Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. febrúar 2020 19:00 Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Hópurinn hefur meðal annars fundað með erlendum ráðgjöfum og voru tillögur hans kynntar í dag.Aðaltillagan lítur að því að spítalinn taki stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfi innlögn flytjist sem fyrst inn á legudeildir. Sú ákvörðun var tekin strax í morgun að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Gera á áætlun sem á að vera tilbúin fyrir 1. apríl en hún lítur að því að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var 21,6 klukkustund en var 13,1 klukkustund árið 2015. Lagt er til að sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða verði tekin upp þegar í stað og að þjónustan komi til framkvæmda 1. júní. „Við erum líka að tala um að efla svörun í 1700 númerið þannig að fólk geti leitað þangað uppá að fá leiðsögn um hvernig það á að sigla í gegn um heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þá er lagt til að Landspítali opni líknardeild fyrir aldraða og að líknarþjónusta við aldraða verði aukin utan spítalans. Þetta á að koma til framkvæmda fyrir 1.september. „Það hefur vilja brenna við núna að það hefur vantað farveg. Stundum er jafnvel sótt um rými á hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga sem munu ekki búa þar lengi heldur þurfa fyrst og fremst líknarþjónustu,“ segir Páll. Þá á að auka möguleika sjúkraflutningamanna til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum. „Styrkja þá þekkingu og færni sem þarna er sannarlega fyrir hendi en efla hana þannig þessir aðilar geti sinnt ennþá fleiri og flóknari verkefnum á vettvangi eða í heimahúsum,“ segir Svandís. Svandís og Páll segja að tillögurnar hafi verið settar í forgang, bæði á spítalanum og í ráðuneytinu. Engu viðbótarfjármagni eigi að verja til aðgerðanna heldur snúist þetta fyrst og fremst um forgangsröðun. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Hópurinn hefur meðal annars fundað með erlendum ráðgjöfum og voru tillögur hans kynntar í dag.Aðaltillagan lítur að því að spítalinn taki stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfi innlögn flytjist sem fyrst inn á legudeildir. Sú ákvörðun var tekin strax í morgun að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Gera á áætlun sem á að vera tilbúin fyrir 1. apríl en hún lítur að því að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var 21,6 klukkustund en var 13,1 klukkustund árið 2015. Lagt er til að sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða verði tekin upp þegar í stað og að þjónustan komi til framkvæmda 1. júní. „Við erum líka að tala um að efla svörun í 1700 númerið þannig að fólk geti leitað þangað uppá að fá leiðsögn um hvernig það á að sigla í gegn um heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þá er lagt til að Landspítali opni líknardeild fyrir aldraða og að líknarþjónusta við aldraða verði aukin utan spítalans. Þetta á að koma til framkvæmda fyrir 1.september. „Það hefur vilja brenna við núna að það hefur vantað farveg. Stundum er jafnvel sótt um rými á hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga sem munu ekki búa þar lengi heldur þurfa fyrst og fremst líknarþjónustu,“ segir Páll. Þá á að auka möguleika sjúkraflutningamanna til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum. „Styrkja þá þekkingu og færni sem þarna er sannarlega fyrir hendi en efla hana þannig þessir aðilar geti sinnt ennþá fleiri og flóknari verkefnum á vettvangi eða í heimahúsum,“ segir Svandís. Svandís og Páll segja að tillögurnar hafi verið settar í forgang, bæði á spítalanum og í ráðuneytinu. Engu viðbótarfjármagni eigi að verja til aðgerðanna heldur snúist þetta fyrst og fremst um forgangsröðun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira