Fyrsta vopnaða ránið í um fjörutíu ára sögu Kjötborgar Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2020 09:00 Bræðurnir Gunnar og Kristján Jónassynir opnuðu Kjötborg árið 1981. vísir/vilhelm Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar á horni Blómvallagötu og Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á þriðjudaginn. Var þetta fyrsta ránið í sögu verslunarinnar. Gunnar Jónasson, annar eigenda Kjötborgar, segir að maðurinn hafi komist undan með „einhverja þúsundkalla“, en að honum skiljist að lögreglu hafi nú tekist að hafa hendur í hári mannsins. Staðið vaktina frá 1981 Gunnar rekur Kjötborg í félagi við Kristján bróður sinn og hafa þeir staðið þar vaktina frá árinu 1981. „Þetta er fyrsta ránið sem á sér stað hérna. Það hlaut nú að koma að því, en við vonum bara að það verði fjörutíu ár eða jafnvel fleiri í það næsta. Þetta er eitthvað sem maður á alltaf óbeint von á, en hefur aldrei lent í.“ Gunnar segir að vopnaði maðurinn hafi ruðst inn um klukkan 14 á þriðjudaginn. „Hann var vopnaður hnífi. Bróðir minn stóð vaktina þá, en ég var sjálfur að ná í vörur. Það voru engir viðskiptavinir í versluninni á þessu augnabliki þegar þetta átti sér stað.“ Ekki með sömu reynslu og Pétursbúð Hann segir að þó að maðurinn hafi verið grímuklæddur og með sólgleraugu þá hafi Kristján engu að síður náð að veita lögreglu greinargóða lýsingu á manninum. „Við höfum aldrei lent í þessu og höfum því ekki mikla reynslu eins og Pétursbúð. Við létum hins vegar ekkert reyna á að vera með einhverja takta og létum svo lögreglu vita af því að þetta er náttúrulega eitthvað sem þarf að stoppa,“ segir Gunnar að lokum. Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar á horni Blómvallagötu og Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á þriðjudaginn. Var þetta fyrsta ránið í sögu verslunarinnar. Gunnar Jónasson, annar eigenda Kjötborgar, segir að maðurinn hafi komist undan með „einhverja þúsundkalla“, en að honum skiljist að lögreglu hafi nú tekist að hafa hendur í hári mannsins. Staðið vaktina frá 1981 Gunnar rekur Kjötborg í félagi við Kristján bróður sinn og hafa þeir staðið þar vaktina frá árinu 1981. „Þetta er fyrsta ránið sem á sér stað hérna. Það hlaut nú að koma að því, en við vonum bara að það verði fjörutíu ár eða jafnvel fleiri í það næsta. Þetta er eitthvað sem maður á alltaf óbeint von á, en hefur aldrei lent í.“ Gunnar segir að vopnaði maðurinn hafi ruðst inn um klukkan 14 á þriðjudaginn. „Hann var vopnaður hnífi. Bróðir minn stóð vaktina þá, en ég var sjálfur að ná í vörur. Það voru engir viðskiptavinir í versluninni á þessu augnabliki þegar þetta átti sér stað.“ Ekki með sömu reynslu og Pétursbúð Hann segir að þó að maðurinn hafi verið grímuklæddur og með sólgleraugu þá hafi Kristján engu að síður náð að veita lögreglu greinargóða lýsingu á manninum. „Við höfum aldrei lent í þessu og höfum því ekki mikla reynslu eins og Pétursbúð. Við létum hins vegar ekkert reyna á að vera með einhverja takta og létum svo lögreglu vita af því að þetta er náttúrulega eitthvað sem þarf að stoppa,“ segir Gunnar að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira