Agndofa þegar allir stóðu upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna. Vísri/getty Hildur Guðnadóttir tónskáld, sem í kvöld varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, segist hafa verið agndofa þegar henni var litið yfir áhorfendasalinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í kvöld, undir dynjandi lófataki, og sá viðstadda standa upp. Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. Hildur vann í nótt Óskarinn í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Hildur svaraði spurningum fréttamanna eftir að hún steig niður af Óskarssviðinu í nótt, líkt og venja er. Hún var m.a. spurð að því hvort hún hefði áttað sig á því að miklir máttarstólpar í bransanum hefðu veitt henni standandi lófatak. Í því samhengi nefndi fréttamaðurinn m.a. tónskáldin John Williams og Alexandre Desplatt, sem einnig voru tilnefndir í flokki kvikmyndatónlistar í kvöld. „Ég veit, ég sá það,“ sagði Hildur. „Það er villt augnablik. Ég heyri nafnið mitt og mér er bylt við og ég geng upp á svið, og ég er bara: Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta. Og þegar ég kom á sviðið og sá alla standa upp, ég var agndofa.“ Hér að neðan má sjá þakkarræðu Hildar, sem og standandi lófatak viðstaddra. #Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020 Þá kvað Hildur aðspurð það hafa verið yfirþyrmandi að etja kappi við „kanónur“ í bransanum á borð við áðurnefnda Williams og Desplatt. Hún hefði þó hitt þessa menn margoft á verðlaunahátíðum síðustu vikna og það væri frábært að fá að kynnast þeim. Hildur ræddi einnig hugarástandið og tilfinningaflóðið sem hún nýtir sér við sköpun tónverka á borð við tónlistina í Jókernum. Í þessu tilviki hafi hún þurft að kafa djúpt í þankagang Arthur Flecks, aðalpersónunnar. Ræða Hildar á verðlaunaafhendingunni er strax farin að vekja athygli. Hún minnti konur á að láta heyra í sér. Þess væri þörf. „Ég reyndi eins og ég gat að reyna að koma mér í hugarástand hans og reyna að ímynda mér hvernig það myndi hljóma. Það var minn helsti innblástur.“ Hildur lýsti því jafnframt að það hefði verið magnað þegar hún sá Baðherbergisdansinn með Joaquin Phoenix í fyrsta sinn. Phoenix hefði tekist að kalla fram nákvæmlega sömu tilfinningar með dansinum og Hildur fann fyrir þegar hún samdi tónlistina. Að endingu sagðist Hildur ekki ætla að flytja til Hollywood. Þar væri aðeins of sólríkt, sem hæfði ekki tónlistinni sem hún semur. Viðtalið við Hildi má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld, sem í kvöld varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, segist hafa verið agndofa þegar henni var litið yfir áhorfendasalinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í kvöld, undir dynjandi lófataki, og sá viðstadda standa upp. Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. Hildur vann í nótt Óskarinn í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Hildur svaraði spurningum fréttamanna eftir að hún steig niður af Óskarssviðinu í nótt, líkt og venja er. Hún var m.a. spurð að því hvort hún hefði áttað sig á því að miklir máttarstólpar í bransanum hefðu veitt henni standandi lófatak. Í því samhengi nefndi fréttamaðurinn m.a. tónskáldin John Williams og Alexandre Desplatt, sem einnig voru tilnefndir í flokki kvikmyndatónlistar í kvöld. „Ég veit, ég sá það,“ sagði Hildur. „Það er villt augnablik. Ég heyri nafnið mitt og mér er bylt við og ég geng upp á svið, og ég er bara: Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta. Og þegar ég kom á sviðið og sá alla standa upp, ég var agndofa.“ Hér að neðan má sjá þakkarræðu Hildar, sem og standandi lófatak viðstaddra. #Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020 Þá kvað Hildur aðspurð það hafa verið yfirþyrmandi að etja kappi við „kanónur“ í bransanum á borð við áðurnefnda Williams og Desplatt. Hún hefði þó hitt þessa menn margoft á verðlaunahátíðum síðustu vikna og það væri frábært að fá að kynnast þeim. Hildur ræddi einnig hugarástandið og tilfinningaflóðið sem hún nýtir sér við sköpun tónverka á borð við tónlistina í Jókernum. Í þessu tilviki hafi hún þurft að kafa djúpt í þankagang Arthur Flecks, aðalpersónunnar. Ræða Hildar á verðlaunaafhendingunni er strax farin að vekja athygli. Hún minnti konur á að láta heyra í sér. Þess væri þörf. „Ég reyndi eins og ég gat að reyna að koma mér í hugarástand hans og reyna að ímynda mér hvernig það myndi hljóma. Það var minn helsti innblástur.“ Hildur lýsti því jafnframt að það hefði verið magnað þegar hún sá Baðherbergisdansinn með Joaquin Phoenix í fyrsta sinn. Phoenix hefði tekist að kalla fram nákvæmlega sömu tilfinningar með dansinum og Hildur fann fyrir þegar hún samdi tónlistina. Að endingu sagðist Hildur ekki ætla að flytja til Hollywood. Þar væri aðeins of sólríkt, sem hæfði ekki tónlistinni sem hún semur. Viðtalið við Hildi má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun