Framlengja neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2020 14:33 Neyðarúrræðið er á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins og er rekið með fjárframlagi frá félagsmálaráðuneytinu. Það er opið konum alls staðar að af landinu. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að framlengja neyðarúrræði á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins fyrir heimilislausar konur sem komið var á í apríl síðastliðinn vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ekki var hægt að tryggja tveggja metra reglu í Konukoti og var því ákveðið að koma úrræðinu á fót. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarsviði borgarinnar. Tekin var ákvörðun um að tvískipta hópnum í Konukot og nýja úrræðið, þannig að rýmra yrði fyrir hverja konu. Hópur heimilislausra kvenna sendi grein á fjölmiðla í morgun þar sem bent var á ástandið og að til stæði að loka úrræðinu. Bar greinin heitið „Það á enginn að vera heimilislaus“. Í tilkynningu frá borginni segir að neyðarúrræðið sem hér um ræði sé til bráðabirgða. Til hafi staðið að loka því í sumar en tekin hafi verið ákvörðun um að framlengja það í ljósi þess að enn ríki óvissa vegna heimsfaraldursins og krafa um tveggja metra regluna enn í gildi. „Neyðarúrræðið er rekið með fjárframlagi frá félagsmálaráðuneytinu og er opið konum alls staðar að af landinu. Velferðarsvið á nú í viðræðum við eiganda hússins um áframhaldandi rekstur til skamms tíma og hefur fengið vilyrði fyrir áframhaldandi fjárframlagi frá félagsmálaráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni, en kostnaður vegna neyðarúrræðisins er 9 milljónir króna á mánuði. Reykjavík Félagsmál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Ákveðið hefur verið að framlengja neyðarúrræði á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins fyrir heimilislausar konur sem komið var á í apríl síðastliðinn vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ekki var hægt að tryggja tveggja metra reglu í Konukoti og var því ákveðið að koma úrræðinu á fót. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarsviði borgarinnar. Tekin var ákvörðun um að tvískipta hópnum í Konukot og nýja úrræðið, þannig að rýmra yrði fyrir hverja konu. Hópur heimilislausra kvenna sendi grein á fjölmiðla í morgun þar sem bent var á ástandið og að til stæði að loka úrræðinu. Bar greinin heitið „Það á enginn að vera heimilislaus“. Í tilkynningu frá borginni segir að neyðarúrræðið sem hér um ræði sé til bráðabirgða. Til hafi staðið að loka því í sumar en tekin hafi verið ákvörðun um að framlengja það í ljósi þess að enn ríki óvissa vegna heimsfaraldursins og krafa um tveggja metra regluna enn í gildi. „Neyðarúrræðið er rekið með fjárframlagi frá félagsmálaráðuneytinu og er opið konum alls staðar að af landinu. Velferðarsvið á nú í viðræðum við eiganda hússins um áframhaldandi rekstur til skamms tíma og hefur fengið vilyrði fyrir áframhaldandi fjárframlagi frá félagsmálaráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni, en kostnaður vegna neyðarúrræðisins er 9 milljónir króna á mánuði.
Reykjavík Félagsmál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira