Sportpakkinn: Fyrsta e-landsliðið í fótbolta stillir liðinu ekki upp eins og Hamrén Arnar Björnsson skrifar 28. febrúar 2020 07:00 Aron Ívarsson er fyrirliði íslenska e-fótboltalandsliðsins. vísir/skjáskot Aron Ívarsson KR, Jóhann Ólafur Jóhannsson FH og Aron Þormar Lárusson Fylki skipa fyrsta landsliðið í e-fótbolta og það eru næg verkefni framundan. Fyrirliðinn Aron Ívarsson er spenntur. „Þetta er draumur að rætast. Þegar maður var polli í fótbolta dreymdi mig um að reima á sig skóna og klæðast landsliðstreyjunni. Það gékk nú ekki svo vel í fótbolta en hér stendur maður í tölvuleiknum sem maður elskaði í mörg ár. Ég átti ekki von á þessu tækifæri en er rosalega spenntur að fá að taka þátt í þessu“. Ísland er í riðli með Rússlandi, Póllandi, Austurríki og Ísrael í undankeppni eEURO 2020 og fer riðillinn fram í mars. Aron er búinn að hafa áhuga á tölvum lengi, fór síðan í tölvunarfræði og er kominn í landsliðið en hvar endar þetta? „Ég vona að ég geti átt feril í íþróttinni og vekja athygli á mér í öðrum löndum í PES leiknum. Þess vegna er það frábært að fá þetta tækifæri að komast í sviðsljósið. Nú muni hinar þjóðirnar taka eftir manni. Fyrst og fremst er þetta áhugamál en ég ætla að gera mitt til að auka áhuga á e-fótbolta á Íslandi. Ég vona að þeir sem eru að spila heima hjá sér komi úr felum og taki þátt í þessu rosalega verkefni sem við erum að byrja“. Hver er munurinn á e-fótbolta og venjulegum tölvuleik? „Maður þarf að haga góðan skilning á íþróttinni. Þetta er hermir fyrir fótbolta. Þetta snýst um að gefa boltann, hvernig á að hlaupa, verjast og skýla boltanum þó þú sért að nota fjærstýringu í staðinn fyrir fætur. Það er einnig nauðsynlegt að hafa góðan skilning á því hvernig leikkerfin virka. Hvort þú beitir svæðisvörn eða spilar maður á mann þá þarftu að vita hvernig þú stjórnar leikmönnum“. Eru leikmenn í tölvuleiknum sem eru örvfættir, góðir að skalla boltann og fljótir að hlaupa? „Nákvæmlega og einnig í föstum leikatriðum. Það þarf að velja réttu mennina til að vera inni í vítateignum og réttu mennina til að senda boltann fyrir og skjóta á markið. Áhorfendur koma til með að taka eftir að við spilum með íslenska landsliðið í PES og leggjum áherslu á að koma Gylfa og Jóhanni Berg í góðar stöður því þeir eru frábærir í að sparka boltanum í rammann“. Það skiptir því miklu máli að vera með réttu mennina á réttum stöðum? „Þetta byggist líka mikið á hraða leikmanna. Við munum því ekki stilla upp eins og íslenska landsliðið, reynum að nota fljótustu leikmennina þannig eru Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson fremstir á vellinum hjá okkur. Það er vegna þess að þeir geta sprett upp völlinn og þá getum við beitt þessum hættulegu skyndisóknum sem virka mjög vel í leiknum“. Nú er kórónuveiran að trylla alla út um allan heim. Verður þetta kannski eini fótboltinn sem verður spilaður í lok þessa árs? „Ég vona ekki því ég er mjög mikill áðdáandi fótboltans og hlakka til Evrópukeppninnar. En hver veit“. En þú ferð nú varla að taka í höndina á mótherjum í landsleikjunum? „Nei þeir verða annars staðar í Evrópu þannig að það verður engin smithætta“, sagði Aron Ívarsson fyrirliði íslenska e-landsliðsins í fótbolta. Klippa: Viðtal við fyrirliða e-landsliðsins í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Sjá meira
Aron Ívarsson KR, Jóhann Ólafur Jóhannsson FH og Aron Þormar Lárusson Fylki skipa fyrsta landsliðið í e-fótbolta og það eru næg verkefni framundan. Fyrirliðinn Aron Ívarsson er spenntur. „Þetta er draumur að rætast. Þegar maður var polli í fótbolta dreymdi mig um að reima á sig skóna og klæðast landsliðstreyjunni. Það gékk nú ekki svo vel í fótbolta en hér stendur maður í tölvuleiknum sem maður elskaði í mörg ár. Ég átti ekki von á þessu tækifæri en er rosalega spenntur að fá að taka þátt í þessu“. Ísland er í riðli með Rússlandi, Póllandi, Austurríki og Ísrael í undankeppni eEURO 2020 og fer riðillinn fram í mars. Aron er búinn að hafa áhuga á tölvum lengi, fór síðan í tölvunarfræði og er kominn í landsliðið en hvar endar þetta? „Ég vona að ég geti átt feril í íþróttinni og vekja athygli á mér í öðrum löndum í PES leiknum. Þess vegna er það frábært að fá þetta tækifæri að komast í sviðsljósið. Nú muni hinar þjóðirnar taka eftir manni. Fyrst og fremst er þetta áhugamál en ég ætla að gera mitt til að auka áhuga á e-fótbolta á Íslandi. Ég vona að þeir sem eru að spila heima hjá sér komi úr felum og taki þátt í þessu rosalega verkefni sem við erum að byrja“. Hver er munurinn á e-fótbolta og venjulegum tölvuleik? „Maður þarf að haga góðan skilning á íþróttinni. Þetta er hermir fyrir fótbolta. Þetta snýst um að gefa boltann, hvernig á að hlaupa, verjast og skýla boltanum þó þú sért að nota fjærstýringu í staðinn fyrir fætur. Það er einnig nauðsynlegt að hafa góðan skilning á því hvernig leikkerfin virka. Hvort þú beitir svæðisvörn eða spilar maður á mann þá þarftu að vita hvernig þú stjórnar leikmönnum“. Eru leikmenn í tölvuleiknum sem eru örvfættir, góðir að skalla boltann og fljótir að hlaupa? „Nákvæmlega og einnig í föstum leikatriðum. Það þarf að velja réttu mennina til að vera inni í vítateignum og réttu mennina til að senda boltann fyrir og skjóta á markið. Áhorfendur koma til með að taka eftir að við spilum með íslenska landsliðið í PES og leggjum áherslu á að koma Gylfa og Jóhanni Berg í góðar stöður því þeir eru frábærir í að sparka boltanum í rammann“. Það skiptir því miklu máli að vera með réttu mennina á réttum stöðum? „Þetta byggist líka mikið á hraða leikmanna. Við munum því ekki stilla upp eins og íslenska landsliðið, reynum að nota fljótustu leikmennina þannig eru Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson fremstir á vellinum hjá okkur. Það er vegna þess að þeir geta sprett upp völlinn og þá getum við beitt þessum hættulegu skyndisóknum sem virka mjög vel í leiknum“. Nú er kórónuveiran að trylla alla út um allan heim. Verður þetta kannski eini fótboltinn sem verður spilaður í lok þessa árs? „Ég vona ekki því ég er mjög mikill áðdáandi fótboltans og hlakka til Evrópukeppninnar. En hver veit“. En þú ferð nú varla að taka í höndina á mótherjum í landsleikjunum? „Nei þeir verða annars staðar í Evrópu þannig að það verður engin smithætta“, sagði Aron Ívarsson fyrirliði íslenska e-landsliðsins í fótbolta. Klippa: Viðtal við fyrirliða e-landsliðsins í fótbolta
Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Sjá meira