Gríðarleg aðsókn í verknám en margir fá ekki inni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 20:30 Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. Ásókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár og hafa skólar þurft að hafna fjölmörgum umsóknum vegna plássleysis. Tækniskólinn þurfti að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í byggingar-og raftækninám á þessari önn. Skólameistari segir það ömurlegt. Undir Tækniskólanum í Reykjavík eru Byggingartækniskólinn og Raftækniskólinn og hefur síðustu ár þurft að hafna stórum hluta þeirra umsókna sem hafa borist í nám þar í dagskóla vegna plássleysis. Frá haustinu 2018 til síðasta haust þurfti skólinn að hafna um 25% til 30% umsókna í byggingartækninámi en nú á vorönn var tæplega helmingi umsókna hafnað. Svipuð þróun hefur verið varðandi nám við Raftækniskólann en nú í vorönn var um 36% umsókna hafnað. Umsóknir í dagsskóla Byggingatækniskólans í Tækniskólanum Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. „Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt, Fólk segir að þetta sé lúxusvandamál en það er ekki rétt. Ég veit það sjálf komandi úr atvinnulífinu að okkur vantar fleira fólk með verk-og tækniþekkingu. Þetta er bara mikill höfuðverkur og eitt það erfiðasta sem mínir stjórnendur hafa glímt við því þetta er svo breytt staða frá sem áður var þegar þurfti nánast að veiða fólk inní skólann,“ segir Hildur. Hildur segir að Menntamálaráðuneytið sé upplýst um vandann. „Ég hef fulla trú að þetta verði unnið vel þar því að þetta er menntun sem að landið okkar þarf,“ segir Hildur sem býst við að málin skýrist betur á vormánuðum eða í sumar. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar segir einkennilegt að ekki sé hægt að bæta við húsakost skóla sem vísa nemum frá vegna plássleysis. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri Rafmenntar segir að stéttarfélög hafi bent á þennan vanda. „Það er skrítið að það skuli ekki vera lögð meiri áhersla á að bæta húsakost skólanna til að taka á móti stærri hópum eða fleiri hópum. Maður veit eiginlega ekki hvað ræður þessu hvort að fjármagnið spili þar inní. Stéttarfélögin hafa beitt sér fyrir og kvartað yfir því og látið vita að það séu ekki til næg pláss í skólunum fyrir þá nema sem vilja fara í verknám,“ segir Þór. Nokkrir nemar voru að taka sveinspróf í Rafmennt og framtíðin er björt. „Þeir eru allir í vinnu, það vantar engum sem er í sveinsprófi hér vinnu,“ segir Þór að lokum. Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Ásókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár og hafa skólar þurft að hafna fjölmörgum umsóknum vegna plássleysis. Tækniskólinn þurfti að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í byggingar-og raftækninám á þessari önn. Skólameistari segir það ömurlegt. Undir Tækniskólanum í Reykjavík eru Byggingartækniskólinn og Raftækniskólinn og hefur síðustu ár þurft að hafna stórum hluta þeirra umsókna sem hafa borist í nám þar í dagskóla vegna plássleysis. Frá haustinu 2018 til síðasta haust þurfti skólinn að hafna um 25% til 30% umsókna í byggingartækninámi en nú á vorönn var tæplega helmingi umsókna hafnað. Svipuð þróun hefur verið varðandi nám við Raftækniskólann en nú í vorönn var um 36% umsókna hafnað. Umsóknir í dagsskóla Byggingatækniskólans í Tækniskólanum Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. „Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt, Fólk segir að þetta sé lúxusvandamál en það er ekki rétt. Ég veit það sjálf komandi úr atvinnulífinu að okkur vantar fleira fólk með verk-og tækniþekkingu. Þetta er bara mikill höfuðverkur og eitt það erfiðasta sem mínir stjórnendur hafa glímt við því þetta er svo breytt staða frá sem áður var þegar þurfti nánast að veiða fólk inní skólann,“ segir Hildur. Hildur segir að Menntamálaráðuneytið sé upplýst um vandann. „Ég hef fulla trú að þetta verði unnið vel þar því að þetta er menntun sem að landið okkar þarf,“ segir Hildur sem býst við að málin skýrist betur á vormánuðum eða í sumar. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar segir einkennilegt að ekki sé hægt að bæta við húsakost skóla sem vísa nemum frá vegna plássleysis. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri Rafmenntar segir að stéttarfélög hafi bent á þennan vanda. „Það er skrítið að það skuli ekki vera lögð meiri áhersla á að bæta húsakost skólanna til að taka á móti stærri hópum eða fleiri hópum. Maður veit eiginlega ekki hvað ræður þessu hvort að fjármagnið spili þar inní. Stéttarfélögin hafa beitt sér fyrir og kvartað yfir því og látið vita að það séu ekki til næg pláss í skólunum fyrir þá nema sem vilja fara í verknám,“ segir Þór. Nokkrir nemar voru að taka sveinspróf í Rafmennt og framtíðin er björt. „Þeir eru allir í vinnu, það vantar engum sem er í sveinsprófi hér vinnu,“ segir Þór að lokum.
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira