Lögregla vill að Eyjamenn taki óveðurspána alvarlega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 11:17 Mesta tjónið í óveðrinu í Eyjum í desember voru á fiskimjölsverksmiðjunni FES en þar fór klæðning af norðurhlið hússins. Tígull Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. Spáð er austanátt, allt að 37 m/sek og mun meira í hviðum. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á öllu landinu. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu. Eyjamenn eru meðal þeirra sem muna vel eftir óveðrinu sem skall á landinu 10. og 11. desember síðastliðinn. Var veðrinu líst sem einu því versta sem Eyjamenn myndu eftir. Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar fauk nánast af og sömuleiðis fór bílskúrsþak í bænum út í veður og vind. „Bæjarbúar, eigendur fyrirtækja og allir sem staddir eru í Vestmannaeyjum eru beðnir um að taka þessa veðurspá alvarlega, tryggja lausamuni utandyra eins og kostur er og fara yfir húseignir sínar með tilliti til þess hvað getur farið af stað í óveðrinu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni í Eyjum. Þá er því beint til fólks að vera ekki ferðinni á meðan versta veðrið gengur yfir. Samkvæmt veðurspánni á versta veðrið að standa yfir frá klukkan fimm á föstudagsmorgni og fram yfir hádegi. „Reynsla okkar hefur þó kennt okkur að við fáum veðrið oft aðeins á undan því sem spáin segir.“ Í appelsínugulri viðvörun eru miðlungs eða miklar líkur á veðri sem getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum. veðrið getur valdið tjóni og/eða slysum og ógnar mögulega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð. Skerðing á samgöngum og innviðum/þjónustu tímabundin/staðbundin. Veður sem þessi verða nokkrum sinnum á ári. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. Spáð er austanátt, allt að 37 m/sek og mun meira í hviðum. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á öllu landinu. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu. Eyjamenn eru meðal þeirra sem muna vel eftir óveðrinu sem skall á landinu 10. og 11. desember síðastliðinn. Var veðrinu líst sem einu því versta sem Eyjamenn myndu eftir. Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar fauk nánast af og sömuleiðis fór bílskúrsþak í bænum út í veður og vind. „Bæjarbúar, eigendur fyrirtækja og allir sem staddir eru í Vestmannaeyjum eru beðnir um að taka þessa veðurspá alvarlega, tryggja lausamuni utandyra eins og kostur er og fara yfir húseignir sínar með tilliti til þess hvað getur farið af stað í óveðrinu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni í Eyjum. Þá er því beint til fólks að vera ekki ferðinni á meðan versta veðrið gengur yfir. Samkvæmt veðurspánni á versta veðrið að standa yfir frá klukkan fimm á föstudagsmorgni og fram yfir hádegi. „Reynsla okkar hefur þó kennt okkur að við fáum veðrið oft aðeins á undan því sem spáin segir.“ Í appelsínugulri viðvörun eru miðlungs eða miklar líkur á veðri sem getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum. veðrið getur valdið tjóni og/eða slysum og ógnar mögulega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð. Skerðing á samgöngum og innviðum/þjónustu tímabundin/staðbundin. Veður sem þessi verða nokkrum sinnum á ári.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira