Íslandsbanki hefur greitt ríkinu um 70 milljarða í arð Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2020 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur greitt ríkissjóði rétt tæpa 70 milljarða króna í arð frá því bankinn komst að fullu í eigu ríkissjóðs. Dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir menn hljóta að meta áhrif af sölu bankans á hagkerfið í heild. Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir tímann nú hvorki betri né verri en annan til að selja bankann. „Það liggur fyrir að það er kannski helst til of mikið að ríkið eigi tvo af þremur viðskiptabönkum. Þannig að einhvern tíma þurfi eða muni vera undið ofan af því,“ segir Gylfi. Hins vegar liggi fyrir að ekki sé mikil stemming fyrir hlutabréfum í bönkum í Evrópu um þessar mundir og fáir nægjanlega sterkir kaupendur aðrir en lífeyrissjóðir. „Þannig að verðið yrði nú ekkert óskaplega hátt. Það yrði líklega lægra en eigið fé. Kannski eitthvað svipað og með Arion banka núna,“ segir Gylfi. Eigið fé Íslandsbanka er um 170 milljarðar króna. Ef hluturinn seldist á um 75 prósent af eigið fé, fengjust um 32 milljarðar fyrir fjórðungshlut í bankanum. Hann hefur hins vegar greitt ríkinu töluverðan arð frá því hann komst að fullu í ríkiseigu. Allt frá 37 milljörðum árið 2016 niður í 4,2 milljarða áætlaða arðgreiðslu á þessu ári. Samanlagt nema arðgreiðslurnar 65,5 milljörðum síðast liðinn fimm ár. Gylfi segir að vega verði og meta kosti arðgreiðslna annars vegar og söluverðs hins vegar. „Ríkið er náttúrlega óvenjulegur eigandi af því að það hugsar ekki bara um arð af hlutabréfum eða einhverja vexti. Heldur líka samfélagsleg áhrif, eða áhrif á hagkerfið af því að þessi banki sé í þeim rekstri sem hann er og því eignarhaldi sem hann er. Þannig að menn hljóta að horfa til þess að hvort það sé gott fyrir hagkerfið í heilda að selja bankann en ekki bara horfa á niðurstöðutölurnar fyrir ríkissjóð,“ segir Gylfi. Aftur á móti sé ekki vænlegt að sameina bankann Landsbankanum því þá yrði til of stór og ráðandi banki, hvort sem hann yrði í ríkis- eða einkaeign. Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira
Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira