Karlahlaupið blásið af vegna verkfalls Eflingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 13:21 Fulltrúar Mottumars heimsóttu Bessastaði í gær þar sem þeir afhentu forseta Íslands litríka sokka. Vísir/sigurjón Aðstandendur hins svokallaða Karlahlaups Krabbameinsfélags Íslands, sem fram átti að fara á sunnudag, hafa ákveðið að fresta hlaupinu vegna yfirstandandi verkfalls Eflingar í Reykjavíkurborg. Meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem lögðu niður störf eru þau sem sinnt hafa snjóruðningi á hinum ýmsu stígum borgarinnar. Ætlunin var að leggja af stað frá Hörpu og hlaupa sem leið sem leið liggur austur eftir Sæbraut og til baka, alls 5 kílómetra. Af því verður þó ekki. „Vegna verkfalls Eflingar er of mikil óvissa um hvort félaginu sé kleift að halda Karlahlaupið á sunnudaginn eins og fyrirhugað var en félagsmenn Eflingar sjá um lokanir gatna og mokstur á stígum” segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagins. í tilkynningu sem send var út vegna frestunarinnar. Halla segir aukinheldur að sér þyki þetta bagaleg staða, ekki síst fyrir alla þá sem höfðu gert ráðstafanir til að geta tekið þátt í hlaupinu. Búið sé þó að hafa samband við alla sem skráðu sig og þeim gert viðvart. „Ný dagsetning verður tilkynnt mjög fljótlega en stefnt er að því að hlaupið muni marka lok Mottumars í stað upphafs átaksins eins og ráðgert var enda trúum við því að samningsaðilar hafi þá náð saman. Kosturinn er að nú gefst karlmönnum enn betri tími til undirbúnings fyrir Karlahlaupið,” segir Halla. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en síðast var fundað á miðvikudag. Ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar halda því áfram en þær hafa staðið yfir í tæpar tvær vikur. Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. 28. febrúar 2020 10:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Aðstandendur hins svokallaða Karlahlaups Krabbameinsfélags Íslands, sem fram átti að fara á sunnudag, hafa ákveðið að fresta hlaupinu vegna yfirstandandi verkfalls Eflingar í Reykjavíkurborg. Meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem lögðu niður störf eru þau sem sinnt hafa snjóruðningi á hinum ýmsu stígum borgarinnar. Ætlunin var að leggja af stað frá Hörpu og hlaupa sem leið sem leið liggur austur eftir Sæbraut og til baka, alls 5 kílómetra. Af því verður þó ekki. „Vegna verkfalls Eflingar er of mikil óvissa um hvort félaginu sé kleift að halda Karlahlaupið á sunnudaginn eins og fyrirhugað var en félagsmenn Eflingar sjá um lokanir gatna og mokstur á stígum” segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagins. í tilkynningu sem send var út vegna frestunarinnar. Halla segir aukinheldur að sér þyki þetta bagaleg staða, ekki síst fyrir alla þá sem höfðu gert ráðstafanir til að geta tekið þátt í hlaupinu. Búið sé þó að hafa samband við alla sem skráðu sig og þeim gert viðvart. „Ný dagsetning verður tilkynnt mjög fljótlega en stefnt er að því að hlaupið muni marka lok Mottumars í stað upphafs átaksins eins og ráðgert var enda trúum við því að samningsaðilar hafi þá náð saman. Kosturinn er að nú gefst karlmönnum enn betri tími til undirbúnings fyrir Karlahlaupið,” segir Halla. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en síðast var fundað á miðvikudag. Ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar halda því áfram en þær hafa staðið yfir í tæpar tvær vikur.
Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. 28. febrúar 2020 10:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48
Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. 28. febrúar 2020 10:30
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49