Dásamlegt að fagna með mömmu | Hugsar lítið um milljónaregnið Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2020 07:00 Armand Duplantis var auðvitað himinlifandi eftir að hafa sett heimsmetið. vísir/epa Svíinn ungi Armand Duplantis varð íþróttastjarna á einum degi um helgina. Hann kveðst ekkert hugsa um milljónirnar sem heimsmetið í stangarstökki tryggir honum en var ánægður með að geta fagnað metinu með mömmu sinni. Duplantis er aðeins tvítugur en þegar orðinn handhafi heimsmets eftir að hafa stokkið yfir 6,17 metra á innanhúsmóti í Póllandi á laugardag. Metið gildir einnig sem heimsmet utanhúss en Duplantis bætti met Frakkans Renaud Lavillenie um einn sentímetra. Hann er staðráðinn í að bæta metið oftar, jafnvel strax á þessu ári. Duplantis á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en hann er þjálfaður af föður sínum, hinum bandaríska Greg sem var einnig stangarstökkvari, og mamma hans er hin sænska Helena sem var sjöþrautarkona og keppti einnig í blaki. Armand er fæddur í Bandaríkjunum en valdi að keppa fyrir Svíþjóð og var sérstaklega ánægður með að Helena skildi vera á áhorfendapöllunum þegar heimsmetið féll á laugardag. „Þetta var dásamleg stund. Pabbi minn var ekki hérna núna og gat ekki fagnað með okkur en mamma hefur verið með mér síðan að ég byrjaði í stangarstökkinu og stutt við mig allan ferilinn. Það var gott að geta fagnað þessu augnabliki með henni,“ sagði Duplantis.Vildi sama lag og LavillenieDuplantis setti metið í annarri tilraun á mótinu í Póllandi en hann hafði beðið mótshaldara um að spila ákveðið lag þegar hann myndi reyna við heimsmetið, lagið Levels með Avicii. Það hafði góð áhrif á hann: „Ég hitti á þá og vildi vera viss um að þeir spiluðu sama lag og var í gangi þegar Renaud sló heimsmetið sitt. Þetta var því mjög mikilvægt fyrir mig. Þar að auki er þetta líka geggjað lag. Mér fannst þetta vera rétt.“ Sænskir miðlar á borð við Expressen og Aftonbladet segja að Duplantis hafi tryggt sér tugi milljóna íslenska króna með heimsmetinu, í gegnum samninga við styrktaraðila. Umboðsmaður hans kveðst ekki geta gefið upp nákvæmar upphæðir og Duplantis er lítið að velta þessum hlutum fyrir sér: „Ég á mín áhugamál en ég hugsa ekki mikið um peninga þó að ég ætti kannski að gera það. Ég lifi eiginlega nákvæmlega sama lífi í dag og fyrir þremur árum. Ég borða kannski aðeins flottari máltíðir inn á milli. En starfið mitt er að hoppa hátt. Ef ég geri það þá leysist allt annað. Ég hugsa því ekki um peninga eða neitt annað en það. Svo reyni ég bara að vera góð og eðlileg manneskja utan keppnisvallarins,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sjá meira
Svíinn ungi Armand Duplantis varð íþróttastjarna á einum degi um helgina. Hann kveðst ekkert hugsa um milljónirnar sem heimsmetið í stangarstökki tryggir honum en var ánægður með að geta fagnað metinu með mömmu sinni. Duplantis er aðeins tvítugur en þegar orðinn handhafi heimsmets eftir að hafa stokkið yfir 6,17 metra á innanhúsmóti í Póllandi á laugardag. Metið gildir einnig sem heimsmet utanhúss en Duplantis bætti met Frakkans Renaud Lavillenie um einn sentímetra. Hann er staðráðinn í að bæta metið oftar, jafnvel strax á þessu ári. Duplantis á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en hann er þjálfaður af föður sínum, hinum bandaríska Greg sem var einnig stangarstökkvari, og mamma hans er hin sænska Helena sem var sjöþrautarkona og keppti einnig í blaki. Armand er fæddur í Bandaríkjunum en valdi að keppa fyrir Svíþjóð og var sérstaklega ánægður með að Helena skildi vera á áhorfendapöllunum þegar heimsmetið féll á laugardag. „Þetta var dásamleg stund. Pabbi minn var ekki hérna núna og gat ekki fagnað með okkur en mamma hefur verið með mér síðan að ég byrjaði í stangarstökkinu og stutt við mig allan ferilinn. Það var gott að geta fagnað þessu augnabliki með henni,“ sagði Duplantis.Vildi sama lag og LavillenieDuplantis setti metið í annarri tilraun á mótinu í Póllandi en hann hafði beðið mótshaldara um að spila ákveðið lag þegar hann myndi reyna við heimsmetið, lagið Levels með Avicii. Það hafði góð áhrif á hann: „Ég hitti á þá og vildi vera viss um að þeir spiluðu sama lag og var í gangi þegar Renaud sló heimsmetið sitt. Þetta var því mjög mikilvægt fyrir mig. Þar að auki er þetta líka geggjað lag. Mér fannst þetta vera rétt.“ Sænskir miðlar á borð við Expressen og Aftonbladet segja að Duplantis hafi tryggt sér tugi milljóna íslenska króna með heimsmetinu, í gegnum samninga við styrktaraðila. Umboðsmaður hans kveðst ekki geta gefið upp nákvæmar upphæðir og Duplantis er lítið að velta þessum hlutum fyrir sér: „Ég á mín áhugamál en ég hugsa ekki mikið um peninga þó að ég ætti kannski að gera það. Ég lifi eiginlega nákvæmlega sama lífi í dag og fyrir þremur árum. Ég borða kannski aðeins flottari máltíðir inn á milli. En starfið mitt er að hoppa hátt. Ef ég geri það þá leysist allt annað. Ég hugsa því ekki um peninga eða neitt annað en það. Svo reyni ég bara að vera góð og eðlileg manneskja utan keppnisvallarins,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti