tíma til að fagna þessum miklu tímamótum. Óveður 14. febrúar 2020 Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Veður Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Sérlegum afmælisfögnuði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, hefur verið frestað vegna óveðursins sem nálgast nú Íslandsstrendur með miklum látum. Trúnaðarmenn flokksins, sem voru fullir tilhlökkunar; búnir að pússa blankskóna og pressa kjólfötin til að fagna 50 ára afmæli formannsins, þurfa að láta það bíða að gera sér glaðan dag með Bjarna. Fagnaðurinn hefur verið blásinn af í orðsins fyllstu merkingu: „Kæri trúnaðarmaður. Útlit er fyrir óveður á föstudaginn kemur. Móttöku, sem halda átti í tilefni 50 ára afmælis formanns flokksins og því að á síðasta ári fagnaði hann 10 árum sem formaður flokksins, hefur því verið frestað um óákveðinn tíma. Með kveðju, Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins“. Eins og sjá má á boðskortinu er fagnaðurinn í tilefni þess að Bjarni er fimmtugur auk þess sem hann fagnaði tíu árum sem formaður Sjálfstæðisflokksins á liðnu ári. Til stóð að lyfta sér á kreik í tilefni af því í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli fimm og hálf átta. En, vinir og velunnarar, aðdáendur Bjarna, verða að finna sér annan tíma til að fagna þessum miklu tímamótum.
Óveður 14. febrúar 2020 Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Veður Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04