Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 16:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, á fundinum nú síðdegis. vísir/vilhelm Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. Smitið kom upp í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi um kórónuveiruna sem haldinn var nú síðdegis. Maðurinn var í bænum Andalo í Trentino-héraði sem ekki er skilgreint sem svæði þar sem smitáhætta er mikil. Það má hins vegar segja að Trentino-hérað sé umkringt þeim fjórum héruðum á Ítalíu þar sem smitáhætta er talinn mikil. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fór til Ítalíu þann 15. febrúar og kom heim þann 22. febrúar en veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Maðurinn var í skíðaferðalagi á skíðasvæðinu í Andalo, sem er í Trentino-héraði sem ekki er talið sem svæði í mikilli smitáhættu. Sýnataka sem tekin var í gær staðfesti smit mannsins og er nú verið að rannsaka eiginkonu hans og dóttur sem og fleiri einstaklinga í kringum manninn. Maðurinn er í einangrun á smitsjúkdómadeild og er það í samræmi við áætlun Landspítalans um það hvernig bregðast ætti við þegar fyrsti einstaklingurinn myndi greinast með veiruna hér á landi. Að því er fram kom í máli Þórólfs leitaði maðurinn til kerfisins vegna veikinda sinna fyrir tveimur dögum. Smithættan er ekki nærri jafnmikil áður en viðkomandi verður veikur en nú er verið að skoða betur hópinn sem maðurinn ferðaðist með og það fólk sem hann umgekkst eftir að hann veiktist. Fólk sem tengist manninum er ekki komið í sóttkví en eftir að það hefur verið skoðað verður lagt mat á það hverjir þurfa að fara í sóttkví. Fram kom á fundinum að maðurinn væri við ágæta heilsu og ekki bráðveikur. Þá tóku hann og fjölskyldan hans tíðindunum af æðruleysi og gáfu heilbrigðisyfirvöldum sérstaklega greinargóðar upplýsingar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. Smitið kom upp í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi um kórónuveiruna sem haldinn var nú síðdegis. Maðurinn var í bænum Andalo í Trentino-héraði sem ekki er skilgreint sem svæði þar sem smitáhætta er mikil. Það má hins vegar segja að Trentino-hérað sé umkringt þeim fjórum héruðum á Ítalíu þar sem smitáhætta er talinn mikil. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fór til Ítalíu þann 15. febrúar og kom heim þann 22. febrúar en veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Maðurinn var í skíðaferðalagi á skíðasvæðinu í Andalo, sem er í Trentino-héraði sem ekki er talið sem svæði í mikilli smitáhættu. Sýnataka sem tekin var í gær staðfesti smit mannsins og er nú verið að rannsaka eiginkonu hans og dóttur sem og fleiri einstaklinga í kringum manninn. Maðurinn er í einangrun á smitsjúkdómadeild og er það í samræmi við áætlun Landspítalans um það hvernig bregðast ætti við þegar fyrsti einstaklingurinn myndi greinast með veiruna hér á landi. Að því er fram kom í máli Þórólfs leitaði maðurinn til kerfisins vegna veikinda sinna fyrir tveimur dögum. Smithættan er ekki nærri jafnmikil áður en viðkomandi verður veikur en nú er verið að skoða betur hópinn sem maðurinn ferðaðist með og það fólk sem hann umgekkst eftir að hann veiktist. Fólk sem tengist manninum er ekki komið í sóttkví en eftir að það hefur verið skoðað verður lagt mat á það hverjir þurfa að fara í sóttkví. Fram kom á fundinum að maðurinn væri við ágæta heilsu og ekki bráðveikur. Þá tóku hann og fjölskyldan hans tíðindunum af æðruleysi og gáfu heilbrigðisyfirvöldum sérstaklega greinargóðar upplýsingar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00