Rannsaka tengsl forstjóra Barclays við Jeffrey Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2020 12:01 James Stanley þekkti Jeffrey Epstein í að minnsta kosti 19 ár. AP/Evan Agostini/Invision Breska fjármálaeftirlitið rannsakar nú tengsl James E. Staley, forstjóra Barclays, við Jeffrey Epstein, bandaríska fjármálamannsins sem var ákærður fyrir mansal á stúlkum undir lögaldri í fyrra og hvort bankastjórinn hafi greint satt og rétt frá þeim. Stanley harmaði í dag samband sitt við Epstein. Epstein svipti sig lífi í fangelsi á Manhattan síðasta sumar. Hann var þá sakaður um að hafa misnotað ungar stúlkur og selt þær mansali í New York og á Flórída fyrir um fimmtán árum. Í yfirlýsingu frá Barclays segir að breskir eftirlitsaðilar séu að gaumgæfa hvernig Stanley lýsti sambandi sínu við Epstein við bankann og hvernig bankinn gerði fjármálaeftirlitinu grein fyrir því í framhaldinu, að sögn New York Times. Bankinn segir að Staley hafi fullyrt að hann hafi ekki verið í neinum samskiptum við Epstein frá því að hann tók við sem forstjóri fyrir rúmum fjórum árum. Stanley og Epstein eru sagðir hafa þekkst að minnsta kosti frá árinu 1999. Á þeim tíma var Stanley yfir einkabankaþjónustu JP Morgan á Wall Street. Hann var ráðinn forstjóri Barclays í desember árið 2015. Stanley sagði sjálfur í dag að hann hefði fyrst kynnst Epstein, sem var þá viðskiptavinur JP Morgan, árið 2000, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir að Stanley lét af störfum hjá fjármálafyrirtækinu hafi verulega dregið úr samskiptum þeirra Epstein. Síðast segist Stanley hafa verið í sambandi við Epstein sumarið og haustið 2015. Það var sjö árum eftir að Epstein var sakfelldur fyrir að falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri á Flórída. „Augljóslega taldi ég að ég þekkti hann en ég gerði það ekki. Eftir á að hyggja, vitandi það sem ég veit núna harma ég sannarlega að hafa átt í hvers konar sambandi við Jeffrey,“ sagði Stanley við fréttamenn í dag. Barclays sagði í yfirlýsingu sinni að Stanley hafi verið nægilega hreinskilinn um viðskiptaleg tengsl sín við Epstein. Hann njóti fyllsta trausts bankastjórnarinnar sem ætli að mæla með því að skipunartími hans verði endurnýjaður á hluthafafundi í maí. Hlutabréfaverð í bankanum féll í morgun. Stjórnartíð Stanley hefur ekki verið áfallalaus. Bankinn var sektaður um fimmtán milljónir dollara í New York þegar Stanley reyndi að nafngreina uppljóstrara sem hafi bent á vanhæfni háttsetts starfsmanns sem bankastjórinn hafði ráðið. Bresk yfirvöld sektuðu Stanley einnig vegna málsins. Bandaríkin Bretland Jeffrey Epstein Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið rannsakar nú tengsl James E. Staley, forstjóra Barclays, við Jeffrey Epstein, bandaríska fjármálamannsins sem var ákærður fyrir mansal á stúlkum undir lögaldri í fyrra og hvort bankastjórinn hafi greint satt og rétt frá þeim. Stanley harmaði í dag samband sitt við Epstein. Epstein svipti sig lífi í fangelsi á Manhattan síðasta sumar. Hann var þá sakaður um að hafa misnotað ungar stúlkur og selt þær mansali í New York og á Flórída fyrir um fimmtán árum. Í yfirlýsingu frá Barclays segir að breskir eftirlitsaðilar séu að gaumgæfa hvernig Stanley lýsti sambandi sínu við Epstein við bankann og hvernig bankinn gerði fjármálaeftirlitinu grein fyrir því í framhaldinu, að sögn New York Times. Bankinn segir að Staley hafi fullyrt að hann hafi ekki verið í neinum samskiptum við Epstein frá því að hann tók við sem forstjóri fyrir rúmum fjórum árum. Stanley og Epstein eru sagðir hafa þekkst að minnsta kosti frá árinu 1999. Á þeim tíma var Stanley yfir einkabankaþjónustu JP Morgan á Wall Street. Hann var ráðinn forstjóri Barclays í desember árið 2015. Stanley sagði sjálfur í dag að hann hefði fyrst kynnst Epstein, sem var þá viðskiptavinur JP Morgan, árið 2000, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir að Stanley lét af störfum hjá fjármálafyrirtækinu hafi verulega dregið úr samskiptum þeirra Epstein. Síðast segist Stanley hafa verið í sambandi við Epstein sumarið og haustið 2015. Það var sjö árum eftir að Epstein var sakfelldur fyrir að falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri á Flórída. „Augljóslega taldi ég að ég þekkti hann en ég gerði það ekki. Eftir á að hyggja, vitandi það sem ég veit núna harma ég sannarlega að hafa átt í hvers konar sambandi við Jeffrey,“ sagði Stanley við fréttamenn í dag. Barclays sagði í yfirlýsingu sinni að Stanley hafi verið nægilega hreinskilinn um viðskiptaleg tengsl sín við Epstein. Hann njóti fyllsta trausts bankastjórnarinnar sem ætli að mæla með því að skipunartími hans verði endurnýjaður á hluthafafundi í maí. Hlutabréfaverð í bankanum féll í morgun. Stjórnartíð Stanley hefur ekki verið áfallalaus. Bankinn var sektaður um fimmtán milljónir dollara í New York þegar Stanley reyndi að nafngreina uppljóstrara sem hafi bent á vanhæfni háttsetts starfsmanns sem bankastjórinn hafði ráðið. Bresk yfirvöld sektuðu Stanley einnig vegna málsins.
Bandaríkin Bretland Jeffrey Epstein Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira