Hellisheiði á Suðurlandsvegi verður lokað klukkan tvö í dag í báðar áttir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi má ætla að lokunin standi yfir í tvær til þrjár klukkustundir.
Ákveðið var að loka veginum um Hellisheiði meðan unnið er að því að koma snjóruðningstæki aftur upp á veginn. Það valt þar út af í nótt og liggur á hliðinni í vegkanti, eins og sjá má á myndinni hér að ofan.
Meðan á vinnunni stendur er vegfarendum bent á að Þrengslin eru opin. Þar er nú snjóþekja og þurfa ökumenn því líklega að vera á varðbergi fyrir mögulegum hálkublettum.
Hellisheiði lokað vegna snjóruðningstækis
