Aldrei minna áhorf á Óskarinn í bandarísku sjónvarpi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 09:15 Þrír hinna fjögurra hvítu leikara sem hlutu Óskarinn fyrir besta leik í ár, þau Joaquin Phoenix, Renée Zellweger og Brad Pitt. vísir/getty Aldrei hafa færri bandarískir sjónvarpsáhorfendur stillt inn á beina útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar ABC frá Óskarsverðlaununum en í ár. Alls horfðu 23,6 milljónir manna á verðlaunahátíðina sem fram fór á sunnudaginn. Þar með var metið frá árinu 2018 um fæsta áhorfendur á Óskarinn slegið en það ár horfðu 26,5 milljón áhorfenda á beina útsendingu frá verðlaununum. Áhorfið í fyrra fór upp á milli ára en þá horfðu 29,6 milljónir manna á hátíðina í sjónvarpi. Þá var það nýmæli að enginn sérstakur kynnir var á hátíðinni og var það sama uppi á teningnum í ár. Það skilaði sér hins vegar ekki í fleiri áhorfendum. Það gerðu heldur ekki tilraunir til þess að bjóða upp á fjölbreyttari dagskrá en áður, til dæmis með opnunaratriðinu og óvæntu tónlistaratriði Eminem, að því er fram kemur í umfjöllun Indiewire um málið. Óskarsverðlaunin voru í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar gagnrýnd mikið fyrir einmitt skort á fjölbreytileika. Gagnrýnin beindist ekki hvað síst að tilnefningum í leikara- og leikkonuflokkum þar sem allir tilnefndir voru hvítir fyrir utan Cynthiu Erivo, og tilnefningum í leikstjóraflokknum þar sem engin kona hlaut tilnefningu. Burtséð þó frá áhorfstölum og skorti á fjölbreytileika má nánast fullyrða að 92. Óskarsverðlaunin verði lengi í minnum höfð hjá íslensku þjóðinni þar sem Hildur Guðnadóttir, tónskáld, varð á sunnudaginn fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Hún hlaut styttuna góðu fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Bandaríkin Fjölmiðlar Hollywood Óskarinn Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Aldrei hafa færri bandarískir sjónvarpsáhorfendur stillt inn á beina útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar ABC frá Óskarsverðlaununum en í ár. Alls horfðu 23,6 milljónir manna á verðlaunahátíðina sem fram fór á sunnudaginn. Þar með var metið frá árinu 2018 um fæsta áhorfendur á Óskarinn slegið en það ár horfðu 26,5 milljón áhorfenda á beina útsendingu frá verðlaununum. Áhorfið í fyrra fór upp á milli ára en þá horfðu 29,6 milljónir manna á hátíðina í sjónvarpi. Þá var það nýmæli að enginn sérstakur kynnir var á hátíðinni og var það sama uppi á teningnum í ár. Það skilaði sér hins vegar ekki í fleiri áhorfendum. Það gerðu heldur ekki tilraunir til þess að bjóða upp á fjölbreyttari dagskrá en áður, til dæmis með opnunaratriðinu og óvæntu tónlistaratriði Eminem, að því er fram kemur í umfjöllun Indiewire um málið. Óskarsverðlaunin voru í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar gagnrýnd mikið fyrir einmitt skort á fjölbreytileika. Gagnrýnin beindist ekki hvað síst að tilnefningum í leikara- og leikkonuflokkum þar sem allir tilnefndir voru hvítir fyrir utan Cynthiu Erivo, og tilnefningum í leikstjóraflokknum þar sem engin kona hlaut tilnefningu. Burtséð þó frá áhorfstölum og skorti á fjölbreytileika má nánast fullyrða að 92. Óskarsverðlaunin verði lengi í minnum höfð hjá íslensku þjóðinni þar sem Hildur Guðnadóttir, tónskáld, varð á sunnudaginn fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Hún hlaut styttuna góðu fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker.
Bandaríkin Fjölmiðlar Hollywood Óskarinn Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið