Danir munu halda heimsmeistaramótið í handbolta 2025 aðeins sex árum eftir að þeir héldu það síðast.
Danir halda HM karla í handbolta eftir fimm ár með Noregi og Króatíu en héldu mótið árið 2019 með Þjóðverjum.
Næsta heimsmeistaramót fer fram í Egyptalandi á næsta ári en HM 2023 verður síðan haldið í Póllandi og Svíþjóð.
32 þjóðir komast í úrslitakeppni HM 2025 sem fer fram í upphafi ársins.
Der venter os endnu en stor håndboldfest!
— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) February 28, 2020
Danmark skal sammen med og være værter for VM i herrehåndbold i 2025 Læs mere her #hndbld#håndbold#InspiredByHandballhttps://t.co/ZTs9biiSCU
Danir munu hýsa tvo riðla í riðlakeppninni, einn milliriðil og einn leik í átta liða úrslitum.
Í Noregi verða einnig tveir riðlar í riðlakeppninni, einn milliriðill og þar fer einnig fram einn leikur í átta liða úrslitunum, annar undanúrslitaleikurinn og svo úrslitaleikurinn.
Króatar munu húsa fjóra riðla af átta í riðlakeppninni, þar verður Forsetabikarinn, tveir milliriðlar, tveir leikir í átta liða úrslitum og loks hinn undanúrslitaleikurinn.
Danir eru ríkjandi heimsmeistarar í handbolta því þeir unnu úrslitaleikinn á heimavelli árið 2019. Danir unnu þá 31-22 sigur á Noregi í úrslitaleiknum.