Sér eftir því hvernig Liverpool tæklaði kynþáttaníð Suarez á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 09:00 Patrice Evra fagnar sigri Man Utd á Liverpool fyrir framan Suarez. Vísir/Getty Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segist sjá eftir því hvernig félagið höndlaði atvikið þegar Luis Suarez gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Patrice Evra, þáverandi leikmanns Manchester United. Comolli var í starfi hjá Liverpool frá árinu 2010 til 2012. Fór hann yfir tíma sinn hjá félaginu í hlaðvarpsþætti David Ornstein sem starfar á The Athletic. Comolli, sem er franskur ríkisborgari líkt og Evra, segir að dómgreind allra sem tengdust Liverpool á þessum tíma hafi litast af rígnum á milli félaganna. Í kjölfar atviksins hafi Liverpool mætt út í upphitun gegn Wigan Athletic í sérstökum bolum sem sýndu að þeir studdu allir við bakið á Suarez. Þá hélt Liverpool áfram að verja framherjann þó svo að enska knattspyrnusambandið væri búið að dæma hann vegna málsins. Fresh detail from Damien Comolli on: - Suarez/Evra storm - FSG takeover (says in podcast Gordon tried to buy #LFC previously) - Henry, Werner + rise of Edwards - Inside Henderson signing - How Torres/Carrol happened With @JamesPearceLFC for @TheAthleticUKhttps://t.co/hR6MbapsrH— David Ornstein (@David_Ornstein) February 27, 2020 „Viðbrögð okkar voru þúsund sinnum verri en þau hefðu átt að vera þar sem þetta var Manchester United,“ sagði Comolli til að mynda um viðbrögð Liverpool við atvikinu. Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Suarez var á endanum dæmdur í átta leikja bann. Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, fékk sömu refsingu nú á dögunum en hann var dæmdur í átta leikja bann eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garð Jonathan Leko, leikmanns Charlton Athletic, í september á síðasta ári. „Ég sé eftir öllu. Ég sé eftir hugarfari okkar, hvernig við nálguðumst atvikið í fjölmiðlum.“ sagði Comolli við Ornstein áður en hann hélt áfram. „Þetta var það versta sem ég hef upplifað í starfi. Við einangruðum okkur frá umheiminum og það var það versta sem við gátum gert. Við hefðum átt að fá utanaðkomandi aðila til að aðstoða okkur. Bæði sviði lögfræðinnar sem og með ímynd okkar,“ sagði Comolli enn fremur. Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og varafyrirliði liðsins á þessari örlagaríku leiktíð, bað Evra opinberlega afsökunar fyrr í vetur og lýsti stuttermabolunum sem „skelfilegum mistökum.“ Evra fékk einnig skriflega afsökunarbeiðni frá Peter Moore, núverandi framkvæmdastjóra Liverpool. „Eina afsökunin sem ég finn, ef afsökun skyldi kalla, er sú að enginn okkar hafði lent í atviki sem þessu áður og við vissum því ekki hvernig við áttum að bregðast við. Við höfðum ekkert til að byggja á. Meira að segja eigendurnir stóðu með Suarez. Þetta var rangt í alla staði,"“ sagði Comolli að lokum. Comolli átti vissulega erfitt uppdráttar hjá Liverpool en hann var þó í starfi þegar liðið keypti Suarez sem var frábær fyrir félagið þrátt fyrir þetta umdeilda atvik. Þá var Comolli einnig einn af þeim sem gaf grænt ljós á að kaupa Jordan Henderson frá Sunderland. Enski miðjumaðurinn var lengi vel í ónáð stuðningsmanna félagsins en nú er hann fyrirliði og stefnir í að hann lyfti enska meistaratitlinum á komandi vikum. Enski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira
Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segist sjá eftir því hvernig félagið höndlaði atvikið þegar Luis Suarez gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Patrice Evra, þáverandi leikmanns Manchester United. Comolli var í starfi hjá Liverpool frá árinu 2010 til 2012. Fór hann yfir tíma sinn hjá félaginu í hlaðvarpsþætti David Ornstein sem starfar á The Athletic. Comolli, sem er franskur ríkisborgari líkt og Evra, segir að dómgreind allra sem tengdust Liverpool á þessum tíma hafi litast af rígnum á milli félaganna. Í kjölfar atviksins hafi Liverpool mætt út í upphitun gegn Wigan Athletic í sérstökum bolum sem sýndu að þeir studdu allir við bakið á Suarez. Þá hélt Liverpool áfram að verja framherjann þó svo að enska knattspyrnusambandið væri búið að dæma hann vegna málsins. Fresh detail from Damien Comolli on: - Suarez/Evra storm - FSG takeover (says in podcast Gordon tried to buy #LFC previously) - Henry, Werner + rise of Edwards - Inside Henderson signing - How Torres/Carrol happened With @JamesPearceLFC for @TheAthleticUKhttps://t.co/hR6MbapsrH— David Ornstein (@David_Ornstein) February 27, 2020 „Viðbrögð okkar voru þúsund sinnum verri en þau hefðu átt að vera þar sem þetta var Manchester United,“ sagði Comolli til að mynda um viðbrögð Liverpool við atvikinu. Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Suarez var á endanum dæmdur í átta leikja bann. Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, fékk sömu refsingu nú á dögunum en hann var dæmdur í átta leikja bann eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garð Jonathan Leko, leikmanns Charlton Athletic, í september á síðasta ári. „Ég sé eftir öllu. Ég sé eftir hugarfari okkar, hvernig við nálguðumst atvikið í fjölmiðlum.“ sagði Comolli við Ornstein áður en hann hélt áfram. „Þetta var það versta sem ég hef upplifað í starfi. Við einangruðum okkur frá umheiminum og það var það versta sem við gátum gert. Við hefðum átt að fá utanaðkomandi aðila til að aðstoða okkur. Bæði sviði lögfræðinnar sem og með ímynd okkar,“ sagði Comolli enn fremur. Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og varafyrirliði liðsins á þessari örlagaríku leiktíð, bað Evra opinberlega afsökunar fyrr í vetur og lýsti stuttermabolunum sem „skelfilegum mistökum.“ Evra fékk einnig skriflega afsökunarbeiðni frá Peter Moore, núverandi framkvæmdastjóra Liverpool. „Eina afsökunin sem ég finn, ef afsökun skyldi kalla, er sú að enginn okkar hafði lent í atviki sem þessu áður og við vissum því ekki hvernig við áttum að bregðast við. Við höfðum ekkert til að byggja á. Meira að segja eigendurnir stóðu með Suarez. Þetta var rangt í alla staði,"“ sagði Comolli að lokum. Comolli átti vissulega erfitt uppdráttar hjá Liverpool en hann var þó í starfi þegar liðið keypti Suarez sem var frábær fyrir félagið þrátt fyrir þetta umdeilda atvik. Þá var Comolli einnig einn af þeim sem gaf grænt ljós á að kaupa Jordan Henderson frá Sunderland. Enski miðjumaðurinn var lengi vel í ónáð stuðningsmanna félagsins en nú er hann fyrirliði og stefnir í að hann lyfti enska meistaratitlinum á komandi vikum.
Enski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira