Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. febrúar 2020 11:32 Þessum gámi hefur verið komið upp við Landspítalann í Fossvogi. Þangað færi einstaklingur sem mögulega væri smitaður af kórónuveirunni. vísir/vilhelm Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. „Eins og hefur komið fram í fréttum þá er veiran að berast nokkuð hratt út á ákveðnum svæðum í Evrópu og við þurfum að miða þá okkar áhættumat og okkar aðgerðir og viðbrögð við það eins og hefur komið fram hjá sóttvarnarlækni og almannavörnum. Þannig að skilgreining á líklegum tilfellum er þá hérna tekin til endurskoðunar. Það þýðir þá það að fleiri einstaklingar þurfa mögulega að fara í sóttkví svona í ljósi þess að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa tengsl við þessi svæði,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að flestir sem veikjast verða ekkert meira veikir en af venjulegri flensu. „Í langflestum tilfellum eru þetta væg veikindi og kalla í sjálfu sér ekki á neinar sérstakar ráðstafanir svona hvað varðar heilbrigðiskerfið. Fólk í væntanlega svona 80% tilvika fær einkenni sem eru áþekk inflúensu, jafnvel vægari og þau ganga síðan bara yfir án frekari meðferðar ef fólk fer bara vel með sig og fer eftir þessum almennu leiðbeiningum um hreinlæti og fer ekki mikið á meðal fólks meðan það er veikt,“ segir Magnús. Mikið mun mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi „Hins vegar er það þessi hópur sem að við höfum meiri áhyggjur af. Það er eldra fólk og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem að eiga í meiri erfiðleikum með að losa sig við veiruna og fá heiftarlegri einkenni stundum og geta fengið lungnabólgu og þurfa þá meiri aðhlynningu og meðferð. Það eru svona kannski 15% samkvæmt þeim tölum sem við höfum séð og þetta er svolítið breytilegt eftir löndum,“ segir Magnús. Þá telur hann miklar líkur á því að kórónuveiran komi til með að greinast á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, minnir á að flestir sem veikist af flensunni verði ekki meira veikir en af venjulegri flensu.Vísir/Sigurjón „Mér finnst það svona frekar líklegt já, í ljósi síðustu atburða og ef maður fylgist bara með þróuninni í Evrópu og í heiminum þá tel ég að það sé fremur líklegt að það gerist. Við erum jú sítengd við umheiminn og Íslendingar ferðast mikið og víða og hingað koma ansi margir ferðamenn þannig við höfum í sjálfu sér ekki skjól af þessari fjarlægð að vera hér í Norður-Atlantshafi, ekki lengur,“ segir Magnús. Hann segir mikið koma til með að mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi. Mikilvægt sé því að reyna að koma í veg fyrir smit. „Það gerum við með því að huga að hreinlæti. Það er handþvottur, það er að halda ákveðinni fjarlægð, forðast þessi óþarfa handabönd og faðmlög, nota klúta þegar við erum að hnerra eða hósta. Síðan þurfum við auðvitað að treysta því að þeir sem að hafa hugsanlega verið útsettir og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis eiga að fara í sóttkví að þeir fylgi þeim tilmælum,“ segir Magnús. Fjögur héruð á Ítalíu skilgreind sem hættusvæði Að því er fram kemur á vefsíðu landlæknis ráðleggur sóttvarnalæknir gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte á Ítalíu sem skilgreind eru sem hættusvæði vegna veirunnar. Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til landsins eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni. Þá hafa fjórir einstaklingar greinst með veiruna á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife og eru sjö Íslendingar þar í sóttkví. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem dvalið hafa á hótelinu undanfarnar tvær vikur að halda sig heima 14 daga í varúðarskyni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. „Eins og hefur komið fram í fréttum þá er veiran að berast nokkuð hratt út á ákveðnum svæðum í Evrópu og við þurfum að miða þá okkar áhættumat og okkar aðgerðir og viðbrögð við það eins og hefur komið fram hjá sóttvarnarlækni og almannavörnum. Þannig að skilgreining á líklegum tilfellum er þá hérna tekin til endurskoðunar. Það þýðir þá það að fleiri einstaklingar þurfa mögulega að fara í sóttkví svona í ljósi þess að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa tengsl við þessi svæði,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að flestir sem veikjast verða ekkert meira veikir en af venjulegri flensu. „Í langflestum tilfellum eru þetta væg veikindi og kalla í sjálfu sér ekki á neinar sérstakar ráðstafanir svona hvað varðar heilbrigðiskerfið. Fólk í væntanlega svona 80% tilvika fær einkenni sem eru áþekk inflúensu, jafnvel vægari og þau ganga síðan bara yfir án frekari meðferðar ef fólk fer bara vel með sig og fer eftir þessum almennu leiðbeiningum um hreinlæti og fer ekki mikið á meðal fólks meðan það er veikt,“ segir Magnús. Mikið mun mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi „Hins vegar er það þessi hópur sem að við höfum meiri áhyggjur af. Það er eldra fólk og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem að eiga í meiri erfiðleikum með að losa sig við veiruna og fá heiftarlegri einkenni stundum og geta fengið lungnabólgu og þurfa þá meiri aðhlynningu og meðferð. Það eru svona kannski 15% samkvæmt þeim tölum sem við höfum séð og þetta er svolítið breytilegt eftir löndum,“ segir Magnús. Þá telur hann miklar líkur á því að kórónuveiran komi til með að greinast á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, minnir á að flestir sem veikist af flensunni verði ekki meira veikir en af venjulegri flensu.Vísir/Sigurjón „Mér finnst það svona frekar líklegt já, í ljósi síðustu atburða og ef maður fylgist bara með þróuninni í Evrópu og í heiminum þá tel ég að það sé fremur líklegt að það gerist. Við erum jú sítengd við umheiminn og Íslendingar ferðast mikið og víða og hingað koma ansi margir ferðamenn þannig við höfum í sjálfu sér ekki skjól af þessari fjarlægð að vera hér í Norður-Atlantshafi, ekki lengur,“ segir Magnús. Hann segir mikið koma til með að mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi. Mikilvægt sé því að reyna að koma í veg fyrir smit. „Það gerum við með því að huga að hreinlæti. Það er handþvottur, það er að halda ákveðinni fjarlægð, forðast þessi óþarfa handabönd og faðmlög, nota klúta þegar við erum að hnerra eða hósta. Síðan þurfum við auðvitað að treysta því að þeir sem að hafa hugsanlega verið útsettir og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis eiga að fara í sóttkví að þeir fylgi þeim tilmælum,“ segir Magnús. Fjögur héruð á Ítalíu skilgreind sem hættusvæði Að því er fram kemur á vefsíðu landlæknis ráðleggur sóttvarnalæknir gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte á Ítalíu sem skilgreind eru sem hættusvæði vegna veirunnar. Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til landsins eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni. Þá hafa fjórir einstaklingar greinst með veiruna á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife og eru sjö Íslendingar þar í sóttkví. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem dvalið hafa á hótelinu undanfarnar tvær vikur að halda sig heima 14 daga í varúðarskyni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“