Birta myndband af umdeildri handtöku sex ára stúlku í Flórída Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 08:52 Lögreglumaður sést hér leiða Kaiu handjárnaða út í lögreglubíl. Skjáskot Myndband sem sýnir lögreglumenn í Flórída handtaka sex ára stúlku í september síðastliðnum var birt í byrjun vikunnar. Í myndbandinu má sjá stúlkuna kalla á hjálp og grátbiðja lögreglumennina um að hafa sig ekki á brott úr skólanum. Málið vakti mikla athygli í fyrra en myndband af handtökunni hefur ekki verið gert opinbert fyrr en nú. Sjá einnig: Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Stúlkan heitir Kaia Rolle en lögreglumenn voru kallaðir út að skóla hennar í Orlando í september síðastliðnum þegar kennarar náðu ekki að róa hana niður. Hún er sögð hafa tekið „æðiskast“ í skólanum og sparkað og lamið starfsmenn. Kaia var þó þegar orðin róleg þegar lögreglumennirnir mættu í skólann. Í myndbandinu, sem tekið er upp á myndavél sem fest var á einkennisbúning annars lögregluþjónsins, sést hvernig Kaia er leidd handjárnuð út úr skólanum á meðan hún hrópar á hjálp og hágrætur. Þá biður hún lögreglumennina að gefa sér annað tækifæri en þeir fara með hana upp í lögreglubíl. Dennis Turner, annar lögreglumannanna, var síðar rekinn vegna handtökunnar. Hann lét yfirmann ekki vita af handtökunni, líkt og honum er skylt að gera þegar barn yngra en tólf ára er handtekið, og gerðist því sekur um brot í starfi. Í myndbandinu sést Turner stæra sig af því að hann hafi oft handtekið börn, þar á meðal sjö ára barn fyrir búðarhnupl. Þegar hann fær að vita að Kaia sé sex ára segir hann hana hafa „slegið metið“. Turner handtók einnig sex ára dreng í öðrum skóla í Orlando sama dag. Drengurinn og Kaia voru upphaflega ákærð fyrir lítilvæga líkamsárás en ákærurnar voru báðar látnar niður falla. Málið vakti mikla reiði víðsvegar um Bandaríkin á sínum tíma. Fjölskylda Kaiu berst nú fyrir því að lágmarksaldur handtöku verði gerður 12 ára í Flórída. Enginn lágmarksaldur þess efnis er í gildi í ríkinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Myndband sem sýnir lögreglumenn í Flórída handtaka sex ára stúlku í september síðastliðnum var birt í byrjun vikunnar. Í myndbandinu má sjá stúlkuna kalla á hjálp og grátbiðja lögreglumennina um að hafa sig ekki á brott úr skólanum. Málið vakti mikla athygli í fyrra en myndband af handtökunni hefur ekki verið gert opinbert fyrr en nú. Sjá einnig: Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Stúlkan heitir Kaia Rolle en lögreglumenn voru kallaðir út að skóla hennar í Orlando í september síðastliðnum þegar kennarar náðu ekki að róa hana niður. Hún er sögð hafa tekið „æðiskast“ í skólanum og sparkað og lamið starfsmenn. Kaia var þó þegar orðin róleg þegar lögreglumennirnir mættu í skólann. Í myndbandinu, sem tekið er upp á myndavél sem fest var á einkennisbúning annars lögregluþjónsins, sést hvernig Kaia er leidd handjárnuð út úr skólanum á meðan hún hrópar á hjálp og hágrætur. Þá biður hún lögreglumennina að gefa sér annað tækifæri en þeir fara með hana upp í lögreglubíl. Dennis Turner, annar lögreglumannanna, var síðar rekinn vegna handtökunnar. Hann lét yfirmann ekki vita af handtökunni, líkt og honum er skylt að gera þegar barn yngra en tólf ára er handtekið, og gerðist því sekur um brot í starfi. Í myndbandinu sést Turner stæra sig af því að hann hafi oft handtekið börn, þar á meðal sjö ára barn fyrir búðarhnupl. Þegar hann fær að vita að Kaia sé sex ára segir hann hana hafa „slegið metið“. Turner handtók einnig sex ára dreng í öðrum skóla í Orlando sama dag. Drengurinn og Kaia voru upphaflega ákærð fyrir lítilvæga líkamsárás en ákærurnar voru báðar látnar niður falla. Málið vakti mikla reiði víðsvegar um Bandaríkin á sínum tíma. Fjölskylda Kaiu berst nú fyrir því að lágmarksaldur handtöku verði gerður 12 ára í Flórída. Enginn lágmarksaldur þess efnis er í gildi í ríkinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19