Óvissustigi almannavarna fyrir allt landið lýst yfir vegna sprengilægðarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2020 12:00 Skjáskot af vefnum Windy.com. Staðan á læginni klukkan 7 í fyrramálið. Skjáskot/windy.com Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna óveðursins á morgun. Aftakaveðri er spáð og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið. Vegagerðin hefur einnig lýst yfir óvissustigi og ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax klukkan eitt í nótt þegar djúp lægð gengur inn á landið. Þá verða almenningssamgöngur felldar niður og viðbúið er að truflanir verði í raforkukerfinu. Veðurfræðingur segir varhugavert að vera á ferðinni á meðan óveðrið gengur yfir. Veðurstofa Íslands hefur sett appelsínugula viðvörun á allt landið sem tekur fyrst gildi fljótlega eftir miðnætti syðst á landinu. En klukkan níu í fyrramálið nær viðvörunin yfir allt landið. Gera má ráð fyrir að vegum verði lokað, almenningssamgöngur felldar niður og þá hefur neyðarstjórn Landsnets lýst yfir óvissustigi vegna óveðursins en þar hafa allar viðbragðsáætlanir verið virkjaðar þar sem hætta er á margháttuðum truflunum í raforkukerfinu vegna aftaka vinds. Veðurspáin mun ganga eftir í öllum megin atriðum „Ef eitthvað þá er lægðin aðeins fyrr á ferðinni og þar með veðrið. Það hvessir strax í kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu suðvestan- og vestan til á landinu en á suðaustur- og austurlandi má gera ráð fyrir hríðarveðri. Einar segir að fyrst og fremst sé það veðurhæðin sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. „Í sjálfu sér þarf bara hver og einn að meta það í fyrramálið sem ætlar af stað hvort það sé ferðaveður eða ekki eða óhætt að fara út yfir höfuð,“ segir Einar. Í samanburði við aðrar lægðir sem hafa gengið inn á landið á síðustu vikur segir Einar að það sem einkenni lægðina nú sé vindáttin sem kemur að austan. „Þegar það er svona austanátt þá verður hvað hvassast allra syðst á landinu. Í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum og ýmis dæmi um tjón í viðlíka veðri hér á undanförnum áratugum. Það er einkum horft til veðurs sem var hér snemma á aðventunni 2015. Þá varð mikið tjón og miklar truflanir á raforkukerfinu jafnframt,“ segir Einar. Almannavarnir funda með Veðurstofunni í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundar með Veðurstofu Íslands eftir hádegi í dag þar sem metið verður hvort til að mynda skólahald verði felld niður en nú þegar hefur Vegagerðin ráðgert að loka vegum á meðan óveðrið gengur yfir. Þá fylgist snjóflóðavakt vel með snjóalögum á fjöllum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þá má gera ráð fyrir mjög vondu veðri á ákveðnum stöðum í höfuðborginni. „Það verður mun verra í efri byggðum og þar skefur líka og á Reykjanesbrautinni að þar fá menn vindinn bara beint framan á sig og eins á þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum og þar gæti veri mjög varasamt að vera á ferðinni,“ segir Einar. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag kom fram að ákvörðunin um að lýsa yfir óvissustigi fyrir allt landið hafi verið tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins í samræmi við veðurspá. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af sem geti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu almannavarnadeildar. Almannavarnir Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna óveðursins á morgun. Aftakaveðri er spáð og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið. Vegagerðin hefur einnig lýst yfir óvissustigi og ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax klukkan eitt í nótt þegar djúp lægð gengur inn á landið. Þá verða almenningssamgöngur felldar niður og viðbúið er að truflanir verði í raforkukerfinu. Veðurfræðingur segir varhugavert að vera á ferðinni á meðan óveðrið gengur yfir. Veðurstofa Íslands hefur sett appelsínugula viðvörun á allt landið sem tekur fyrst gildi fljótlega eftir miðnætti syðst á landinu. En klukkan níu í fyrramálið nær viðvörunin yfir allt landið. Gera má ráð fyrir að vegum verði lokað, almenningssamgöngur felldar niður og þá hefur neyðarstjórn Landsnets lýst yfir óvissustigi vegna óveðursins en þar hafa allar viðbragðsáætlanir verið virkjaðar þar sem hætta er á margháttuðum truflunum í raforkukerfinu vegna aftaka vinds. Veðurspáin mun ganga eftir í öllum megin atriðum „Ef eitthvað þá er lægðin aðeins fyrr á ferðinni og þar með veðrið. Það hvessir strax í kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu suðvestan- og vestan til á landinu en á suðaustur- og austurlandi má gera ráð fyrir hríðarveðri. Einar segir að fyrst og fremst sé það veðurhæðin sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. „Í sjálfu sér þarf bara hver og einn að meta það í fyrramálið sem ætlar af stað hvort það sé ferðaveður eða ekki eða óhætt að fara út yfir höfuð,“ segir Einar. Í samanburði við aðrar lægðir sem hafa gengið inn á landið á síðustu vikur segir Einar að það sem einkenni lægðina nú sé vindáttin sem kemur að austan. „Þegar það er svona austanátt þá verður hvað hvassast allra syðst á landinu. Í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum og ýmis dæmi um tjón í viðlíka veðri hér á undanförnum áratugum. Það er einkum horft til veðurs sem var hér snemma á aðventunni 2015. Þá varð mikið tjón og miklar truflanir á raforkukerfinu jafnframt,“ segir Einar. Almannavarnir funda með Veðurstofunni í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundar með Veðurstofu Íslands eftir hádegi í dag þar sem metið verður hvort til að mynda skólahald verði felld niður en nú þegar hefur Vegagerðin ráðgert að loka vegum á meðan óveðrið gengur yfir. Þá fylgist snjóflóðavakt vel með snjóalögum á fjöllum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þá má gera ráð fyrir mjög vondu veðri á ákveðnum stöðum í höfuðborginni. „Það verður mun verra í efri byggðum og þar skefur líka og á Reykjanesbrautinni að þar fá menn vindinn bara beint framan á sig og eins á þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum og þar gæti veri mjög varasamt að vera á ferðinni,“ segir Einar. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag kom fram að ákvörðunin um að lýsa yfir óvissustigi fyrir allt landið hafi verið tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins í samræmi við veðurspá. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af sem geti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu almannavarnadeildar.
Almannavarnir Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira