Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 14:28 Starfsfólk Arion banka í Borgartúni fylgdist með komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í Höfða í fyrra. Vísir/Vilhelm Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Í tilkynningu frá SSF segir að niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða. Samhliða kvörtuninni sendir SSF erindi til velferðarráðherra og velferðarnefndar Alþingis. Í bréfinu er rifjuð upp hópuppsögn í Arion banka þann 26. september síðastliðinn þar sem 102 var sagt upp. Telur SSF að lokinni skoðun sinni á uppsögnunum ljóst að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til samráðs með raunhæfum hætti og þannig brotið gegn ákvæðum laganna. Þá sé einnig ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raunhæf réttarúrræði til að bregðast við brotum á borð við þetta. Bannað að segja sálu frá Uppsagnarferlinu í september er lýst í bréfinu en þar kemur fram að svo virðist sem ekki hafi haft raunverulegt samráð við trúnarðarmann starfsmanna eins og lög geri ráð fyrir. Einum trúnaðarmanni hafi verið tilkynnt óformlega viku fyrr að til skoðunar væri að segja upp ótilgreindum fjölda. Sami trúnaðarmaður hafi svo verið kallaður á fund stjórnenda 25. september og honum tilkynnt nánar um fyrirhugaðar uppsagnir daginn eftir. Þar hafi verið að tilkynna trúnaðarmanninum orðinn hlut og hann ekki haft neinn möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanatöku bankans. „Enda var aldrei ætlun bankans að hleypa fulltrúum starfsmanna að því borði. Trúnaðarmanninum var auk þess bannað að segja sálu frá vitneskju sinni um fyriráætlanir bankans með vísun til innherjareglna - og þannig komið í veg fyrir að hann gæti ráðfært sig t.a.m. við sitt stéttarfélag.“ Breyta fjöldaviðmiðum SSF telur ljóst að málefni hópuppsagna þyrftu að heyra undir Félagsdóm, sæta refsiábyrgð og þar með vera rannsökuð af lögreglu eða færa í lög ákvæði þess efnis að uppsögn einstaks starfsmanns sem sagt er upp í hópuppsögn taki ekki gildi fyrr en eftir raunverulegt samráð. Loks hljóti að þurfa að breyta lögum um fjöldaviðmið hópuppsagna þannig að fyrirtæki geti ekki dreift uppsögnum yfir nokkur mánaðarmót. Þannig ætti að skoða hópuppsagir frekar með tilliti til tólf mánaða en ekki eins mánaðar í senn. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Í tilkynningu frá SSF segir að niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða. Samhliða kvörtuninni sendir SSF erindi til velferðarráðherra og velferðarnefndar Alþingis. Í bréfinu er rifjuð upp hópuppsögn í Arion banka þann 26. september síðastliðinn þar sem 102 var sagt upp. Telur SSF að lokinni skoðun sinni á uppsögnunum ljóst að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til samráðs með raunhæfum hætti og þannig brotið gegn ákvæðum laganna. Þá sé einnig ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raunhæf réttarúrræði til að bregðast við brotum á borð við þetta. Bannað að segja sálu frá Uppsagnarferlinu í september er lýst í bréfinu en þar kemur fram að svo virðist sem ekki hafi haft raunverulegt samráð við trúnarðarmann starfsmanna eins og lög geri ráð fyrir. Einum trúnaðarmanni hafi verið tilkynnt óformlega viku fyrr að til skoðunar væri að segja upp ótilgreindum fjölda. Sami trúnaðarmaður hafi svo verið kallaður á fund stjórnenda 25. september og honum tilkynnt nánar um fyrirhugaðar uppsagnir daginn eftir. Þar hafi verið að tilkynna trúnaðarmanninum orðinn hlut og hann ekki haft neinn möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanatöku bankans. „Enda var aldrei ætlun bankans að hleypa fulltrúum starfsmanna að því borði. Trúnaðarmanninum var auk þess bannað að segja sálu frá vitneskju sinni um fyriráætlanir bankans með vísun til innherjareglna - og þannig komið í veg fyrir að hann gæti ráðfært sig t.a.m. við sitt stéttarfélag.“ Breyta fjöldaviðmiðum SSF telur ljóst að málefni hópuppsagna þyrftu að heyra undir Félagsdóm, sæta refsiábyrgð og þar með vera rannsökuð af lögreglu eða færa í lög ákvæði þess efnis að uppsögn einstaks starfsmanns sem sagt er upp í hópuppsögn taki ekki gildi fyrr en eftir raunverulegt samráð. Loks hljóti að þurfa að breyta lögum um fjöldaviðmið hópuppsagna þannig að fyrirtæki geti ekki dreift uppsögnum yfir nokkur mánaðarmót. Þannig ætti að skoða hópuppsagir frekar með tilliti til tólf mánaða en ekki eins mánaðar í senn.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49
Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37