Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar reyndust neikvæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 12:30 Enn hefur enginn greinst með Wuhan-veiruna hér á landi. vísir/hanna Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu voru prófuð um helgina á sýkingavarnadeild Landspítalans. Sýnin reyndust neikvæð og því er staðan óbreytt hér á landi þar sem enginn hefur smitast af veirunni. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna veirunnar. Alls hafa tólf verið prófaðir hér á landi sem voru á ferðalagi í Kína. Veiran, sem er ný tegund kórónaveiru, á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Þar fór fólk að veikjast vegna hennar í desember síðastliðnum. Síðan þá hafa yfir 40 þúsund manns greinst með veiruna, langflestir í Kína, og yfir 900 látist, einnig langflestir í Kína. Veiran hefur meðal annars greinst í Frakklandi, Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi auk þess sem hún hefur komið upp í mörgum nágrannaríkjum Kína. Í stöðuskýrslu almannavarna kemur fram að tólf einstaklingar hafi nú verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til veirunnar. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Þá er ekki mælt með því að beita aðgangstakmörkunum og hefta för einstaklinga milli landa að því er fram kemur í stöðuskýrslunni: „Eins og kom fram í stöðuskýrslu almannavarna sl. föstudag, var tekin ákvörðun um að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni möguleg úrræði til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands. Sú vinna er hafin en í því sambandi þarf að skoða tæknilegar, faglegar og lagalegar hliðar. Reynsla annarra þjóða af slíku eftirliti og aðgerðum verður einnig til skoðunar.“ Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu voru prófuð um helgina á sýkingavarnadeild Landspítalans. Sýnin reyndust neikvæð og því er staðan óbreytt hér á landi þar sem enginn hefur smitast af veirunni. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna veirunnar. Alls hafa tólf verið prófaðir hér á landi sem voru á ferðalagi í Kína. Veiran, sem er ný tegund kórónaveiru, á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Þar fór fólk að veikjast vegna hennar í desember síðastliðnum. Síðan þá hafa yfir 40 þúsund manns greinst með veiruna, langflestir í Kína, og yfir 900 látist, einnig langflestir í Kína. Veiran hefur meðal annars greinst í Frakklandi, Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi auk þess sem hún hefur komið upp í mörgum nágrannaríkjum Kína. Í stöðuskýrslu almannavarna kemur fram að tólf einstaklingar hafi nú verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til veirunnar. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Þá er ekki mælt með því að beita aðgangstakmörkunum og hefta för einstaklinga milli landa að því er fram kemur í stöðuskýrslunni: „Eins og kom fram í stöðuskýrslu almannavarna sl. föstudag, var tekin ákvörðun um að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni möguleg úrræði til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands. Sú vinna er hafin en í því sambandi þarf að skoða tæknilegar, faglegar og lagalegar hliðar. Reynsla annarra þjóða af slíku eftirliti og aðgerðum verður einnig til skoðunar.“
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45
Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30
Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15