Domingo dregur í land með afsökunarbeiðni sína Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 13:19 Nokkur fjöldi fyrrverandi samstarfskvenna Domingo hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Vísir/EPA Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo ítrekaði að hann hefði aldrei brotið gegn konum eða notfært sér stöðu sína gegn þeim, aðeins tveimur dögum eftir að hann bað hóp kvenna sem hefur sakað hann um áreitni afsökunar opinberlega. Fjöldi kvenna hefur sakað Domingo um kynferðislega áreitni og að hafa hindrað starfsframa þeirra sem höfnuðu honum. Nokkur óperuhús í Evrópu íhuga nú að slíta samstarfi við Domingo vegna ásakanna. Stjórn Konunglegu óperunnar í Madrid ætlar til dæmis að ræða hvort hann eigi áfram að koma fram í uppsetningu á „La Traviata“ í maí. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir stjórnarfund óperunnar í Madrid sendi Domingo frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja „leiðrétta misskilning“ sem upphafleg yfirlýsing hans þar sem hann bað konur afsökunar hefði valdið, að sögn New York Times. Hann sagðist ætla að draga sig út úr uppsetningunni í Madrid. „Ég hef aldrei verið ágengur við neinn og ég hef aldrei gert neitt til að hindra eða skaða starfsframa nokkurs. Þvert á móti hef ég varið stórum hluta hálfrar aldar veru í óperuheiminum í að hjálpa iðnaðinum og að ýta undir feril óteljandi söngvara,“ sagði Domingo í yfirlýsingunni. Engu að síður fullyrti hann að upphaflega afsökunarbeiðnin hafi verið sett fram í einlægni. Í henni bað Domingo konur sem hann hefði sært afsökunar. Bandaríkin MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Plácido Domingo biður konur afsökunar Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa "valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. 25. febrúar 2020 14:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo ítrekaði að hann hefði aldrei brotið gegn konum eða notfært sér stöðu sína gegn þeim, aðeins tveimur dögum eftir að hann bað hóp kvenna sem hefur sakað hann um áreitni afsökunar opinberlega. Fjöldi kvenna hefur sakað Domingo um kynferðislega áreitni og að hafa hindrað starfsframa þeirra sem höfnuðu honum. Nokkur óperuhús í Evrópu íhuga nú að slíta samstarfi við Domingo vegna ásakanna. Stjórn Konunglegu óperunnar í Madrid ætlar til dæmis að ræða hvort hann eigi áfram að koma fram í uppsetningu á „La Traviata“ í maí. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir stjórnarfund óperunnar í Madrid sendi Domingo frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja „leiðrétta misskilning“ sem upphafleg yfirlýsing hans þar sem hann bað konur afsökunar hefði valdið, að sögn New York Times. Hann sagðist ætla að draga sig út úr uppsetningunni í Madrid. „Ég hef aldrei verið ágengur við neinn og ég hef aldrei gert neitt til að hindra eða skaða starfsframa nokkurs. Þvert á móti hef ég varið stórum hluta hálfrar aldar veru í óperuheiminum í að hjálpa iðnaðinum og að ýta undir feril óteljandi söngvara,“ sagði Domingo í yfirlýsingunni. Engu að síður fullyrti hann að upphaflega afsökunarbeiðnin hafi verið sett fram í einlægni. Í henni bað Domingo konur sem hann hefði sært afsökunar.
Bandaríkin MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Plácido Domingo biður konur afsökunar Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa "valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. 25. febrúar 2020 14:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Plácido Domingo biður konur afsökunar Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa "valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. 25. febrúar 2020 14:09