Giggs hefur áhyggjur af því að missa vonarstjörnu Liverpool í enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 14:30 Neco Williams kyssir Liverpool merkið eftir að hafa lagt upp sigurmarkið á móti Shrewsbury Town. Getty/John Powell Velskur unglingalandsliðsmaður spilaði frábærlega með krakkaliði Liverpool í enska bikarnum á dögunum og gæti ákveðið að spila frekar fyrir England. Landsliðsþjálfarinn Ryan Giggs hefur áhyggjur. Liverpool leikmaðurinn Neco Williams sem er átján ára gamall og hefur verið að simpla sig í litlum skömmtum á Anfield á þessu tímabili. Neco Williams hefur leikið fyrir nítján ára landslið Wales en afi og amma hans eru ensk. Hann á því möguleika á því að spila fyrir enska landsliðið. Neco Williams hefur spilað fjóra leiki með aðalliði Liverpool og átti stórleik í bikarsigrinum á Shrewsbury Town. Svo öflugur er hann að margir sjá hann eigna sér hægri bakvarðarstöðu Liverpool í framtíðinni og að Trent Alexander-Arnold færi sig þá inn á miðjuna. “You’re always worried when big countries come in and (there are) different permutations, perhaps outside noise."https://t.co/UfCJOSXHYO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 12, 2020 „Þú hefur alltaf áhyggjur þegar stóru þjóðirnar banka á dyrnar en Neco kom upp í gegnum starfið hjá Wales. Það gerist ekki alltaf en það viljum við að gerist. Paul Bodin, Rob Edwards og Rob Page (unglingalandsliðsþjálfarar Wales) hafa notið þess að vinna með honum og hann elskar að spila fyrir Wales. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður,“ sagði Ryan Giggs. Næst á dagskrá hjá velska landsliðinu eru vináttulandsleikir við Austurríki og Bandaríkin í mars en liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar. Það er búist við því að Giggs velji þá Neco Williams í A-landsliðið í fyrsta sinn. Neco Williams ætti þá möguleika að vera með Wales á EM. „Þetta er síðasta tækifærið fyrir mig að skoða leikmenn fyrir EM og að sjá þessa menn sem ég hef kannski ekki séð mikið af. Við erum augljóslega að skoða Neco af því að hann hefur verið að spila fyrir frábært lið þar sem hann hefur staðið sig vel þegar kallið hefur komið,“ sagði Giggs. „Hann er frábær leikmaður en hann er enn þá ungur og enn að læra,“ sagði Giggs. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Velskur unglingalandsliðsmaður spilaði frábærlega með krakkaliði Liverpool í enska bikarnum á dögunum og gæti ákveðið að spila frekar fyrir England. Landsliðsþjálfarinn Ryan Giggs hefur áhyggjur. Liverpool leikmaðurinn Neco Williams sem er átján ára gamall og hefur verið að simpla sig í litlum skömmtum á Anfield á þessu tímabili. Neco Williams hefur leikið fyrir nítján ára landslið Wales en afi og amma hans eru ensk. Hann á því möguleika á því að spila fyrir enska landsliðið. Neco Williams hefur spilað fjóra leiki með aðalliði Liverpool og átti stórleik í bikarsigrinum á Shrewsbury Town. Svo öflugur er hann að margir sjá hann eigna sér hægri bakvarðarstöðu Liverpool í framtíðinni og að Trent Alexander-Arnold færi sig þá inn á miðjuna. “You’re always worried when big countries come in and (there are) different permutations, perhaps outside noise."https://t.co/UfCJOSXHYO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 12, 2020 „Þú hefur alltaf áhyggjur þegar stóru þjóðirnar banka á dyrnar en Neco kom upp í gegnum starfið hjá Wales. Það gerist ekki alltaf en það viljum við að gerist. Paul Bodin, Rob Edwards og Rob Page (unglingalandsliðsþjálfarar Wales) hafa notið þess að vinna með honum og hann elskar að spila fyrir Wales. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður,“ sagði Ryan Giggs. Næst á dagskrá hjá velska landsliðinu eru vináttulandsleikir við Austurríki og Bandaríkin í mars en liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar. Það er búist við því að Giggs velji þá Neco Williams í A-landsliðið í fyrsta sinn. Neco Williams ætti þá möguleika að vera með Wales á EM. „Þetta er síðasta tækifærið fyrir mig að skoða leikmenn fyrir EM og að sjá þessa menn sem ég hef kannski ekki séð mikið af. Við erum augljóslega að skoða Neco af því að hann hefur verið að spila fyrir frábært lið þar sem hann hefur staðið sig vel þegar kallið hefur komið,“ sagði Giggs. „Hann er frábær leikmaður en hann er enn þá ungur og enn að læra,“ sagði Giggs.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira